Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2019 08:42 Maðkveiði hófst í Ytri Rangá í gær. Maðkveiði hófst í Ytri Rangá í gær en áinn hefur frá opnun í sumar eingöngu verið veidd á flugu. Fyrstu fréttir af fyrstu vakt í þessu holli eru ágætar en ekki við öðru að búast en að veiðin taki kipp eins og venjulega í Ytri Rangá þegar maðkveiði byrjar. Hollið var komið með 44 laxa á fyrstu vakt á 18 stangir sem er ágæt veiði en ekki í samanburði við maðkopnanir undanfarin ár. Þetta sýnir eins og heildarveiðitölur að það er bara mun minna af laxi í ánni en síðustu ár. Mesta veiðin var á svæði þrjú enda hefur verið mikið af laxi þar í sumar en mun minna hefur verið að veiðast á þekktum stöðum eins og Djúpós og Stallmýrarfljóti svo dæmi séu tekin. Veiðin tekur alltaf þennan kipp þegar maðkurinn fer niður en það hægist síðan á henni aftur og hún heldur síðan yfirleitt nokkuð jafnri veiði út september en október getur oft verið nokkuð erfiður sérstaklega ef það er kalt. Mest lesið Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Beituveiðimenn staðnir að verki á Þingvöllum Veiði
Maðkveiði hófst í Ytri Rangá í gær en áinn hefur frá opnun í sumar eingöngu verið veidd á flugu. Fyrstu fréttir af fyrstu vakt í þessu holli eru ágætar en ekki við öðru að búast en að veiðin taki kipp eins og venjulega í Ytri Rangá þegar maðkveiði byrjar. Hollið var komið með 44 laxa á fyrstu vakt á 18 stangir sem er ágæt veiði en ekki í samanburði við maðkopnanir undanfarin ár. Þetta sýnir eins og heildarveiðitölur að það er bara mun minna af laxi í ánni en síðustu ár. Mesta veiðin var á svæði þrjú enda hefur verið mikið af laxi þar í sumar en mun minna hefur verið að veiðast á þekktum stöðum eins og Djúpós og Stallmýrarfljóti svo dæmi séu tekin. Veiðin tekur alltaf þennan kipp þegar maðkurinn fer niður en það hægist síðan á henni aftur og hún heldur síðan yfirleitt nokkuð jafnri veiði út september en október getur oft verið nokkuð erfiður sérstaklega ef það er kalt.
Mest lesið Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Beituveiðimenn staðnir að verki á Þingvöllum Veiði