Fögnuðu áheitameti í maraþoninu í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. september 2019 11:44 4.667 hlauparar á öllum aldri tóku þátt í þetta skiptið. Vísir/Einar Árnason Í ár söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags sem er nýtt met og 6,7 prósent hærri upphæð en safnaðist í fyrra. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin í tæplega 990 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2019 fór fram í gær. Á uppskeruhátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar, starfsmenn og stuðningsaðilar til að fagna góðum árangri áheitasöfnunarinnar sem fram fór á vefnum hlaupastyrkur.is. Íslandsbanki sem er aðalstyrktaraðili hlaupsins, bauð til hátíðarinnar í höfuðstöðvum sínum í Norðurturni. „Þeir hlauparar sem söfnuðu mest fengu viðurkenningu á áheitahátíðinni í gær. Þá voru einnig veitt verðlaun til góðgerðafélaga sem voru með hvatningarstöð á hlaupaleiðinni. Um var að ræða útdráttarverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur fyrir tvö félög sem voru með hvatningarstöð þar sem allir hlaupa hjá og 100 þúsund krónur fyrir eitt félag sem var með stöð þar sem aðeins maraþonhlauparar fara hjá. Það voru Samtök um endometriosu og Villikettir sem fengu 50.000 krónur hvort og Ljósið, Endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda sem fékk 100.000 krónur.“Frá vinstri: Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupstjóri Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Kolbrún Stígsdóttir frá Samtökum um enómetríósu, Agla Sól Pétursdóttir sem var í 3.sæti einstaklinga í áheitasöfnuninni, Olga Katrín Davíðsd. Skarstad sem safnaði mest allra einstaklinga, Mekkín Bjarkadóttir úr hlaupahópnum Vinir Ólavíu, Ólöf Ólafsdóttir frá Villiköttum dýraverndunarfélagi, Sólveig Kolbrún Pálsdóttir frá Ljósinu, Ævar Ólafssson og Freyr Baldursson frá Deloitte og Gígja Gunnarsdóttir, ritari framkvæmdastjórnar Íþróttabandalags Reykjavíkur.Aðsend myndÞað var Olga Katrín Davíðsd. Skarstad safnaði mest allra einstaklinga, 1.400.000 krónur fyrir Vinir Ólavíu – Styrktarfélag. Olga Katrín fékk einnig flest áheit, 240 talsins. Arnar Hallsson safnaði næst mest, 1.027.100 krónur fyrir CMT4A styrktarsjóð Þórdísar. Í þriðja sæti einstaklinga var Agla Sól Pétursdóttir sem safnaði 959.000 krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB). Sá hlaupahópur sem safnaði mestu var Vinir Ólavíu en þau söfnuðu 3.886.000 krónum og fyrirtækjahópurinn sem safnaði mestu var Deloitte sem safnaði 851.265 krónum. Alls bárust 38.539 einstök áheit í söfnunina á hlaupastyrkur.is í ár og var meðalupphæð áheita 4.346 krónur. Áheitin verða greidd til góðgerðafélaganna í lok október en þá berast síðustu greiðslur frá korta- og símafyrirtækjum, samkvæmt tilkynningunni. „Öll áheit sem bárust fara beint til félaganna því Íslandsbanki greiðir allan kostnað við söfnunina. Þau félög sem fá mest í ár eru Ljósið 15 milljónir, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 11,3 milljónir og Alzheimersamtökin 6,5 milljónir. 137 af þeim félögum sem safnað var fyrir fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 42 félög fengu meira en milljón og sjö félög meira en fimm milljónir.“ Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Stjörnuhlauparar gærdagsins misþreyttir en ánægðir: Fór að hágráta þegar 500 metrar voru eftir Ástandið á hlaupurum gærdagsins var misgott þegar blaðamaður heyrði í þeim. 25. ágúst 2019 14:01 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Sjá meira
