Ætla að þrefalda framleiðslu á plöntum til nýskógræktar Sveinn Arnarsson skrifar 2. september 2019 06:15 Mikilvægt er að stöðva losun kolefnis með endurheimt jarðvegs og auka skógrækt til að binda kolefni. Á Íslandi hafa um þrjár milljónir skógarplantna verið framleiddar árlega eftir bankahrunið árið 2008. Framleiðslan jókst hins vegar lítillega á síðasta ári og nú er stefnt að því að um fjórar milljónir plantna verði framleiddar á þessu ári til nýskógræktar. Nýskógrækt fór ekki varhluta af efnahagshruninu í lok árs 2008 því að eftir hrun minnkuðu framlög til málaflokksins um helming. Fjármagnið hefur ekki hækkað að því marki að ná fyrra horfi. Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar, segir mikilvægt að gróðursetja fleiri plöntur og að stefnan sé að þrefalda núverandi framleiðslu skógarplantna til nýskógræktar.Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar.Í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar segir að ráðist verði í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt til að vinna sérstaklega að markmiði um kolefnishlutleysi. Þar muni um fjórum milljörðum króna varið til þess á fimm árum. Pétur segir mikilvægt að hugsa um fleiri tegundir en birki því íslenska birkið bindi ekki kolefni eins vel og önnur tré. „Birki bindur mjög lítið kolefni. Við getum gert ráð fyrir um þremur tonnum á hektara á ári í samfelldum birkiskógi sem kominn er í góðan vöxt. Allt að sjöfalt meiri birkiskóg þarf að rækta til að ná sömu bindingu og næst með ræktun gjöfulli tegunda eins og alaskaaspar, sitkagrenis, stafafuru og lerkis,“ segir Pétur. „Skógræktin heldur sig við þá stefnu sem sett var fram á síðasta ári og hlaut brautargengi í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar, að árleg gróðursetning verði fjórfölduð í áföngum fram til ársins 2023. Þá verði með öðrum orðum gróðursettar árlega um tólf milljónir skógarplantna.“ Pétur segir mikilvægt að framleiða og gróðursetja vel á næstu árum til að ná markmiðum stjórnvalda. „Í áherslum Skógræktarinnar hefur verið lögð til sú stefna að Íslendingar bindi um miðja öldina um fjórðung af þeirri losun sem þjóðin þarf nú að taka ábyrgð á samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Það þýðir bindingu upp á eina milljón tonna koltvísýrings á ári um miðja þessa öld. Ef farið verður eftir þeim tillögum sem Skógræktin hefur lagt fram um fjórföldun nýskógræktar næst þetta markmið.“ Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Á Íslandi hafa um þrjár milljónir skógarplantna verið framleiddar árlega eftir bankahrunið árið 2008. Framleiðslan jókst hins vegar lítillega á síðasta ári og nú er stefnt að því að um fjórar milljónir plantna verði framleiddar á þessu ári til nýskógræktar. Nýskógrækt fór ekki varhluta af efnahagshruninu í lok árs 2008 því að eftir hrun minnkuðu framlög til málaflokksins um helming. Fjármagnið hefur ekki hækkað að því marki að ná fyrra horfi. Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar, segir mikilvægt að gróðursetja fleiri plöntur og að stefnan sé að þrefalda núverandi framleiðslu skógarplantna til nýskógræktar.Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar.Í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar segir að ráðist verði í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt til að vinna sérstaklega að markmiði um kolefnishlutleysi. Þar muni um fjórum milljörðum króna varið til þess á fimm árum. Pétur segir mikilvægt að hugsa um fleiri tegundir en birki því íslenska birkið bindi ekki kolefni eins vel og önnur tré. „Birki bindur mjög lítið kolefni. Við getum gert ráð fyrir um þremur tonnum á hektara á ári í samfelldum birkiskógi sem kominn er í góðan vöxt. Allt að sjöfalt meiri birkiskóg þarf að rækta til að ná sömu bindingu og næst með ræktun gjöfulli tegunda eins og alaskaaspar, sitkagrenis, stafafuru og lerkis,“ segir Pétur. „Skógræktin heldur sig við þá stefnu sem sett var fram á síðasta ári og hlaut brautargengi í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar, að árleg gróðursetning verði fjórfölduð í áföngum fram til ársins 2023. Þá verði með öðrum orðum gróðursettar árlega um tólf milljónir skógarplantna.“ Pétur segir mikilvægt að framleiða og gróðursetja vel á næstu árum til að ná markmiðum stjórnvalda. „Í áherslum Skógræktarinnar hefur verið lögð til sú stefna að Íslendingar bindi um miðja öldina um fjórðung af þeirri losun sem þjóðin þarf nú að taka ábyrgð á samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Það þýðir bindingu upp á eina milljón tonna koltvísýrings á ári um miðja þessa öld. Ef farið verður eftir þeim tillögum sem Skógræktin hefur lagt fram um fjórföldun nýskógræktar næst þetta markmið.“
Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira