Segja ærandi þögn frá menntamálaráðuneyti Ari Brynjólfsson skrifar 17. september 2019 06:15 Samkvæmt núverandi þjónustusamningi á Ríkisútvarpið að verja um tíund heildarútgjalda í efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Fréttablaðið/Pjetur Stjórnsýsla Samtök iðnaðarins (SI) bíða enn svara frá menntamálaráðuneytinu um mat ráðuneytisins á samningsskilmálum Ríkisútvarpsins vegna kaupa á sýningarefni frá sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum. Ríkisútvarpið breytti fyrir tveimur árum skilmálum í samningum við framleiðendur efnis um að í stað þess að kaupa sýningarrétt eignist RÚV hlut í þáttunum fyrir framlag sitt. Er það afstaða Ríkisútvarpsins að með þessu sé betur farið með almannafé, auk þess sé stofnuninni óheimilt að veita styrki. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag fyrir hönd innlendra framleiðenda og sendu upphaflega erindi til mennta- og menningarmálaráðuneytisins í ágúst í fyrra. Fulltrúar SI funduðu með ráðherra vegna málsins í mars síðastliðnum, síðan hafa engin svör borist. „Okkar gagnrýni á samningagerð RÚV við sjálfstæða kvikmyndaframleiðendur, og þá sérstaklega útfærsluna, stendur en við bíðum enn svara frá ráðuneytinu. Þrátt fyrir góðan hug ráðherra ríkir ærandi þögn,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI.Við efumst um að þetta samræmist upprunalegu markmiði ríkisins um að efla samstarf við sjálfstæða framleiðendur. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SIRáðuneytið og Ríkisútvarpið eru nú að semja um nýjan þjónustusamning við stofnunina sem tekur gildi um áramótin. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða engar stórvægilegar breytingar gerðar á samningnum, aðeins verður skerpt á orðalagi. Áfram verður gerð sú krafa að hluti útgjalda Ríkisútvarpsins renni til sjálfstæðra framleiðenda. Einnig að Ríkisútvarpið skuli styrkja og efla sjálfstæða sjónvarpsþátta-, kvikmynda- og heimildarmyndagerð með því að gerast kaupandi eða meðframleiðandi að slíku efni. Yfirlit yfir viðskipti RÚV við sjálfstæða framleiðendur á árunum 2016 og 2017 eru aðgengileg á vef Alþingis. Þar sést að í mörgum tilfellum er um að ræða þáttastjórnendur. RÚV neitar að afhenda tölur yfir árið 2018. „Þessi listi gefur að okkar mati tilefni til að skoða betur forsendur þjónustusamnings ríkisins við RÚV í ljósi þess að skilgreining RÚV á sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum er mun rýmri en almennt tíðkast,“ segir Sigríður. Nefnir hún sem dæmi að RÚV tilgreinir handritaráðgjöf, tækjaleigu, opinberar stofnanir og ýmsa verkþætti í framleiðslu sem hluta af þessum kaupum. RÚV skilgreinir sjálfstæðan framleiðanda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmaður eða framleiðandi efnis“. Er það afstaða RÚV að þessi skilgreining sé ekki óeðlileg. Samkvæmt reglugerð um Kvikmyndasjóð má finna skilgreininguna „sjálfstæður framleiðandi er fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi“. Telur Sigríður þetta orka tvímælis. „Við efumst um að þetta samræmist upprunalegu markmiði ríkisins um að efla samstarf við sjálfstæða framleiðendur.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Stjórnsýsla Samtök iðnaðarins (SI) bíða enn svara frá menntamálaráðuneytinu um mat ráðuneytisins á samningsskilmálum Ríkisútvarpsins vegna kaupa á sýningarefni frá sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum. Ríkisútvarpið breytti fyrir tveimur árum skilmálum í samningum við framleiðendur efnis um að í stað þess að kaupa sýningarrétt eignist RÚV hlut í þáttunum fyrir framlag sitt. Er það afstaða Ríkisútvarpsins að með þessu sé betur farið með almannafé, auk þess sé stofnuninni óheimilt að veita styrki. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag fyrir hönd innlendra framleiðenda og sendu upphaflega erindi til mennta- og menningarmálaráðuneytisins í ágúst í fyrra. Fulltrúar SI funduðu með ráðherra vegna málsins í mars síðastliðnum, síðan hafa engin svör borist. „Okkar gagnrýni á samningagerð RÚV við sjálfstæða kvikmyndaframleiðendur, og þá sérstaklega útfærsluna, stendur en við bíðum enn svara frá ráðuneytinu. Þrátt fyrir góðan hug ráðherra ríkir ærandi þögn,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI.Við efumst um að þetta samræmist upprunalegu markmiði ríkisins um að efla samstarf við sjálfstæða framleiðendur. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SIRáðuneytið og Ríkisútvarpið eru nú að semja um nýjan þjónustusamning við stofnunina sem tekur gildi um áramótin. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða engar stórvægilegar breytingar gerðar á samningnum, aðeins verður skerpt á orðalagi. Áfram verður gerð sú krafa að hluti útgjalda Ríkisútvarpsins renni til sjálfstæðra framleiðenda. Einnig að Ríkisútvarpið skuli styrkja og efla sjálfstæða sjónvarpsþátta-, kvikmynda- og heimildarmyndagerð með því að gerast kaupandi eða meðframleiðandi að slíku efni. Yfirlit yfir viðskipti RÚV við sjálfstæða framleiðendur á árunum 2016 og 2017 eru aðgengileg á vef Alþingis. Þar sést að í mörgum tilfellum er um að ræða þáttastjórnendur. RÚV neitar að afhenda tölur yfir árið 2018. „Þessi listi gefur að okkar mati tilefni til að skoða betur forsendur þjónustusamnings ríkisins við RÚV í ljósi þess að skilgreining RÚV á sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum er mun rýmri en almennt tíðkast,“ segir Sigríður. Nefnir hún sem dæmi að RÚV tilgreinir handritaráðgjöf, tækjaleigu, opinberar stofnanir og ýmsa verkþætti í framleiðslu sem hluta af þessum kaupum. RÚV skilgreinir sjálfstæðan framleiðanda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmaður eða framleiðandi efnis“. Er það afstaða RÚV að þessi skilgreining sé ekki óeðlileg. Samkvæmt reglugerð um Kvikmyndasjóð má finna skilgreininguna „sjálfstæður framleiðandi er fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi“. Telur Sigríður þetta orka tvímælis. „Við efumst um að þetta samræmist upprunalegu markmiði ríkisins um að efla samstarf við sjálfstæða framleiðendur.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira