Segja aukinn jöfnuð geta aukið hagvöxt Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. september 2019 06:45 Hagfræðingarnir tveir telja stéttarfélög lykilaðila í að tryggja aukinn tekjujöfnuð. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þeir Alexander Guschanski og Rafael Wildauer, lektorar í hagfræði við Greenwich-háskóla í Bretlandi, munu í hádeginu í dag halda fyrirlestur í Þjóðminjasafninu undir yfirskriftinni: „Er meiri jöfnuður ógn við efnahaginn?“ Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, er skipulagður í samvinnu Eflingar og ASÍ en þessi mál voru einnig rædd í sérstakri vinnustofu í gær og fyrradag. Í vinnustofunni tóku meðal annars þátt sérfræðingar innan verkalýðshreyfingarinnar og frá fleiri stofnunum sem fylgjast með vinnumarkaðsmálum en einnig sjálfstætt starfandi fræðimenn.Alexander Guschanski.Þar ræddu þeir um póst-Keynesískt hagfræðimódel þar sem ein af meginhugmyndunum gengur út á að laun séu ekki bara kostnaður fyrir hagkerfið heldur einnig uppspretta eftirspurnar. „Hærri laun leiða til aukinnar eftirspurnar sem bætir upp aukinn kostnað atvinnurekenda. Fyrirtæki hugsa ekki bara um hversu ódýr framleiðsla þeirra er, heldur líka um hversu mikið þau geta selt,“ segir Guschanski. Hann segir að vegna þessa tvöfalda hlutverks launa geti aukinn tekjujöfnuður haft jákvæð áhrif á hagvöxt. „Það er áhugavert að setja þetta í samhengi við aukinn ójöfnuð í heiminum. Ísland kemur vel út í samanburði við önnur lönd þegar kemur að tekjujöfnuði. En engu að síður hefur hlutfall launa af landsframleiðslu á Íslandi verið að lækka og er nú um 7,5 prósentustigum lægra en þegar það náði hámarki á 8. áratugnum,“ segir Guschanski.Rafael Wildauer.Hann segir að hugmyndir sem þessar séu oft gagnrýndar á þeim grundvelli að þær leiði til verðbólgu. „Áhyggjur af áhrifum á verðbólgu eru oft mjög ýktar en við tökum tillit til þessara áhrifa í rannsóknum okkar.“ Hagfræðingarnir leggja líka mikla áherslu á mikilvægi þeirra stofnana sem geri kjarasamninga. Nýlegar rannsóknir sýni fram á að þessir stofnanaþættir hafi mikil áhrif á tekjujöfnuð. „Þetta tengist minnkandi þátttöku í stéttarfélögum og fækkun heildarkjarasamninga. Ef við viljum auka hlutfall launa þurfum við að byrja þarna,“ segir Guschanski. Rafael Wildauer segir að hafa þurfi í huga að líkleg hliðaráhrif launahækkana til að auka tekjujöfnuð sé meiri neysla. Í launadrifnum hagkerfum leiði það líka til aukins hagvaxtar. „Þetta var módel sem virkaði ágætlega, sérstaklega á eftirstríðsárunum, og var í raun grunnurinn að gullöld kapítalismans. Á allra síðustu árum höfum við séð hvernig þetta getur leitt okkur á hættulegar slóðir. Aukin neysla þýðir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, meiri sóun og notkun auðlinda. Þetta er ekki sjálfbært ástand til lengri tíma,“ segir Wildauer. Þannig þurfi að horfa til þess hvernig hægt sé að ná fram auknum tekjujöfnuði en hugsa um leið um afleiðingarnar fyrir vistkerfið. Lykilatriði í því sambandi sé styttri vinnutími fólks. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Þeir Alexander Guschanski og Rafael Wildauer, lektorar í hagfræði við Greenwich-háskóla í Bretlandi, munu í hádeginu í dag halda fyrirlestur í Þjóðminjasafninu undir yfirskriftinni: „Er meiri jöfnuður ógn við efnahaginn?“ Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, er skipulagður í samvinnu Eflingar og ASÍ en þessi mál voru einnig rædd í sérstakri vinnustofu í gær og fyrradag. Í vinnustofunni tóku meðal annars þátt sérfræðingar innan verkalýðshreyfingarinnar og frá fleiri stofnunum sem fylgjast með vinnumarkaðsmálum en einnig sjálfstætt starfandi fræðimenn.Alexander Guschanski.Þar ræddu þeir um póst-Keynesískt hagfræðimódel þar sem ein af meginhugmyndunum gengur út á að laun séu ekki bara kostnaður fyrir hagkerfið heldur einnig uppspretta eftirspurnar. „Hærri laun leiða til aukinnar eftirspurnar sem bætir upp aukinn kostnað atvinnurekenda. Fyrirtæki hugsa ekki bara um hversu ódýr framleiðsla þeirra er, heldur líka um hversu mikið þau geta selt,“ segir Guschanski. Hann segir að vegna þessa tvöfalda hlutverks launa geti aukinn tekjujöfnuður haft jákvæð áhrif á hagvöxt. „Það er áhugavert að setja þetta í samhengi við aukinn ójöfnuð í heiminum. Ísland kemur vel út í samanburði við önnur lönd þegar kemur að tekjujöfnuði. En engu að síður hefur hlutfall launa af landsframleiðslu á Íslandi verið að lækka og er nú um 7,5 prósentustigum lægra en þegar það náði hámarki á 8. áratugnum,“ segir Guschanski.Rafael Wildauer.Hann segir að hugmyndir sem þessar séu oft gagnrýndar á þeim grundvelli að þær leiði til verðbólgu. „Áhyggjur af áhrifum á verðbólgu eru oft mjög ýktar en við tökum tillit til þessara áhrifa í rannsóknum okkar.“ Hagfræðingarnir leggja líka mikla áherslu á mikilvægi þeirra stofnana sem geri kjarasamninga. Nýlegar rannsóknir sýni fram á að þessir stofnanaþættir hafi mikil áhrif á tekjujöfnuð. „Þetta tengist minnkandi þátttöku í stéttarfélögum og fækkun heildarkjarasamninga. Ef við viljum auka hlutfall launa þurfum við að byrja þarna,“ segir Guschanski. Rafael Wildauer segir að hafa þurfi í huga að líkleg hliðaráhrif launahækkana til að auka tekjujöfnuð sé meiri neysla. Í launadrifnum hagkerfum leiði það líka til aukins hagvaxtar. „Þetta var módel sem virkaði ágætlega, sérstaklega á eftirstríðsárunum, og var í raun grunnurinn að gullöld kapítalismans. Á allra síðustu árum höfum við séð hvernig þetta getur leitt okkur á hættulegar slóðir. Aukin neysla þýðir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, meiri sóun og notkun auðlinda. Þetta er ekki sjálfbært ástand til lengri tíma,“ segir Wildauer. Þannig þurfi að horfa til þess hvernig hægt sé að ná fram auknum tekjujöfnuði en hugsa um leið um afleiðingarnar fyrir vistkerfið. Lykilatriði í því sambandi sé styttri vinnutími fólks.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent