Flest málin endurflutt Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. september 2019 09:00 Fá þingmannamál eru afgreidd og komast mörg þeirra ekki á dagskrá eða eru svæfð í nefnd. Fréttablaðið/Valli Aðeins þrjú þingmannafrumvörp af þeim 44 sem lögð hafa verið fram á fyrstu dögum nýs þings hafa ekki verið flutt áður en hin 41 eru endurflutt. Af þingsályktunartillögum sem fluttar eru af þingmönnum öðrum en ráðherrum hafa fjórar ekki verið fluttar áður en tuttugu eru endurfluttar. Flest eru málin endurflutt frá síðasta þingi en sum hafa verið flutt margoft áður án þess að hljóta afgreiðslu. Á síðasta löggjafarþingi voru lögð fram 130 þingmannafrumvörp og urðu níu þeirra að lögum. Alls komust 70 frumvörp ekki til umræðu og 48 komust til nefndar en voru ekki afgreidd þaðan. Þá var tveimur málum hafnað og eitt var kallað til baka. Þá voru á síðasta þingi lagðar fram 107 þingsályktunartillögur frá þingmönnum og voru sex þeirra afgreiddar. Tillögur sem komust ekki til umræðu voru 56 talsins, 43 komust til nefndar en voru ekki afgreiddar þaðan og tveimur var hafnað. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það ekkert skrýtið að mál séu endurflutt. Þingmenn vilji freista þess að koma góðum málum að. Aðalflöskuhálsinn sé hins vegar nefndirnar. „Þau mál sem þó komast á dagskrá og fara til nefndar komast mjög fá í gegnum nefndirnar. Við í stjórnarandstöðunni höfum lagt áherslu á það að mál komi inn í nefnd og fái þar afgreiðslu. Ef meirihlutinn er á móti þá felli hann bara málið. Hefðin er hins vegar sú að mál eru svæfð inni í nefndum,“ segir Oddný. Hún segir að þingmenn viti kannski að mál séu ekki að fara í gegn en samt sé mikilvægt að leggja þau fram til að lýsa vilja sínum. „Það er mikilvægt að fleiri mál komist til umræðu í þingsal til að nefndirnar geti fjallað um þau. Við hættum ekkert að leggja fram þingmál en reynum að finna leiðir til að vekja athygli á þeim þótt þau séu svæfð í nefnd eða komist ekki á dagskrá.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að það sé í raun skýr en óskrifuð regla að hlutverk þingmanna eigi ekki að vera að leggja fram þingmál, sem hann sé mjög ósammála. „Það fæst auðvitað eitt og eitt mál samþykkt sem skiptir máli. En í stóra samhenginu líta ráðherrar svo á að þungavigtarmálin séu algjörlega á þeirra forræði.“ Hann segir þá staðreynd að lítið hafi komið fram af nýjum málum á fyrstu dögum þingsins skiljanlega í ljósi þess hve illa gengur að koma þingmannamálum á dagskrá og fá þau samþykkt. Þar að auki þurfi að horfa til þess hvernig tíma þingmanna og starfsfólks þingflokkanna sé forgangsraðað. „Við höfum átt samtal um þessi þingmannamál. Nú erum við búin að vinna fullt af þingmálum og þau sem okkur finnst enn þá vera viðeigandi og áríðandi leggjum við aftur fram. Stefnan hjá okkur er sú að ef það kemur upp eitthvert mikilvægt mál í samfélaginu og við sjáum lausn með lagasetningu, þá forgangsröðum við tíma okkar í það.“ Jón Þór segir nauðsynlegt að efla þingið og vildi gjarnan sjá meiri aðstoð við þingmenn. „Í dag eru þingmenn með ígildi hálfs aðstoðarmanns. Ef við viljum að þeir þingmenn sem treyst hefur verið fyrir þessu starfi sinni því vel þurfum við að fjölga aðstoðarmönnum. Þingmenn geta þá á móti lækkað laun sín til að sýna smá lit.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Aðeins þrjú þingmannafrumvörp af þeim 44 sem lögð hafa verið fram á fyrstu dögum nýs þings hafa ekki verið flutt áður en hin 41 eru endurflutt. Af þingsályktunartillögum sem fluttar eru af þingmönnum öðrum en ráðherrum hafa fjórar ekki verið fluttar áður en tuttugu eru endurfluttar. Flest eru málin endurflutt frá síðasta þingi en sum hafa verið flutt margoft áður án þess að hljóta afgreiðslu. Á síðasta löggjafarþingi voru lögð fram 130 þingmannafrumvörp og urðu níu þeirra að lögum. Alls komust 70 frumvörp ekki til umræðu og 48 komust til nefndar en voru ekki afgreidd þaðan. Þá var tveimur málum hafnað og eitt var kallað til baka. Þá voru á síðasta þingi lagðar fram 107 þingsályktunartillögur frá þingmönnum og voru sex þeirra afgreiddar. Tillögur sem komust ekki til umræðu voru 56 talsins, 43 komust til nefndar en voru ekki afgreiddar þaðan og tveimur var hafnað. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það ekkert skrýtið að mál séu endurflutt. Þingmenn vilji freista þess að koma góðum málum að. Aðalflöskuhálsinn sé hins vegar nefndirnar. „Þau mál sem þó komast á dagskrá og fara til nefndar komast mjög fá í gegnum nefndirnar. Við í stjórnarandstöðunni höfum lagt áherslu á það að mál komi inn í nefnd og fái þar afgreiðslu. Ef meirihlutinn er á móti þá felli hann bara málið. Hefðin er hins vegar sú að mál eru svæfð inni í nefndum,“ segir Oddný. Hún segir að þingmenn viti kannski að mál séu ekki að fara í gegn en samt sé mikilvægt að leggja þau fram til að lýsa vilja sínum. „Það er mikilvægt að fleiri mál komist til umræðu í þingsal til að nefndirnar geti fjallað um þau. Við hættum ekkert að leggja fram þingmál en reynum að finna leiðir til að vekja athygli á þeim þótt þau séu svæfð í nefnd eða komist ekki á dagskrá.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að það sé í raun skýr en óskrifuð regla að hlutverk þingmanna eigi ekki að vera að leggja fram þingmál, sem hann sé mjög ósammála. „Það fæst auðvitað eitt og eitt mál samþykkt sem skiptir máli. En í stóra samhenginu líta ráðherrar svo á að þungavigtarmálin séu algjörlega á þeirra forræði.“ Hann segir þá staðreynd að lítið hafi komið fram af nýjum málum á fyrstu dögum þingsins skiljanlega í ljósi þess hve illa gengur að koma þingmannamálum á dagskrá og fá þau samþykkt. Þar að auki þurfi að horfa til þess hvernig tíma þingmanna og starfsfólks þingflokkanna sé forgangsraðað. „Við höfum átt samtal um þessi þingmannamál. Nú erum við búin að vinna fullt af þingmálum og þau sem okkur finnst enn þá vera viðeigandi og áríðandi leggjum við aftur fram. Stefnan hjá okkur er sú að ef það kemur upp eitthvert mikilvægt mál í samfélaginu og við sjáum lausn með lagasetningu, þá forgangsröðum við tíma okkar í það.“ Jón Þór segir nauðsynlegt að efla þingið og vildi gjarnan sjá meiri aðstoð við þingmenn. „Í dag eru þingmenn með ígildi hálfs aðstoðarmanns. Ef við viljum að þeir þingmenn sem treyst hefur verið fyrir þessu starfi sinni því vel þurfum við að fjölga aðstoðarmönnum. Þingmenn geta þá á móti lækkað laun sín til að sýna smá lit.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira