Vilja stöðva fok á rusli Sveinn Arnarsson skrifar 14. september 2019 07:45 Kristinn Jónasson. Snæfellsbær hefur fyrst sveitarfélaga tekið áskorun Íslenska sjávarklasans og Bláa hersins um að koma í veg fyrir fok úr heimilissorptunnum. Sveitarfélagið mun í samvinnu við Gámaþjónustuna bjóða öllum íbúum upp á ókeypis festingar til að halda ruslatunnunum lokuðum. „Í þessari áskorun var bent á þá staðreynd að það gerist stundum að það komi vindur á Íslandi sem veldur því að það getur fokið upp úr ruslatunnunum hjá fólki. Við tókum bara þessari áskorun og finnst bara gott að fá þessa vakningu frá þeim,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Íbúar sveitarfélagsins geta nálgast ókeypis festingar hjá Gámaþjónustunni í Ólafsvík. Kristinn segir lausnina einfalda og þægilega en um er að ræða teygju auk festinga. „Það er einhver fjöldi hérna sem hefur þegar gert þetta en við erum bara að ýta undir að fleiri geri þetta.“ Kristinn segir að flestir í sveitarfélaginu hafi fengi sér festingar fyrir sjálfar tunnurnar svo þær fjúki ekki á haf út. „En það er ekki gott ef lokið fýkur upp og ruslið svo úr tunnunni. Við höfum séð það gerast þótt það sé ekkert í stórkostlegu magni.“ Bæjarstjórinn segist bjartsýnn á að sem flestir komi og sæki sér festingar. „Fólki hér er mjög umhugað um umhverfi sitt þannig að ég á von á mjög góðum viðtökum. Nú er að koma haust og fínt að fara í þetta en við viljum auðvitað gera allt til að fanga sorpið svo það fari þangað sem það á að fara. Þetta er einn liður í því.“ Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Snæfellsbær hefur fyrst sveitarfélaga tekið áskorun Íslenska sjávarklasans og Bláa hersins um að koma í veg fyrir fok úr heimilissorptunnum. Sveitarfélagið mun í samvinnu við Gámaþjónustuna bjóða öllum íbúum upp á ókeypis festingar til að halda ruslatunnunum lokuðum. „Í þessari áskorun var bent á þá staðreynd að það gerist stundum að það komi vindur á Íslandi sem veldur því að það getur fokið upp úr ruslatunnunum hjá fólki. Við tókum bara þessari áskorun og finnst bara gott að fá þessa vakningu frá þeim,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Íbúar sveitarfélagsins geta nálgast ókeypis festingar hjá Gámaþjónustunni í Ólafsvík. Kristinn segir lausnina einfalda og þægilega en um er að ræða teygju auk festinga. „Það er einhver fjöldi hérna sem hefur þegar gert þetta en við erum bara að ýta undir að fleiri geri þetta.“ Kristinn segir að flestir í sveitarfélaginu hafi fengi sér festingar fyrir sjálfar tunnurnar svo þær fjúki ekki á haf út. „En það er ekki gott ef lokið fýkur upp og ruslið svo úr tunnunni. Við höfum séð það gerast þótt það sé ekkert í stórkostlegu magni.“ Bæjarstjórinn segist bjartsýnn á að sem flestir komi og sæki sér festingar. „Fólki hér er mjög umhugað um umhverfi sitt þannig að ég á von á mjög góðum viðtökum. Nú er að koma haust og fínt að fara í þetta en við viljum auðvitað gera allt til að fanga sorpið svo það fari þangað sem það á að fara. Þetta er einn liður í því.“
Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira