Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. september 2019 19:00 Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en að vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. Amin er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Hann segist hafa orðið fyrir ofsóknum eftir að hafa skipt um trú og snúist frá Íslam til kristni. Þar sem hann óttaðist um líf sitt lagði hann á flótta. „Ég er frá Íran og átti bæði í trúarlegum og pólitískum erfiðleikum. Þess vegna varð ég að flýja," segir Amin Ghayszadeh. Hann kom til Íslands í desember í fyrra og sótti um hæli. Líkt og margir aðrir flóttamenn fór hann þó fyrst til Grikklands þar sem honum var veitt alþjóðleg vernd. Hælisleitendur í þeirri stöðu eru endursendir þangað. Rauði krossinn á Íslandi hefur þó ítrekað varað við þessum endursendingum vegna bágra aðstæðna sem bíða fólksins þar. Umsókn Amins hlaut ekki efnismeðferð. Útlendingastofnun hafnaði honum í sumar og í byrjun ágúst hafnaði kærunefnd útlendingamála frestun á réttaráhrifum. Amin sem býr í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga. Hann segist ekki geta farið til baka. „Ég get ekki snúið aftur til Grikklands. Deyi ég hér skiptir það engu máli. Ég reyni að útskýra að ef ég fer aftur til Grikklands er ég í hættu. Ég get ekki búið þar svo ég verð hér eins lengi og ég get," segir Amin. Hann var 52 kíló þegar hann hóf hungurverkfallið fyrir tólf dögum og hefur grennst mikið. „Líkami minn er kaldur og ég er með hjartaverk," segir hann. Að sögn lögmanns Amins er til skoðunar að fara fram á endurupptöku málsins á grundvelli breyttra heilsufarsástæðna. Hann segist munu halda hungurverkfallinu áfram þar til á hann verður hlustað. „Ég mun gera þetta í eins langan tíma og ríkisstjórnin þarf til að senda mig til Grikklands," segir Amin. Grikkland Hælisleitendur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en að vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. Amin er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Hann segist hafa orðið fyrir ofsóknum eftir að hafa skipt um trú og snúist frá Íslam til kristni. Þar sem hann óttaðist um líf sitt lagði hann á flótta. „Ég er frá Íran og átti bæði í trúarlegum og pólitískum erfiðleikum. Þess vegna varð ég að flýja," segir Amin Ghayszadeh. Hann kom til Íslands í desember í fyrra og sótti um hæli. Líkt og margir aðrir flóttamenn fór hann þó fyrst til Grikklands þar sem honum var veitt alþjóðleg vernd. Hælisleitendur í þeirri stöðu eru endursendir þangað. Rauði krossinn á Íslandi hefur þó ítrekað varað við þessum endursendingum vegna bágra aðstæðna sem bíða fólksins þar. Umsókn Amins hlaut ekki efnismeðferð. Útlendingastofnun hafnaði honum í sumar og í byrjun ágúst hafnaði kærunefnd útlendingamála frestun á réttaráhrifum. Amin sem býr í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga. Hann segist ekki geta farið til baka. „Ég get ekki snúið aftur til Grikklands. Deyi ég hér skiptir það engu máli. Ég reyni að útskýra að ef ég fer aftur til Grikklands er ég í hættu. Ég get ekki búið þar svo ég verð hér eins lengi og ég get," segir Amin. Hann var 52 kíló þegar hann hóf hungurverkfallið fyrir tólf dögum og hefur grennst mikið. „Líkami minn er kaldur og ég er með hjartaverk," segir hann. Að sögn lögmanns Amins er til skoðunar að fara fram á endurupptöku málsins á grundvelli breyttra heilsufarsástæðna. Hann segist munu halda hungurverkfallinu áfram þar til á hann verður hlustað. „Ég mun gera þetta í eins langan tíma og ríkisstjórnin þarf til að senda mig til Grikklands," segir Amin.
Grikkland Hælisleitendur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira