Fögnuðu áheitameti í maraþoninu í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. september 2019 11:44 4.667 hlauparar á öllum aldri tóku þátt í þetta skiptið. Vísir/Einar Árnason Í ár söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags sem er nýtt met og 6,7 prósent hærri upphæð en safnaðist í fyrra. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin í tæplega 990 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2019 fór fram í gær. Á uppskeruhátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar, starfsmenn og stuðningsaðilar til að fagna góðum árangri áheitasöfnunarinnar sem fram fór á vefnum hlaupastyrkur.is. Íslandsbanki sem er aðalstyrktaraðili hlaupsins, bauð til hátíðarinnar í höfuðstöðvum sínum í Norðurturni. „Þeir hlauparar sem söfnuðu mest fengu viðurkenningu á áheitahátíðinni í gær. Þá voru einnig veitt verðlaun til góðgerðafélaga sem voru með hvatningarstöð á hlaupaleiðinni. Um var að ræða útdráttarverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur fyrir tvö félög sem voru með hvatningarstöð þar sem allir hlaupa hjá og 100 þúsund krónur fyrir eitt félag sem var með stöð þar sem aðeins maraþonhlauparar fara hjá. Það voru Samtök um endometriosu og Villikettir sem fengu 50.000 krónur hvort og Ljósið, Endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda sem fékk 100.000 krónur.“Frá vinstri: Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupstjóri Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Kolbrún Stígsdóttir frá Samtökum um enómetríósu, Agla Sól Pétursdóttir sem var í 3.sæti einstaklinga í áheitasöfnuninni, Olga Katrín Davíðsd. Skarstad sem safnaði mest allra einstaklinga, Mekkín Bjarkadóttir úr hlaupahópnum Vinir Ólavíu, Ólöf Ólafsdóttir frá Villiköttum dýraverndunarfélagi, Sólveig Kolbrún Pálsdóttir frá Ljósinu, Ævar Ólafssson og Freyr Baldursson frá Deloitte og Gígja Gunnarsdóttir, ritari framkvæmdastjórnar Íþróttabandalags Reykjavíkur.Aðsend myndÞað var Olga Katrín Davíðsd. Skarstad safnaði mest allra einstaklinga, 1.400.000 krónur fyrir Vinir Ólavíu – Styrktarfélag. Olga Katrín fékk einnig flest áheit, 240 talsins. Arnar Hallsson safnaði næst mest, 1.027.100 krónur fyrir CMT4A styrktarsjóð Þórdísar. Í þriðja sæti einstaklinga var Agla Sól Pétursdóttir sem safnaði 959.000 krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB). Sá hlaupahópur sem safnaði mestu var Vinir Ólavíu en þau söfnuðu 3.886.000 krónum og fyrirtækjahópurinn sem safnaði mestu var Deloitte sem safnaði 851.265 krónum. Alls bárust 38.539 einstök áheit í söfnunina á hlaupastyrkur.is í ár og var meðalupphæð áheita 4.346 krónur. Áheitin verða greidd til góðgerðafélaganna í lok október en þá berast síðustu greiðslur frá korta- og símafyrirtækjum, samkvæmt tilkynningunni. „Öll áheit sem bárust fara beint til félaganna því Íslandsbanki greiðir allan kostnað við söfnunina. Þau félög sem fá mest í ár eru Ljósið 15 milljónir, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 11,3 milljónir og Alzheimersamtökin 6,5 milljónir. 137 af þeim félögum sem safnað var fyrir fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 42 félög fengu meira en milljón og sjö félög meira en fimm milljónir.“ Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Stjörnuhlauparar gærdagsins misþreyttir en ánægðir: Fór að hágráta þegar 500 metrar voru eftir Ástandið á hlaupurum gærdagsins var misgott þegar blaðamaður heyrði í þeim. 25. ágúst 2019 14:01 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Í ár söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags sem er nýtt met og 6,7 prósent hærri upphæð en safnaðist í fyrra. