Undirritunardagurinn kom og fór Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2019 18:23 Félagsmenn aðildarfélaga BRSB eru orðnir óþreyjufullir vegna kjaraviðræðna og vonir eru bundnar við fundi komandi viku. Samkomulag strandar ekki síst á ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar, sem fulltrúi ríkisins segir flókið úrlausnarefni en þó sé einhugur um að vilja stuðla að betri vinnustöðum. Alls hafa 153 kjarasamningar á opinbera markaðnum verið lausir síðan í lok mars en í sumar settu samningsaðilar sér markmið um að ná undiritun fyrir 15. september. Sá dagur rann upp í dag, en enn er langt á milli fólks að mati formanns BSRB. „Við lögðum upp með þessa dagsetningu því við vonuðum að eftir sumarfríið kæmum við full af orku til baka og myndum ná breyttri nálgun og landa þessu með öðrum hætti. Því miður þá er enn þó nokkuð langt á milli samningsaðila, til dæmis varðandi styttingu vinnuvikunnar sem er eitt af stóru málunum okkar. Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki búin að ná kjarasamningum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fundir næstu viku gætu skipt sköpum. „Félagsmenn aðildarfélaganna eru að ókyrrast enda er þetta mjög langur tími, samningar hafa verið lausir síðan 1. apríl, en við erum hins vegar ekki búin að taka neina ákvörðum um framhaldið,“ segir Sonja. „Við erum að horfa til þess að í næstu viku fáum við vonandi breytta nálgun af hálfu viðsemjenda og í lok vikunnar munum við taka samtal um það hvernig við leggjum upp í framhaldinu.“Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins.Vísir/FriðrikFlókið úrlausnarefni Formaður Samninganefndar ríkisins segir ríkan vilja í sínum röðum um að ná fram betri vinnutíma fyrir alla. Það sé þó í mörg horn að líta. „Þetta er dálítið flókið mál,“ segir Sverrir Jónsson. „Við erum að breyta vinnutíma yfir 20 þúsund starfsmanna á 150 stofnunum, hjá fólki sem er að sinna almenningi í viðkvæmustu stöðu; eins og á heilsugæslu, heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Við verðum því að vanda okkur, þetta tekur tíma en við erum áfram um að búa til betri vinnustaði þar sem fólki líður vel,“ segir Sverrir. Minna samflot hafi þó hægt á viðræðunum. „Við myndum vilja sjá meiri gang í málum, það gengur hægar en samninganefnd ríkissins hefði viljað sjá. Viðsemjendur hafa kostið að koma dálítið dreifðir til okkar, við virðum það en það hægir dálítið á ferlinu,“ segir Sverrir. „Við erum samt þeirrar skoðunar að undirbúningurinn og samtalið síðan í vor nýtist vel í þeirri textavinnu sem nú er að hefjast og vonandi ganga næstu vikur bara vel.“ Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Félagsmenn aðildarfélaga BRSB eru orðnir óþreyjufullir vegna kjaraviðræðna og vonir eru bundnar við fundi komandi viku. Samkomulag strandar ekki síst á ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar, sem fulltrúi ríkisins segir flókið úrlausnarefni en þó sé einhugur um að vilja stuðla að betri vinnustöðum. Alls hafa 153 kjarasamningar á opinbera markaðnum verið lausir síðan í lok mars en í sumar settu samningsaðilar sér markmið um að ná undiritun fyrir 15. september. Sá dagur rann upp í dag, en enn er langt á milli fólks að mati formanns BSRB. „Við lögðum upp með þessa dagsetningu því við vonuðum að eftir sumarfríið kæmum við full af orku til baka og myndum ná breyttri nálgun og landa þessu með öðrum hætti. Því miður þá er enn þó nokkuð langt á milli samningsaðila, til dæmis varðandi styttingu vinnuvikunnar sem er eitt af stóru málunum okkar. Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki búin að ná kjarasamningum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fundir næstu viku gætu skipt sköpum. „Félagsmenn aðildarfélaganna eru að ókyrrast enda er þetta mjög langur tími, samningar hafa verið lausir síðan 1. apríl, en við erum hins vegar ekki búin að taka neina ákvörðum um framhaldið,“ segir Sonja. „Við erum að horfa til þess að í næstu viku fáum við vonandi breytta nálgun af hálfu viðsemjenda og í lok vikunnar munum við taka samtal um það hvernig við leggjum upp í framhaldinu.“Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins.Vísir/FriðrikFlókið úrlausnarefni Formaður Samninganefndar ríkisins segir ríkan vilja í sínum röðum um að ná fram betri vinnutíma fyrir alla. Það sé þó í mörg horn að líta. „Þetta er dálítið flókið mál,“ segir Sverrir Jónsson. „Við erum að breyta vinnutíma yfir 20 þúsund starfsmanna á 150 stofnunum, hjá fólki sem er að sinna almenningi í viðkvæmustu stöðu; eins og á heilsugæslu, heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Við verðum því að vanda okkur, þetta tekur tíma en við erum áfram um að búa til betri vinnustaði þar sem fólki líður vel,“ segir Sverrir. Minna samflot hafi þó hægt á viðræðunum. „Við myndum vilja sjá meiri gang í málum, það gengur hægar en samninganefnd ríkissins hefði viljað sjá. Viðsemjendur hafa kostið að koma dálítið dreifðir til okkar, við virðum það en það hægir dálítið á ferlinu,“ segir Sverrir. „Við erum samt þeirrar skoðunar að undirbúningurinn og samtalið síðan í vor nýtist vel í þeirri textavinnu sem nú er að hefjast og vonandi ganga næstu vikur bara vel.“
Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10
Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00