Ætla að taka á ósjálfbærri beit vegna lausagöngu Sveinn Arnarsson skrifar 6. september 2019 07:30 Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir álag hafa minnkað á landið með fækkun sauðfjár og landið sé að taka við sér. Fréttablaðið/Vilhelm Vinna er hafin innan umhverfisráðuneytisins við að taka á beit á hálendi sem ekki er sjálfbær. Smíða á reglugerð sem á að vera stjórntæki yfirvalda til að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu sauðfjár. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Skógræktarfélag Íslands hefði skorað á stjórnvöld að taka á lausagöngu búfjár, setja á vörsluskyldu og stöðva beit í þjóðgörðum landsins. Blaðið leitaði svara hjá umhverfisráðherra og spurði hvort þetta kæmi til álita. „Þegar þessi mál eru skoðuð þarf bæði að líta til þeirra laga sem gilda um viðkomandi þjóðgarða sem og nýrra laga um landgræðslu. Í lögunum er kveðið á um að landnýting eigi að vera sjálfbær. Vinna er hafin í ráðuneytinu við að útfæra hvað felst í því,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.Guðfinna Harpap Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Innan ráðuneytisins á af því tilefni að smíða verkfæri fyrir stjórnvöld að taka á ósjálfbærum ágangi búfjár. „Þegar niðurstöður þeirrar vinnu liggja fyrir stendur til að setja reglugerð sem fjallar um þessi mál og er henni meðal annars ætlað að verða nýtt stjórntæki til þess að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu búfjár.“ Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir álag hafa minnkað á landið með fækkun sauðfjár og landið sé að taka við sér. „Því sauðfé á Íslandi sem fer á afrétt er haldið í sameiginlegum beitarhólfum. Þessi beitarhólf eru afmörkuð af girðingum, bæði manngerðum en annars náttúrulegum girðingum svo sem ám,“ segir Guðfinna. „Það er ekki hagur bænda að ganga á landsins gæði í þessum beitarhólfum. Með fækkandi fé og mun styttri beitartíma á afrétti og í úthaga almennt hefur nýting landsins gjörbreyst á undanförnum 20 til 30 árum og hefur það jákvæð áhrif á sjálfgræðslu á lítt grónum svæðum. Þetta sjá bændur vel sem fara um þessi svæði.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Sjá meira
Vinna er hafin innan umhverfisráðuneytisins við að taka á beit á hálendi sem ekki er sjálfbær. Smíða á reglugerð sem á að vera stjórntæki yfirvalda til að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu sauðfjár. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Skógræktarfélag Íslands hefði skorað á stjórnvöld að taka á lausagöngu búfjár, setja á vörsluskyldu og stöðva beit í þjóðgörðum landsins. Blaðið leitaði svara hjá umhverfisráðherra og spurði hvort þetta kæmi til álita. „Þegar þessi mál eru skoðuð þarf bæði að líta til þeirra laga sem gilda um viðkomandi þjóðgarða sem og nýrra laga um landgræðslu. Í lögunum er kveðið á um að landnýting eigi að vera sjálfbær. Vinna er hafin í ráðuneytinu við að útfæra hvað felst í því,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.Guðfinna Harpap Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Innan ráðuneytisins á af því tilefni að smíða verkfæri fyrir stjórnvöld að taka á ósjálfbærum ágangi búfjár. „Þegar niðurstöður þeirrar vinnu liggja fyrir stendur til að setja reglugerð sem fjallar um þessi mál og er henni meðal annars ætlað að verða nýtt stjórntæki til þess að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu búfjár.“ Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir álag hafa minnkað á landið með fækkun sauðfjár og landið sé að taka við sér. „Því sauðfé á Íslandi sem fer á afrétt er haldið í sameiginlegum beitarhólfum. Þessi beitarhólf eru afmörkuð af girðingum, bæði manngerðum en annars náttúrulegum girðingum svo sem ám,“ segir Guðfinna. „Það er ekki hagur bænda að ganga á landsins gæði í þessum beitarhólfum. Með fækkandi fé og mun styttri beitartíma á afrétti og í úthaga almennt hefur nýting landsins gjörbreyst á undanförnum 20 til 30 árum og hefur það jákvæð áhrif á sjálfgræðslu á lítt grónum svæðum. Þetta sjá bændur vel sem fara um þessi svæði.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Sjá meira