Sinnir ekki lögbundnum skyldum vegna manneklu Sveinn Arnarsson skrifar 19. september 2019 07:48 Lagning nýrra raflína krefst umhverfismats. Hér sést raforkuflutningskerfi Landsnets við Hellisheiðarvirkjun í Hverahlíð. Fréttablaðið/GVA Landsnet bíður enn eftir því að Skipulagsstofnun skili áliti sínu vegna Hólasandslínu 3 en Landsnet, sem áformar uppbyggingu raforkukerfisins á þessu svæði, lagði inn skýrslu til Skipulagsstofnunar um verkefnið síðastliðið vor. Tafir Skipulagsstofnunar valda því að ekki er hægt að hefjast handa við að styrkja raforkukerfið og tengja Þeistareykjasvæðið við Eyjafjarðarsvæðið með öflugum hætti. Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri umhverfismats hjá Skipulagsstofnun, segir matið verða birt í dag. Matið hafi verið mikið að umfangi þar sem um stórt verkefni hafi verið að ræða. Einnig hafi verið mikið að gera hjá stofnuninni og mörg mál á hennar borði sem hafi valdið þessum töfum. „Við skiluðum inn matsskýrslu vegna Hólasandslínu 3 í lok mars 2019. Því eru um 24 vikur síðan eða næstum hálft ár. Samkvæmt lögum hefur Skipulagsstofnun fjórar vikur til að skila áliti. Fyrir okkur hjá Landsneti þýðir þetta óvissu með verkefnið, og leiðir til tafa og aukins kostnaðar,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. „Í raun er það þannig að við getum ekkert eða lítið gert fyrr en álitið liggur fyrir. Það er áhyggjuefni að okkar stærstu framkvæmdir eru allar háðar þessum ferlum og við stöndum frammi fyrir töfum eins og þessum.“ Markmið framkvæmdarinnar er að bæta orkunýtingu á landinu öllu og auka flutningsgetu á svæðinu. Með lagningu Hólasandslínu 3 er tryggður stöðugleiki flutningskerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi. Jakob segir það rétt að samkvæmt lögum þurfi að skila mati á umhverfisáhrifum á skemmri tíma. Hann segir að stofnunin geti ekki sinnt þessum lögbundnu skyldum sínum vegna manneklu þar sem mikið sé að gera hjá stofnuninni. Því þurfi að ráða fleira fólk með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. „Við höfum áður vakið athygli á mikilvægi þess að opinberir ferlar séu skilvirkir. Það á ekki síst við um verkefni eins og Hólasandslínu 3, sem fellur að stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, þar sem markmiðið er að engja lykilsvæði og tryggja afhendingaröryggi, en Eyjafjarðarsvæði er eitt af þremur svæðum sem stjórnvöld hafa sett í forgang að styrkja,“ bætir Steinunn við. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, sem er sameiginlegur vettvangur allra sveitarfélaga við Eyjafjörð um atvinnumál, lýsti á sameiginlegum fundi sínum í gær yfir áhyggjum sínum af þessari miklu töf sem hefur orðið. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Landsnet bíður enn eftir því að Skipulagsstofnun skili áliti sínu vegna Hólasandslínu 3 en Landsnet, sem áformar uppbyggingu raforkukerfisins á þessu svæði, lagði inn skýrslu til Skipulagsstofnunar um verkefnið síðastliðið vor. Tafir Skipulagsstofnunar valda því að ekki er hægt að hefjast handa við að styrkja raforkukerfið og tengja Þeistareykjasvæðið við Eyjafjarðarsvæðið með öflugum hætti. Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri umhverfismats hjá Skipulagsstofnun, segir matið verða birt í dag. Matið hafi verið mikið að umfangi þar sem um stórt verkefni hafi verið að ræða. Einnig hafi verið mikið að gera hjá stofnuninni og mörg mál á hennar borði sem hafi valdið þessum töfum. „Við skiluðum inn matsskýrslu vegna Hólasandslínu 3 í lok mars 2019. Því eru um 24 vikur síðan eða næstum hálft ár. Samkvæmt lögum hefur Skipulagsstofnun fjórar vikur til að skila áliti. Fyrir okkur hjá Landsneti þýðir þetta óvissu með verkefnið, og leiðir til tafa og aukins kostnaðar,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. „Í raun er það þannig að við getum ekkert eða lítið gert fyrr en álitið liggur fyrir. Það er áhyggjuefni að okkar stærstu framkvæmdir eru allar háðar þessum ferlum og við stöndum frammi fyrir töfum eins og þessum.“ Markmið framkvæmdarinnar er að bæta orkunýtingu á landinu öllu og auka flutningsgetu á svæðinu. Með lagningu Hólasandslínu 3 er tryggður stöðugleiki flutningskerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi. Jakob segir það rétt að samkvæmt lögum þurfi að skila mati á umhverfisáhrifum á skemmri tíma. Hann segir að stofnunin geti ekki sinnt þessum lögbundnu skyldum sínum vegna manneklu þar sem mikið sé að gera hjá stofnuninni. Því þurfi að ráða fleira fólk með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. „Við höfum áður vakið athygli á mikilvægi þess að opinberir ferlar séu skilvirkir. Það á ekki síst við um verkefni eins og Hólasandslínu 3, sem fellur að stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, þar sem markmiðið er að engja lykilsvæði og tryggja afhendingaröryggi, en Eyjafjarðarsvæði er eitt af þremur svæðum sem stjórnvöld hafa sett í forgang að styrkja,“ bætir Steinunn við. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, sem er sameiginlegur vettvangur allra sveitarfélaga við Eyjafjörð um atvinnumál, lýsti á sameiginlegum fundi sínum í gær yfir áhyggjum sínum af þessari miklu töf sem hefur orðið.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira