Sextíu heimilislausir bíða úrræða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. september 2019 12:30 Efnt hefur verið til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. Aðstandendur Minningarsjóðs Þorbjörn Hauks, sem nefnist Öruggt skjól, hafa efnt til þöguls samstöðufundar fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur klukkan þrjú í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Þorbjörn lést í gistiskýlinu við Lindargötu í október í fyrra. Hann þróaði með sér alkóhólisma fyrir um þrjátíu árum eftir að hafa lent í mótorhjólaslysi og hafði búið á götunni um langa hríð. Guðrún Hauksdóttir Schmidt, móðir Þorbjörns stofnaði sjóðinn. Markmiðið er að ná um þrjú hundruð manns á fundinn, eða jafn stórum hóp og er á götunni í dag.Þorbjörn Haukur og móðir hans Guðrún Hauksdóttir Schmidt. Haukur lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra.„Fólkið sem býr á götunni hefur aldrei haft neina rödd. Þannig að við stóðum upp og við ætlum að vera rödd þeirra," segir Guðrún. Hún telur yfirvöld hafa verið aðgerðarlaus of lengi. „Þau hafa verið allt of róleg í tíðinni. Það er fyrst núna sem eitthvað er að gerast. Og ég held að Öruggt skjól eigi þátt í því, ásamt öðrum hópum sem eru að starfa að sömu málefnum," segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heildarfjölda þeirra sem eiga við mikinn vanda að stríða og þurfa fjölþætta þjónustu telja um þrjú hundruð manns. Flestir séu hins vegar með einhverns konar þak yfir höfuðið, ýmist á vegum borgarinnar eða ríkisins „En við erum með sextíu einstaklinga sem eru á bið eftir húsnæði hjá okkur, fyrir fólk sem er heimilislaust og með miklar þjónustuþarfir," segir Heiða.Erfitt að finna lóðir fyrir smáhýsi Reykjavíkurborg hefur unnið að því að fjölga plássum í neyðarskýlum. Í lok september verður opnað nýtt skýli fyrir unga fíkniefnaneytendur þar sem fimmtán pláss verða. Undanfarin ár hafa heimilislausir leitað á tjaldsvæðið í Laugardal og segir Heiða að sá kostur verði í boði í vetur og ekki á að vísa neinum þaðan. Markmiðið er hins vegar að koma upp varanlegri úrræðum. Í lok október verður opnað húsnæði fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknivanda. Erfiðlega gengur hins vegar að finna lóðir fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa. „Við erum búin að fá átta smáhýsi sem bíða eftir því að vera sett niður á lóðir. Það hefur reynst okkur erfiðlega að finna lóðir sem sótt er um og ég eiginlega biðla svolítið til Reykvíkinga um að sýna því skilning að við þurfum að finna þessum húsum lóðir í okkar umhverfi. Þetta eru einstaklingar sem búa í Reykjavík, eru Reykvíkingar, og vantar bara heimili. Og við hljótum að geta unnið að því saman að finna lóðir fyrir þessi hús," segir Heiða Björg. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. Aðstandendur Minningarsjóðs Þorbjörn Hauks, sem nefnist Öruggt skjól, hafa efnt til þöguls samstöðufundar fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur klukkan þrjú í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Þorbjörn lést í gistiskýlinu við Lindargötu í október í fyrra. Hann þróaði með sér alkóhólisma fyrir um þrjátíu árum eftir að hafa lent í mótorhjólaslysi og hafði búið á götunni um langa hríð. Guðrún Hauksdóttir Schmidt, móðir Þorbjörns stofnaði sjóðinn. Markmiðið er að ná um þrjú hundruð manns á fundinn, eða jafn stórum hóp og er á götunni í dag.Þorbjörn Haukur og móðir hans Guðrún Hauksdóttir Schmidt. Haukur lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra.„Fólkið sem býr á götunni hefur aldrei haft neina rödd. Þannig að við stóðum upp og við ætlum að vera rödd þeirra," segir Guðrún. Hún telur yfirvöld hafa verið aðgerðarlaus of lengi. „Þau hafa verið allt of róleg í tíðinni. Það er fyrst núna sem eitthvað er að gerast. Og ég held að Öruggt skjól eigi þátt í því, ásamt öðrum hópum sem eru að starfa að sömu málefnum," segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heildarfjölda þeirra sem eiga við mikinn vanda að stríða og þurfa fjölþætta þjónustu telja um þrjú hundruð manns. Flestir séu hins vegar með einhverns konar þak yfir höfuðið, ýmist á vegum borgarinnar eða ríkisins „En við erum með sextíu einstaklinga sem eru á bið eftir húsnæði hjá okkur, fyrir fólk sem er heimilislaust og með miklar þjónustuþarfir," segir Heiða.Erfitt að finna lóðir fyrir smáhýsi Reykjavíkurborg hefur unnið að því að fjölga plássum í neyðarskýlum. Í lok september verður opnað nýtt skýli fyrir unga fíkniefnaneytendur þar sem fimmtán pláss verða. Undanfarin ár hafa heimilislausir leitað á tjaldsvæðið í Laugardal og segir Heiða að sá kostur verði í boði í vetur og ekki á að vísa neinum þaðan. Markmiðið er hins vegar að koma upp varanlegri úrræðum. Í lok október verður opnað húsnæði fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknivanda. Erfiðlega gengur hins vegar að finna lóðir fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa. „Við erum búin að fá átta smáhýsi sem bíða eftir því að vera sett niður á lóðir. Það hefur reynst okkur erfiðlega að finna lóðir sem sótt er um og ég eiginlega biðla svolítið til Reykvíkinga um að sýna því skilning að við þurfum að finna þessum húsum lóðir í okkar umhverfi. Þetta eru einstaklingar sem búa í Reykjavík, eru Reykvíkingar, og vantar bara heimili. Og við hljótum að geta unnið að því saman að finna lóðir fyrir þessi hús," segir Heiða Björg.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira