Furðulegar og strangar reglur sem keppendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2019 15:30 Það er ekkert grín að taka þátt. Furðulegar og strangar reglur sem keppendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir Þættirnir The Bachelorette, The Bachelor og Bachelor in Paradise eru allir mjög vinsælar raunveruleikaþáttaraðir. Þættirnir hafa verið í framleiðslu hjá ABC í Bandaríkjunum í mörg ár. Til að taka þátt verða allir keppendur að samþykkja að fara eftir mjög ströngum reglum en á YouTube-síðunni The Talko er farið ítarlega yfir þær reglur sem þátttakendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir á meðan tökum stendur. - Þættirnir eru teknir upp nokkrum mánuðum áður en þeir fara í loftið og því þurfa allir sem koma að þáttunum að halda allri atburðarrás leyndri. Ef einhver verður uppvís af því að kjafta frá því sem gerist í upptökunum gæti sá aðili þurft að borga 5 milljónir dollara í sekt. - Keppendur mega aðeins drekka tvo áfenga drykki á hverri klukkustund til að koma í veg fyrir of mikla ölvun. - Keppendur þurf að borða á ákveðnum tímum og mega ekki nærast þegar verið er að taka upp. Smjatt fer ekki vel í áhorfendur sem vilja frekar hlusta á samtöl á milli fólks. Það er ástæðan fyrir því að keppendur borða aldrei á stefnumótum í þáttunum. - Ef þú tekur þátt er ekki leyfilegt að vera í öðru rómantísku sambandi með öðrum aðila. Þessi regla hefur aftur á móti verið brotin nokkrum sinnum. - Allir þátttakendur þurfa að fara í gegnum heljarinnar læknisskoðun, bæði líkamleg og andleg. Fólk með smitandi sjúkdóma fá ekki að taka þátt. - Á meðan keppendur eru í tökum mega þeir ekki nota síma, hlusta á tónlist, fara á netið eða lesa bók. Eina bókin sem leyfilegt er að lesa er Biblían. - Ákveðin orð eru bönnuð í þáttunum og hika framleiðendur ekki við það að taka upp ákveðin atriði aftur ef orðalagið er ekki rétt. - Keppendur fá ekki krónu borgað fyrir það að taka þátt. Sumir segja upp atvinnu sinni til að fá að vera með og hafa því ekki neina vinnu til að snúa við í þegar þátttöku þeirra er lokið. Ef þú ferð alla leið í þáttunum fá keppendur trúlofunarhring að andvirði um 12 milljónir króna. Aftur á móti til að fá að halda hringnum verður parið að vera saman í að minnsta kosti tvö ár. - Keppendur verða að taka þátt í öllum stefnumótum. Stundum eru stefnumótin hreinlega ógnvekjandi eins og til að mynda að fara í teygjustökk. Ekki er leyfilegt að sneiða framhjá ákveðnum hlutum af stefnumótinni og hafa þátttakendur skrifað undir samning þess efnis. - ABC ræður til sín einkaspæjara til fara vel og vandlega yfir alla keppendur og fortíð þeirra. Svo að það komi ekki upp erfið mál fyrir sjónvarpsstöðina seinna meir. - Keppendur mega aðeins taka með sér tvær ferðatöskur í þættina en sumir þurfa að vera að heiman í margar vikur við gerð þáttanna. - Það má enginn tjá sig um stjórnmál í þáttunum. - Keppendur hafa allir skrifað undir samning að framleiðendur mega taka upp allt sem gerist. Í raun má ABC taka upp efni af öllum þátttakendum í heilt ár. Ekki er leyfilegt að taka þátt í öðrum þáttaröðum á annarri sjónvarpsstöð á þeim tíma. Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira
Furðulegar og strangar reglur sem keppendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir Þættirnir The Bachelorette, The Bachelor og Bachelor in Paradise eru allir mjög vinsælar raunveruleikaþáttaraðir. Þættirnir hafa verið í framleiðslu hjá ABC í Bandaríkjunum í mörg ár. Til að taka þátt verða allir keppendur að samþykkja að fara eftir mjög ströngum reglum en á YouTube-síðunni The Talko er farið ítarlega yfir þær reglur sem þátttakendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir á meðan tökum stendur. - Þættirnir eru teknir upp nokkrum mánuðum áður en þeir fara í loftið og því þurfa allir sem koma að þáttunum að halda allri atburðarrás leyndri. Ef einhver verður uppvís af því að kjafta frá því sem gerist í upptökunum gæti sá aðili þurft að borga 5 milljónir dollara í sekt. - Keppendur mega aðeins drekka tvo áfenga drykki á hverri klukkustund til að koma í veg fyrir of mikla ölvun. - Keppendur þurf að borða á ákveðnum tímum og mega ekki nærast þegar verið er að taka upp. Smjatt fer ekki vel í áhorfendur sem vilja frekar hlusta á samtöl á milli fólks. Það er ástæðan fyrir því að keppendur borða aldrei á stefnumótum í þáttunum. - Ef þú tekur þátt er ekki leyfilegt að vera í öðru rómantísku sambandi með öðrum aðila. Þessi regla hefur aftur á móti verið brotin nokkrum sinnum. - Allir þátttakendur þurfa að fara í gegnum heljarinnar læknisskoðun, bæði líkamleg og andleg. Fólk með smitandi sjúkdóma fá ekki að taka þátt. - Á meðan keppendur eru í tökum mega þeir ekki nota síma, hlusta á tónlist, fara á netið eða lesa bók. Eina bókin sem leyfilegt er að lesa er Biblían. - Ákveðin orð eru bönnuð í þáttunum og hika framleiðendur ekki við það að taka upp ákveðin atriði aftur ef orðalagið er ekki rétt. - Keppendur fá ekki krónu borgað fyrir það að taka þátt. Sumir segja upp atvinnu sinni til að fá að vera með og hafa því ekki neina vinnu til að snúa við í þegar þátttöku þeirra er lokið. Ef þú ferð alla leið í þáttunum fá keppendur trúlofunarhring að andvirði um 12 milljónir króna. Aftur á móti til að fá að halda hringnum verður parið að vera saman í að minnsta kosti tvö ár. - Keppendur verða að taka þátt í öllum stefnumótum. Stundum eru stefnumótin hreinlega ógnvekjandi eins og til að mynda að fara í teygjustökk. Ekki er leyfilegt að sneiða framhjá ákveðnum hlutum af stefnumótinni og hafa þátttakendur skrifað undir samning þess efnis. - ABC ræður til sín einkaspæjara til fara vel og vandlega yfir alla keppendur og fortíð þeirra. Svo að það komi ekki upp erfið mál fyrir sjónvarpsstöðina seinna meir. - Keppendur mega aðeins taka með sér tvær ferðatöskur í þættina en sumir þurfa að vera að heiman í margar vikur við gerð þáttanna. - Það má enginn tjá sig um stjórnmál í þáttunum. - Keppendur hafa allir skrifað undir samning að framleiðendur mega taka upp allt sem gerist. Í raun má ABC taka upp efni af öllum þátttakendum í heilt ár. Ekki er leyfilegt að taka þátt í öðrum þáttaröðum á annarri sjónvarpsstöð á þeim tíma.
Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira