Tími stóru hænganna í Nesi Karl Lúðvíksson skrifar 2. september 2019 11:00 Jóhann og 101 sm laxinn sem hann veidii í gær á Skriðuflúð. Mynd: Laxá Nesi FB Það er óhætt að fullyrða að fá veiðisvæði á landinu gefa líklega jafn marga stórlaxa og hið margrómaða svæði Nes í Laxá. Heildarfjöldi stórlaxa yfir 100 sm er líklega eftir okkar bestu vitund hvergi hærri en þarna og það er nákvæmlega ástæða þess að jafn mikið er sótt í svæðið eins og raun ber vitni. Hver einasti veiðimaður á sér líklega þann draum að fara yfir 100 sm sem var gamla 20 punda markið og þeir sem taka einn slíkan á svæði eins og Nesi gleyma því aldrei. Fjöldi 100 sm laxa hjá þeim þetta sumarið er að nálgast þriðja tug eftir okkar heimildum og september er sá tími sem gjarnan gefur flesta af þessum stórlöxum. Í veiðihúsinu er gjarnan haldin athöfn þegar svona stórlöxum er landað og það var ekki brugðið af þeirri skemmtilegu hefð þegar Jóhann Freyr Guðmundsson landaði 101 sm laxi í Skriðuflúð í gær. Laxarnir í Nesi sem ná þessari lengd eru undantekningalaust yfir 20 pund því fyrir utan það að vera langir eru þetta þykkir laxar og það er ansi þungt í þeim. Við óskum Jóhanni til lukku með þennan glæsilega lax sem eins og allir stórlaxar á Nesi var sleppt að lokinni viðureign. Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði
Það er óhætt að fullyrða að fá veiðisvæði á landinu gefa líklega jafn marga stórlaxa og hið margrómaða svæði Nes í Laxá. Heildarfjöldi stórlaxa yfir 100 sm er líklega eftir okkar bestu vitund hvergi hærri en þarna og það er nákvæmlega ástæða þess að jafn mikið er sótt í svæðið eins og raun ber vitni. Hver einasti veiðimaður á sér líklega þann draum að fara yfir 100 sm sem var gamla 20 punda markið og þeir sem taka einn slíkan á svæði eins og Nesi gleyma því aldrei. Fjöldi 100 sm laxa hjá þeim þetta sumarið er að nálgast þriðja tug eftir okkar heimildum og september er sá tími sem gjarnan gefur flesta af þessum stórlöxum. Í veiðihúsinu er gjarnan haldin athöfn þegar svona stórlöxum er landað og það var ekki brugðið af þeirri skemmtilegu hefð þegar Jóhann Freyr Guðmundsson landaði 101 sm laxi í Skriðuflúð í gær. Laxarnir í Nesi sem ná þessari lengd eru undantekningalaust yfir 20 pund því fyrir utan það að vera langir eru þetta þykkir laxar og það er ansi þungt í þeim. Við óskum Jóhanni til lukku með þennan glæsilega lax sem eins og allir stórlaxar á Nesi var sleppt að lokinni viðureign.
Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði