Fyrstu lokatölur úr laxveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 19. september 2019 08:31 Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum eru komnar í hús og í nokkrum tilfellum sýna þær svart á hvítu hversu erfitt þetta sumar var í sumum ánum. Vesturlandið átti sérstaklega undir högg að sækja þar sem þurrkar gerðu árnar svo vatnslitlar að líklega hefur aldrei verið jafn lítið vatn í ánum. Þegar loksins fór að rigna áttu nokkrar ár mjög góða spretti og má þar til að mynda nefna Laxá í Dölum og Langá á Mýrum en í Langá til að mynda veiddust jafn margir laxar fyrstu tvær vikurnar í september eins og fyrstu tvo mánuðina í sumar þegar veiði hófst. Það vantar tölu úr Laxá í Dölum inná listann en fréttir þaðan síðustu viku eru almennt góðar þó svo að áin sé líklega komin á flot eftir rigningu síðustu fjóra daga. Lokatölur eru komnar úr Norðurá sem er með 577 laxa sem er lélegasta veiði í ánni frá 1974 og það er nokkuð ljóst að það þarf að grípa til aðgerða í ánni því það var afskaplega lítið af laxi í henni. Lokatalan úr Elliðaánum er 537 laxar en frá árinu 2000 hafa fjögur ár verið lakari. Skjálfandafljót endaði í 330 löxum sem er 80 löxum betri veiði en í fyrra en hún hefði getað farið hærra hefði hún verið betur seld því það var eftir því sem við höfum heyrt gott magn af laxi í henni eins og flestum ám í þessum landshluta. Búðardalsá lokar með 98 löxum eða 233 undir veiðinni í fyrra og svo eru það Straumarnir með 56 laxa lokatölu sem er líklega án efa eitt lélegasta sumar þar fyrr og síðar og endurspeglar slaka veiði í Norðurá. Það er ennþá veitt í rétt tæpa átta daga en lengur í hafbeitaránum svo lokatölur þaðan eru ekki væntanlegar fyrr en í lok október. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Fækkun stangardaga hjá SVFR á Bíldsfelli Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Ástandið í Soginu mjög alvarlegt Veiði
Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum eru komnar í hús og í nokkrum tilfellum sýna þær svart á hvítu hversu erfitt þetta sumar var í sumum ánum. Vesturlandið átti sérstaklega undir högg að sækja þar sem þurrkar gerðu árnar svo vatnslitlar að líklega hefur aldrei verið jafn lítið vatn í ánum. Þegar loksins fór að rigna áttu nokkrar ár mjög góða spretti og má þar til að mynda nefna Laxá í Dölum og Langá á Mýrum en í Langá til að mynda veiddust jafn margir laxar fyrstu tvær vikurnar í september eins og fyrstu tvo mánuðina í sumar þegar veiði hófst. Það vantar tölu úr Laxá í Dölum inná listann en fréttir þaðan síðustu viku eru almennt góðar þó svo að áin sé líklega komin á flot eftir rigningu síðustu fjóra daga. Lokatölur eru komnar úr Norðurá sem er með 577 laxa sem er lélegasta veiði í ánni frá 1974 og það er nokkuð ljóst að það þarf að grípa til aðgerða í ánni því það var afskaplega lítið af laxi í henni. Lokatalan úr Elliðaánum er 537 laxar en frá árinu 2000 hafa fjögur ár verið lakari. Skjálfandafljót endaði í 330 löxum sem er 80 löxum betri veiði en í fyrra en hún hefði getað farið hærra hefði hún verið betur seld því það var eftir því sem við höfum heyrt gott magn af laxi í henni eins og flestum ám í þessum landshluta. Búðardalsá lokar með 98 löxum eða 233 undir veiðinni í fyrra og svo eru það Straumarnir með 56 laxa lokatölu sem er líklega án efa eitt lélegasta sumar þar fyrr og síðar og endurspeglar slaka veiði í Norðurá. Það er ennþá veitt í rétt tæpa átta daga en lengur í hafbeitaránum svo lokatölur þaðan eru ekki væntanlegar fyrr en í lok október. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Fækkun stangardaga hjá SVFR á Bíldsfelli Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Ástandið í Soginu mjög alvarlegt Veiði