Innlent

Ítreka kröfur um styttingu

Sveinn Arnarsson skrifar
Samningar BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl.
Samningar BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl. Fréttablaðið/Daníel
Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að ganga fram með góðu fordæmi og samþykkja kröfur um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar.

Þá segir í ályktuninni að fullkomlega óásættanlegt sé hversu hægt viðræður hafi gengið en samningar 22 þúsund félagsmanna hafa verið lausir frá 1. apríl síðastliðnum. Er kallað eftir því að samið verði án tafar um styttingu vinnuvikunnar þar sem horft verði til tilraunaverkefna ríkis og Reykjavíkurborgar.

Á fundinum var einnig samþykkt ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til að mæta því tekjutapi sem hlýst af skattalækkunum á tekjulægri hópa með auðlindagjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts. 




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×