Atli tók mig strax undir sinn verndarvæng Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. september 2019 11:30 Atli Eðvaldsson og Ludger Kanders voru samherjar hjá Fortuna Düsseldorf. Getty/Werner OTTO Oliver Bierhoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnusambandinu og fyrrverandi landsliðsframherji Þýskalands, fór fögrum orðum um Atla Eðvaldsson í stuttu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um veru þeirra hjá Uerdingen. Bierhoff sagðist harma fregnirnar af Atla og bað fyrir samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Atli féll frá í vikunni eftir áralanga baráttu við krabbamein. Leiðir Bierhoff og Atla lágu saman hjá Uerdingen þegar Bierhoff var að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki. Léku þeir meðal annars gegn Barcelona í útsláttarkeppni UEFA Cup veturinn 1986. Bierhoff átti eftir að sanna sig sem framherji í heimsklassa og lék með liðum á borð við Monaco og AC Milan en er þekktastur fyrir afrek sín með þýska landsliðinu. Þar lék Bierhoff 70 leiki og skoraði í þeim 37 mörk, tvö þeirra í úrslitaleik Evrópumótsins 1996 sem tryggðu Þýskalandi sigurinn. „Ég kynntist Atla fyrst þegar ég var að stíga mín fyrstu skref sem atvinnumaður og naut þeirra forréttinda að vera liðsfélagi hans tvö tímabil. Hann var ástríðufullur leikmaður sem tók leikinn mjög alvarlega, fyrirmynd í háttvísi og heiðarleika og hreint út sagt frábær manneskja að umgangast,“ sagði Bierhoff og hélt áfram: „Ég man sérstaklega vel eftir því hvernig hann tók á móti mér sem nýliða. Hann tók mig undir sinn verndarvæng og sá til þess að ég fengi góðan stuðning. Að hann sé fallinn frá langt um aldur fram er óvænt og sorglegt að heyra. Mínar bestu kveðjur til fjölskyldu hans og aðstandenda á þessum erfiðu tímum.“ Birtist í Fréttablaðinu Þýski boltinn Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu atvikin á ferli Atla Eðvaldssonar Vísir rifjar upp eftirminnilegustu atvikin á löngum og glæsilegum fótboltaferli Atla Eðvaldssonar. 4. september 2019 12:00 Helgin hans Atla Eðvaldssonar árið 1983 verður seint toppuð Sex mörk á tveimur dögum og leikirnir voru í þýsku bundesligunni og í undankeppni EM. 3. september 2019 12:30 Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Sjá meira
Oliver Bierhoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnusambandinu og fyrrverandi landsliðsframherji Þýskalands, fór fögrum orðum um Atla Eðvaldsson í stuttu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um veru þeirra hjá Uerdingen. Bierhoff sagðist harma fregnirnar af Atla og bað fyrir samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Atli féll frá í vikunni eftir áralanga baráttu við krabbamein. Leiðir Bierhoff og Atla lágu saman hjá Uerdingen þegar Bierhoff var að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki. Léku þeir meðal annars gegn Barcelona í útsláttarkeppni UEFA Cup veturinn 1986. Bierhoff átti eftir að sanna sig sem framherji í heimsklassa og lék með liðum á borð við Monaco og AC Milan en er þekktastur fyrir afrek sín með þýska landsliðinu. Þar lék Bierhoff 70 leiki og skoraði í þeim 37 mörk, tvö þeirra í úrslitaleik Evrópumótsins 1996 sem tryggðu Þýskalandi sigurinn. „Ég kynntist Atla fyrst þegar ég var að stíga mín fyrstu skref sem atvinnumaður og naut þeirra forréttinda að vera liðsfélagi hans tvö tímabil. Hann var ástríðufullur leikmaður sem tók leikinn mjög alvarlega, fyrirmynd í háttvísi og heiðarleika og hreint út sagt frábær manneskja að umgangast,“ sagði Bierhoff og hélt áfram: „Ég man sérstaklega vel eftir því hvernig hann tók á móti mér sem nýliða. Hann tók mig undir sinn verndarvæng og sá til þess að ég fengi góðan stuðning. Að hann sé fallinn frá langt um aldur fram er óvænt og sorglegt að heyra. Mínar bestu kveðjur til fjölskyldu hans og aðstandenda á þessum erfiðu tímum.“
Birtist í Fréttablaðinu Þýski boltinn Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu atvikin á ferli Atla Eðvaldssonar Vísir rifjar upp eftirminnilegustu atvikin á löngum og glæsilegum fótboltaferli Atla Eðvaldssonar. 4. september 2019 12:00 Helgin hans Atla Eðvaldssonar árið 1983 verður seint toppuð Sex mörk á tveimur dögum og leikirnir voru í þýsku bundesligunni og í undankeppni EM. 3. september 2019 12:30 Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Sjá meira
Tíu eftirminnilegustu atvikin á ferli Atla Eðvaldssonar Vísir rifjar upp eftirminnilegustu atvikin á löngum og glæsilegum fótboltaferli Atla Eðvaldssonar. 4. september 2019 12:00
Helgin hans Atla Eðvaldssonar árið 1983 verður seint toppuð Sex mörk á tveimur dögum og leikirnir voru í þýsku bundesligunni og í undankeppni EM. 3. september 2019 12:30
Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14
Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17