Bjóst ekki við að aftökurnar væru svo margar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. september 2019 07:45 Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði. Mynd/Kristinn Ingvarsson Kortasjá um aftökur á Íslandi verður opnuð klukkan 15 í dag. Hún er unnin í tengslum við verkefnið Dysjar hinna dæmdu sem hrundið var af stað 2018. Þeir sem unnið hafa að verkefninu rannsökuðu dómabækur og annála í leit að dauðadómum. Þegar hafa fundist 248 dómar en Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur segir að líklega séu þeir mun fleiri. „Ég bjóst ekki við því að þetta væru svona margar aftökur,“ segir hún og nefnir sérstaklega tímabilið 1582 til 1792, þar sem var meira en ein aftaka á ári. Hún segir mikilvægt að fjalla um þennan tíma þótt hann sé ekki til að vekja þjóðarstolt. Árið 1696 var Vigdísi Þórðardóttur drekkt í Elliðaá. Fréttablaðið/AndriFlestar aftökur voru gerðar á suðvesturhorninu, Suðurlandi, Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum og í Eyjafirði. Færri í Skagafirði, Þingeyjarsýslum, á Austurlandi og aðeins ein í Skaftafellssýslum. Eitt af því sem er til rannsóknar núna er hvort sýslumenn hafi sýnt mismikla hörku. Þekkt er framganga Þorleifs Kortssonar, sýslumanns í Strandasýslu, í galdrafárinu á 17. öld. Yfirleitt voru karlar höggnir, konum drekkt, þjófar hengdir og nornir brenndar. Þriðjungur málanna eru þjófnaðir og þriðjungur blóðskömm og dulsmál. Aðrir stórir flokkar eru morð og galdrar. Sjötíu prósent þeirra líflátnu voru karlar og 30 prósent konur. „Þetta var eiginlega allt lágstéttarfólk og oftast í yngri kantinum,“ segir Steinunn. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kortasjá um aftökur á Íslandi verður opnuð klukkan 15 í dag. Hún er unnin í tengslum við verkefnið Dysjar hinna dæmdu sem hrundið var af stað 2018. Þeir sem unnið hafa að verkefninu rannsökuðu dómabækur og annála í leit að dauðadómum. Þegar hafa fundist 248 dómar en Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur segir að líklega séu þeir mun fleiri. „Ég bjóst ekki við því að þetta væru svona margar aftökur,“ segir hún og nefnir sérstaklega tímabilið 1582 til 1792, þar sem var meira en ein aftaka á ári. Hún segir mikilvægt að fjalla um þennan tíma þótt hann sé ekki til að vekja þjóðarstolt. Árið 1696 var Vigdísi Þórðardóttur drekkt í Elliðaá. Fréttablaðið/AndriFlestar aftökur voru gerðar á suðvesturhorninu, Suðurlandi, Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum og í Eyjafirði. Færri í Skagafirði, Þingeyjarsýslum, á Austurlandi og aðeins ein í Skaftafellssýslum. Eitt af því sem er til rannsóknar núna er hvort sýslumenn hafi sýnt mismikla hörku. Þekkt er framganga Þorleifs Kortssonar, sýslumanns í Strandasýslu, í galdrafárinu á 17. öld. Yfirleitt voru karlar höggnir, konum drekkt, þjófar hengdir og nornir brenndar. Þriðjungur málanna eru þjófnaðir og þriðjungur blóðskömm og dulsmál. Aðrir stórir flokkar eru morð og galdrar. Sjötíu prósent þeirra líflátnu voru karlar og 30 prósent konur. „Þetta var eiginlega allt lágstéttarfólk og oftast í yngri kantinum,“ segir Steinunn.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira