Spænsku stórliðin gætu sótt sér stjörnuleikmenn á lokadegi gluggans á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2019 07:00 Paul Pogba og Neymar á góðri stundu. Getty/Alexander Hassenstein Paul Pogba, Neymar og Christian Eriksen hafa allir verið orðaðir við spænsk félög í allt sumar og í dag er síðasti möguleikinn fyrir spænsku stórliðin að sækja þessa stórstjörnur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni lokaði fyrir fyrsta leik en fjórða umferðin kláraðist um helgina. Glugginn hjá restinni af Evrópu lokar aftur á móti ekki fyrr en í dag. Það er því ekki útilokað að lið eins og Barcelona eða Real Madrid styrki sem með einhverjum stórstjörnum en bæði lið hafa verið að hiksta í upphafi leiktíðar.Could it be a busy Monday? The #LaLiga deadline day deals to look out for https://t.co/8WEkbwBXHPpic.twitter.com/SGae7BQ8Ln — BBC Sport (@BBCSport) September 1, 2019Stærsta saga síðustu vikna hefur verið óvissan með framtíð Neymar hjá Paris Saint Germain og fréttir af allskonar tilboðum Barcelona til að endurheimta Brasilíumanninn. Neymar vill fara aftur til Barcelona og Barcelona vill fá hann. PSG keypti hann hins vegar á sínum tíma fyrir fáránlega háa upphæð og ætlar ekki að gefa mikinn afslátt. Barcelona hefur verið að bjóða mikinn pening og leikmenn með í kaupunum en samningar hafa enn ekki náðst. Glugginn lokar klukkan 22.00 að íslenskum tíma og eflaust verða frekari hræringar í dag. Önnur saga sumarsins snýr að Paul Pogba hjá Manchester United og miklum áhuga Zinedine Zidane að fá hann til Real Madrid. Zidane ýjaði að því um helgina að það væri enn möguleiki á einni eða tveimur bombum hjá Real Madrid í dag en félagið hefur þegar eytt miklum peningi í sumarglugganum. Það kemur líka til greina hjá Real Madrid að kaupa Christian Eriksen frá Tottenham eða Donny van de Beek frá Ajax. Miðjumennirnir Mateo Kovacic (til Chelsea), Dani Ceballos (Arsenal) og Marcos Llorente (Atletico Madrid) eru ekki lengur með liðinu og þá er Luka Modric orðinn 34 ára gamall. Zidane veit því að hann þarf að styrkja miðju liðsins. Atletico Madrid og Sevilla hafa bæði byrjar spænsku deildina betur en Real Madrid og Barcelona og það er búist við því að þau gætu bæði styrkt sig framarlega á vellinum. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Sjá meira
Paul Pogba, Neymar og Christian Eriksen hafa allir verið orðaðir við spænsk félög í allt sumar og í dag er síðasti möguleikinn fyrir spænsku stórliðin að sækja þessa stórstjörnur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni lokaði fyrir fyrsta leik en fjórða umferðin kláraðist um helgina. Glugginn hjá restinni af Evrópu lokar aftur á móti ekki fyrr en í dag. Það er því ekki útilokað að lið eins og Barcelona eða Real Madrid styrki sem með einhverjum stórstjörnum en bæði lið hafa verið að hiksta í upphafi leiktíðar.Could it be a busy Monday? The #LaLiga deadline day deals to look out for https://t.co/8WEkbwBXHPpic.twitter.com/SGae7BQ8Ln — BBC Sport (@BBCSport) September 1, 2019Stærsta saga síðustu vikna hefur verið óvissan með framtíð Neymar hjá Paris Saint Germain og fréttir af allskonar tilboðum Barcelona til að endurheimta Brasilíumanninn. Neymar vill fara aftur til Barcelona og Barcelona vill fá hann. PSG keypti hann hins vegar á sínum tíma fyrir fáránlega háa upphæð og ætlar ekki að gefa mikinn afslátt. Barcelona hefur verið að bjóða mikinn pening og leikmenn með í kaupunum en samningar hafa enn ekki náðst. Glugginn lokar klukkan 22.00 að íslenskum tíma og eflaust verða frekari hræringar í dag. Önnur saga sumarsins snýr að Paul Pogba hjá Manchester United og miklum áhuga Zinedine Zidane að fá hann til Real Madrid. Zidane ýjaði að því um helgina að það væri enn möguleiki á einni eða tveimur bombum hjá Real Madrid í dag en félagið hefur þegar eytt miklum peningi í sumarglugganum. Það kemur líka til greina hjá Real Madrid að kaupa Christian Eriksen frá Tottenham eða Donny van de Beek frá Ajax. Miðjumennirnir Mateo Kovacic (til Chelsea), Dani Ceballos (Arsenal) og Marcos Llorente (Atletico Madrid) eru ekki lengur með liðinu og þá er Luka Modric orðinn 34 ára gamall. Zidane veit því að hann þarf að styrkja miðju liðsins. Atletico Madrid og Sevilla hafa bæði byrjar spænsku deildina betur en Real Madrid og Barcelona og það er búist við því að þau gætu bæði styrkt sig framarlega á vellinum.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Sjá meira