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin í tæplega 990 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2019 fór fram í gær. Á uppskeruhátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar, starfsmenn og stuðningsaðilar til að fagna góðum árangri áheitasöfnunarinnar sem fram fór á vefnum hlaupastyrkur.is. Íslandsbanki sem er aðalstyrktaraðili hlaupsins, bauð til hátíðarinnar í höfuðstöðvum sínum í Norðurturni. „Þeir hlauparar sem söfnuðu mest fengu viðurkenningu á áheitahátíðinni í gær. Þá voru einnig veitt verðlaun til góðgerðafélaga sem voru með hvatningarstöð á hlaupaleiðinni. Um var að ræða útdráttarverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur fyrir tvö félög sem voru með hvatningarstöð þar sem allir hlaupa hjá og 100 þúsund krónur fyrir eitt félag sem var með stöð þar sem aðeins maraþonhlauparar fara hjá. Það voru Samtök um endometriosu og Villikettir sem fengu 50.000 krónur hvort og Ljósið, Endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda sem fékk 100.000 krónur.“Frá vinstri: Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupstjóri Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Kolbrún Stígsdóttir frá Samtökum um enómetríósu, Agla Sól Pétursdóttir sem var í 3.sæti einstaklinga í áheitasöfnuninni, Olga Katrín Davíðsd. Skarstad sem safnaði mest allra einstaklinga, Mekkín Bjarkadóttir úr hlaupahópnum Vinir Ólavíu, Ólöf Ólafsdóttir frá Villiköttum dýraverndunarfélagi, Sólveig Kolbrún Pálsdóttir frá Ljósinu, Ævar Ólafssson og Freyr Baldursson frá Deloitte og Gígja Gunnarsdóttir, ritari framkvæmdastjórnar Íþróttabandalags Reykjavíkur.Aðsend myndÞað var Olga Katrín Davíðsd. Skarstad safnaði mest allra einstaklinga, 1.400.000 krónur fyrir Vinir Ólavíu – Styrktarfélag. Olga Katrín fékk einnig flest áheit, 240 talsins. Arnar Hallsson safnaði næst mest, 1.027.100 krónur fyrir CMT4A styrktarsjóð Þórdísar. Í þriðja sæti einstaklinga var Agla Sól Pétursdóttir sem safnaði 959.000 krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB). Sá hlaupahópur sem safnaði mestu var Vinir Ólavíu en þau söfnuðu 3.886.000 krónum og fyrirtækjahópurinn sem safnaði mestu var Deloitte sem safnaði 851.265 krónum. Alls bárust 38.539 einstök áheit í söfnunina á hlaupastyrkur.is í ár og var meðalupphæð áheita 4.346 krónur. Áheitin verða greidd til góðgerðafélaganna í lok október en þá berast síðustu greiðslur frá korta- og símafyrirtækjum, samkvæmt tilkynningunni. „Öll áheit sem bárust fara beint til félaganna því Íslandsbanki greiðir allan kostnað við söfnunina. Þau félög sem fá mest í ár eru Ljósið 15 milljónir, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 11,3 milljónir og Alzheimersamtökin 6,5 milljónir. 137 af þeim félögum sem safnað var fyrir fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 42 félög fengu meira en milljón og sjö félög meira en fimm milljónir.“
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Stjörnuhlauparar gærdagsins misþreyttir en ánægðir: Fór að hágráta þegar 500 metrar voru eftir Ástandið á hlaupurum gærdagsins var misgott þegar blaðamaður heyrði í þeim. 25. ágúst 2019 14:01 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Stjörnuhlauparar gærdagsins misþreyttir en ánægðir: Fór að hágráta þegar 500 metrar voru eftir Ástandið á hlaupurum gærdagsins var misgott þegar blaðamaður heyrði í þeim. 25. ágúst 2019 14:01