Erlendir söluaðilar horfa bjartsýnir til vetrar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. september 2019 14:12 Erlendir aðilar sem selja ferðir til Íslands segja bókunarstöðu ársins betri en á sama tíma fyrir ári auk þess sem þeir eru bjartsýnni á stöðuna fyrir komandi vetri. Vísir/Vilhelm Viðhorfskönnun sem Íslandsstofa lagði fyrir erlenda söluaðila í sumar sýnir að þeir séu bjartsýnir á veturinn, meðmælatryggð erlendra söluaðila gagnvart Íslandi hefur aukist frá síðustu könnun og gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hefur takmörkuð áhrif á fyrirtækin. Erlendir aðilar sem selja ferðir til Íslands segja bókunarstöðu ársins betri en á sama tíma fyrir ári auk þess sem þeir eru bjartsýnni á stöðuna fyrir komandi vetri. Í könnuninni kemur fram að 74% þeirra vænta svipaðrar eða betri bókunarstöðu en það eru 17% fleiri en þegar sambærileg könnun var framkvæmd fyrir tveimur árum síðan. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður áfangastaðarins hjá Íslandsstofu segir að þetta sé gott veganesti inn í vetrartímabilið. Við teljum að þetta sé jákvætt innlegg en þetta er auðvitað bara ein kaka af stóru myndinni í ferðaþjónustunni.Skorum hátt vegna vinsælda og öryggis Meðmælatryggð erlendra söluaðila mælist góð gagnvart Íslandi sem áfangastað eða 54 stig. „Það sem er áhugavert er það að meðmælatryggðin okkar er ávallt mjög há og telst 54 stig eins og kallað er, en 50 stig eða hærra telst vera mjög gott og það skiptir líka miklu máli þegar við horfum á þá samkeppni sem við erum í og þá stöðu sem Ísland hefur skapað sér sem áfangastað,“ segir Inga Hlín. Fólki fannst þó verðlagið á Íslandi of hátt. Mesta neikvæðnin beindist að verðlaginu. Hlutfallslega voru þó færri sem nefndu verðlag sem neikvæðan þátt en í fyrri könnunum. Í þessari könnun var hlutfallið 77% á móti 89 prósentum fyrir tveimur árum. „Já, verðlagið kemur fram sem neikvæður þáttur gagnvart Íslandi og þróun ferðaþjónustunnar en síðan er öryggi og vinsældir áfangastaðarins þeir þættir sem fólk lítur afar jákvæðum augum,“ segir Inga Hlín. Kom á óvart að gjaldþrot WOW hefði takmörkuð áhrif á fyrirtækin Samkvæmt svörum erlendra söluaðila í könnuninni má sjá að gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hafði takmörkuð áhrif á fyrirtæki þeirra. Þannig sögðu 47% að gjaldþrotið hefði alls engin áhrif og 29% sögðu að áhrifin væru lítil á fyrirtækin. Þess ber þó að geta að svörin voru mismunandi á milli markaðssvæða. Mest voru áhrifin í Bretlandi og Suður Evrópu og minnst á Norðurlöndunum og Norður Ameríku. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. 27. ágúst 2019 20:57 Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. 26. ágúst 2019 15:06 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Viðhorfskönnun sem Íslandsstofa lagði fyrir erlenda söluaðila í sumar sýnir að þeir séu bjartsýnir á veturinn, meðmælatryggð erlendra söluaðila gagnvart Íslandi hefur aukist frá síðustu könnun og gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hefur takmörkuð áhrif á fyrirtækin. Erlendir aðilar sem selja ferðir til Íslands segja bókunarstöðu ársins betri en á sama tíma fyrir ári auk þess sem þeir eru bjartsýnni á stöðuna fyrir komandi vetri. Í könnuninni kemur fram að 74% þeirra vænta svipaðrar eða betri bókunarstöðu en það eru 17% fleiri en þegar sambærileg könnun var framkvæmd fyrir tveimur árum síðan. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður áfangastaðarins hjá Íslandsstofu segir að þetta sé gott veganesti inn í vetrartímabilið. Við teljum að þetta sé jákvætt innlegg en þetta er auðvitað bara ein kaka af stóru myndinni í ferðaþjónustunni.Skorum hátt vegna vinsælda og öryggis Meðmælatryggð erlendra söluaðila mælist góð gagnvart Íslandi sem áfangastað eða 54 stig. „Það sem er áhugavert er það að meðmælatryggðin okkar er ávallt mjög há og telst 54 stig eins og kallað er, en 50 stig eða hærra telst vera mjög gott og það skiptir líka miklu máli þegar við horfum á þá samkeppni sem við erum í og þá stöðu sem Ísland hefur skapað sér sem áfangastað,“ segir Inga Hlín. Fólki fannst þó verðlagið á Íslandi of hátt. Mesta neikvæðnin beindist að verðlaginu. Hlutfallslega voru þó færri sem nefndu verðlag sem neikvæðan þátt en í fyrri könnunum. Í þessari könnun var hlutfallið 77% á móti 89 prósentum fyrir tveimur árum. „Já, verðlagið kemur fram sem neikvæður þáttur gagnvart Íslandi og þróun ferðaþjónustunnar en síðan er öryggi og vinsældir áfangastaðarins þeir þættir sem fólk lítur afar jákvæðum augum,“ segir Inga Hlín. Kom á óvart að gjaldþrot WOW hefði takmörkuð áhrif á fyrirtækin Samkvæmt svörum erlendra söluaðila í könnuninni má sjá að gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hafði takmörkuð áhrif á fyrirtæki þeirra. Þannig sögðu 47% að gjaldþrotið hefði alls engin áhrif og 29% sögðu að áhrifin væru lítil á fyrirtækin. Þess ber þó að geta að svörin voru mismunandi á milli markaðssvæða. Mest voru áhrifin í Bretlandi og Suður Evrópu og minnst á Norðurlöndunum og Norður Ameríku.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. 27. ágúst 2019 20:57 Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. 26. ágúst 2019 15:06 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46
Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. 27. ágúst 2019 20:57
Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. 26. ágúst 2019 15:06