Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2019 20:36 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna í húsi Landhelgisgæslunnar í Keflavík í kvöld. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi loftslagsvána sem steðjar að norðurslóðum og uppbyggingu Bandaríkahers í Keflavík við Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna í kvöld. Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. Fréttastofa ræddi við forsætisráðherra að loknum fundi hennar og Pence í Keflavík í kvöld. Katrín sagði fundinn hafa verið stuttan en að margt hafi þó verið rætt, einkum málefni norðurslóða. Hún ítrekaði jafnframt að Ísland hefði ekki hafnað þátttöku í Belti og braut, líkt og Pence hélt fram er hann ræddi við fjölmiðla fyrir utan Höfða í dag. „Það er það nú ekki svo heldur er það þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að taka þátt í Belti og braut.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í sama streng fyrr í kvöld. Þá kvaðst Katrín hafa náð að ræða loftslagsmál við varaforsetann, sem er efasemdarmaður í málaflokknum. Hann er ekki þeirrar skoðunar að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og nú síðast í júní vildi hann til að mynda ekki svara því hvort hann telji hamfarahlýnun ógn við Bandaríkin. „Ég lýsti þeirri eindregnu skoðun minni að stærsta hættan sem vofir yfir norðurslóðum sé loftslagsváin en ekki endilega hernaðarlegs eðlis og það sé mjög mikilvægt að halda áfram virku samtali allra þjóða sem hér búa í kringum þetta norðurskaut til að viðhalda friði á svæðinu,“ sagði Katrín.Vissulega ósammála um ýmis mál Hitt „stóra umræðuefnið“, að sögn Katrínar, var uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík. Innt eftir því hvort Bandaríkjamenn vilji meiri viðveru í Keflavík sagði hún að ekkert hefði verið rætt í þeim efnum sem ekki hefur áður komið fram. „Það sem kom fram er að það er í raun ekkert meira fyrirhugað en það sem þegar hefur verið ákveðið. Það er þegar búið að ákveða að stækka hér flugskýli og fara í framkvæmdir til þess að hingað geti komið og farið flugsveitir kafbátaleitarflugvéla. Það var ekkert annað rætt í þeim efnum á okkar fundi.“ Þá hafi verið áréttað á fundinum að samskipti Íslands og Bandaríkjanna væru afar góð. Vissulega séu þau Katrín og Pence ósammála um ýmis mál og það hafi verið rætt á fundi þeirra. Þá sagði Katrín að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um að kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei hætti starfsemi hér á landi, líkt og Pence hvatti til í dag. „Við erum með þetta fyrirtæki starfandi hér og það hefur engin ákvörðun verið tekin um annað,“ sagði Katrín. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Búrkína Fasó Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ólíkar skoðanir á þungunarrofi Mike Pence er langt frá því að vera sammála íslenskum stjórnvöldum um þungunarrof. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi loftslagsvána sem steðjar að norðurslóðum og uppbyggingu Bandaríkahers í Keflavík við Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna í kvöld. Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. Fréttastofa ræddi við forsætisráðherra að loknum fundi hennar og Pence í Keflavík í kvöld. Katrín sagði fundinn hafa verið stuttan en að margt hafi þó verið rætt, einkum málefni norðurslóða. Hún ítrekaði jafnframt að Ísland hefði ekki hafnað þátttöku í Belti og braut, líkt og Pence hélt fram er hann ræddi við fjölmiðla fyrir utan Höfða í dag. „Það er það nú ekki svo heldur er það þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að taka þátt í Belti og braut.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í sama streng fyrr í kvöld. Þá kvaðst Katrín hafa náð að ræða loftslagsmál við varaforsetann, sem er efasemdarmaður í málaflokknum. Hann er ekki þeirrar skoðunar að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og nú síðast í júní vildi hann til að mynda ekki svara því hvort hann telji hamfarahlýnun ógn við Bandaríkin. „Ég lýsti þeirri eindregnu skoðun minni að stærsta hættan sem vofir yfir norðurslóðum sé loftslagsváin en ekki endilega hernaðarlegs eðlis og það sé mjög mikilvægt að halda áfram virku samtali allra þjóða sem hér búa í kringum þetta norðurskaut til að viðhalda friði á svæðinu,“ sagði Katrín.Vissulega ósammála um ýmis mál Hitt „stóra umræðuefnið“, að sögn Katrínar, var uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík. Innt eftir því hvort Bandaríkjamenn vilji meiri viðveru í Keflavík sagði hún að ekkert hefði verið rætt í þeim efnum sem ekki hefur áður komið fram. „Það sem kom fram er að það er í raun ekkert meira fyrirhugað en það sem þegar hefur verið ákveðið. Það er þegar búið að ákveða að stækka hér flugskýli og fara í framkvæmdir til þess að hingað geti komið og farið flugsveitir kafbátaleitarflugvéla. Það var ekkert annað rætt í þeim efnum á okkar fundi.“ Þá hafi verið áréttað á fundinum að samskipti Íslands og Bandaríkjanna væru afar góð. Vissulega séu þau Katrín og Pence ósammála um ýmis mál og það hafi verið rætt á fundi þeirra. Þá sagði Katrín að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um að kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei hætti starfsemi hér á landi, líkt og Pence hvatti til í dag. „Við erum með þetta fyrirtæki starfandi hér og það hefur engin ákvörðun verið tekin um annað,“ sagði Katrín. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Búrkína Fasó Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ólíkar skoðanir á þungunarrofi Mike Pence er langt frá því að vera sammála íslenskum stjórnvöldum um þungunarrof. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45
Ólíkar skoðanir á þungunarrofi Mike Pence er langt frá því að vera sammála íslenskum stjórnvöldum um þungunarrof. 4. september 2019 20:00