Í ár söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags sem er nýtt met og 6,7 prósent hærri upphæð en safnaðist í fyrra. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin í tæplega 990 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2019 fór fram í gær. Á uppskeruhátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar, starfsmenn og stuðningsaðilar til að fagna góðum árangri áheitasöfnunarinnar sem fram fór á vefnum hlaupastyrkur.is. Íslandsbanki sem er aðalstyrktaraðili hlaupsins, bauð til hátíðarinnar í höfuðstöðvum sínum í Norðurturni. „Þeir hlauparar sem söfnuðu mest fengu viðurkenningu á áheitahátíðinni í gær. Þá voru einnig veitt verðlaun til góðgerðafélaga sem voru með hvatningarstöð á hlaupaleiðinni. Um var að ræða útdráttarverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur fyrir tvö félög sem voru með hvatningarstöð þar sem allir hlaupa hjá og 100 þúsund krónur fyrir eitt félag sem var með stöð þar sem aðeins maraþonhlauparar fara hjá. Það voru Samtök um endometriosu og Villikettir sem fengu 50.000 krónur hvort og Ljósið, Endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda sem fékk 100.000 krónur.“Frá vinstri: Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupstjóri Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Kolbrún Stígsdóttir frá Samtökum um enómetríósu, Agla Sól Pétursdóttir sem var í 3.sæti einstaklinga í áheitasöfnuninni, Olga Katrín Davíðsd. Skarstad sem safnaði mest allra einstaklinga, Mekkín Bjarkadóttir úr hlaupahópnum Vinir Ólavíu, Ólöf Ólafsdóttir frá Villiköttum dýraverndunarfélagi, Sólveig Kolbrún Pálsdóttir frá Ljósinu, Ævar Ólafssson og Freyr Baldursson frá Deloitte og Gígja Gunnarsdóttir, ritari framkvæmdastjórnar Íþróttabandalags Reykjavíkur.Aðsend myndÞað var Olga Katrín Davíðsd. Skarstad safnaði mest allra einstaklinga, 1.400.000 krónur fyrir Vinir Ólavíu – Styrktarfélag. Olga Katrín fékk einnig flest áheit, 240 talsins. Arnar Hallsson safnaði næst mest, 1.027.100 krónur fyrir CMT4A styrktarsjóð Þórdísar. Í þriðja sæti einstaklinga var Agla Sól Pétursdóttir sem safnaði 959.000 krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB). Sá hlaupahópur sem safnaði mestu var Vinir Ólavíu en þau söfnuðu 3.886.000 krónum og fyrirtækjahópurinn sem safnaði mestu var Deloitte sem safnaði 851.265 krónum. Alls bárust 38.539 einstök áheit í söfnunina á hlaupastyrkur.is í ár og var meðalupphæð áheita 4.346 krónur. Áheitin verða greidd til góðgerðafélaganna í lok október en þá berast síðustu greiðslur frá korta- og símafyrirtækjum, samkvæmt tilkynningunni. „Öll áheit sem bárust fara beint til félaganna því Íslandsbanki greiðir allan kostnað við söfnunina. Þau félög sem fá mest í ár eru Ljósið 15 milljónir, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 11,3 milljónir og Alzheimersamtökin 6,5 milljónir. 137 af þeim félögum sem safnað var fyrir fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 42 félög fengu meira en milljón og sjö félög meira en fimm milljónir.“
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Stjörnuhlauparar gærdagsins misþreyttir en ánægðir: Fór að hágráta þegar 500 metrar voru eftir Ástandið á hlaupurum gærdagsins var misgott þegar blaðamaður heyrði í þeim. 25. ágúst 2019 14:01 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Sjá meira
Stjörnuhlauparar gærdagsins misþreyttir en ánægðir: Fór að hágráta þegar 500 metrar voru eftir Ástandið á hlaupurum gærdagsins var misgott þegar blaðamaður heyrði í þeim. 25. ágúst 2019 14:01