Lyklaskipti að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2019 12:38 Lyklaskipti munu fara fram í dómsmálaráðuneytinu að loknum ríkisráðsfundi að Bessastöðum. Á ljósmyndinni hér að neðan, sem tekin er árið 2017, sjást vinkonurnar og samherjarnir Áslaug Arna og Þórdís Kolbrún. FBL/Eyþór Árnason Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag. Hún segir að það sé of snemmt að segja til um það hvort áherslubreytingar verði með hana í brúnni en Áslaug Arna er þó sannfærð um að hún muni setja sitt mark á embættið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti fjölmiðlum að loknum þingflokksfundi í gær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir væri næsti dómsmálaráðherra. Það er stór dagur framundan hjá Áslaugu Örnu en ríkisráð kemur saman að Bessastöðum klukkan fjögur en þar mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, formlega láta af embætti. Að loknum ríkisráðsfundi halda þær Þórdís og Áslaug Arna halda upp í dómsmálaráðuneyti þar sem lyklaskipti fara fram. „Ég er mjög spennt fyrir þessum komandi verkefnum sem bíða mín og að starfa með þessu góða fólki í þessu ráðuneyti að öllum þessum fjölmörgu verkefnum.“ Aðspurð hvort hún muni gera miklar breytingar í ráðuneytinu segir Áslaug Arna að of snemmt sé að segja til um það. „Ég er að ganga inn í ákveðna ríkisstjórn og við vinum eftir ákveðnum sáttmála en ég mun alveg setja mitt mark á embættið eins og flestir ráðherrar gera og það verður auðvitað að koma í ljós. Þetta bar mjög brátt að. Ég er auðvitað bara að taka við núna á eftir.“ Hún segist þó hafa sínar hugmyndir og mikinn metnað fyrir embættinu. „Já, þetta eru auðvitað margir málaflokkar sem fara þarna undir. Og ég hef mikinn áhuga á þeim. Ég starfaði sem lögreglumaður og þekki svona þá hlið vel og er auðvitað menntaður lögfræðingur líka. Ég er auðvitað bara spennt að takast á við þær ýmsu áskoranir sem eru þarna undir.“ Nú velta margir fyrir sér hvort hin nýja skipan muni þýða stefnubreyting í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. „Bara eins og ég sagði áðan þá er ég auðvitað að ganga inn í ákveðna ríkisstjórn og svo verð ég bara að fá tíma til að koma mér inn í málaflokkana og ráðuneytið og svo kemur það bara í ljós,“ segir Áslaug Arna sem tekur við embættinu í dag. Það kemur í ljós á þriðjudag hvort efri deild mannréttindadómstóls Evrópu taki fyrir Landsréttarmálið. Áslaug Arna segir að ríkisstjórnin sé viðbúin niðurstöðunni. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag. Hún segir að það sé of snemmt að segja til um það hvort áherslubreytingar verði með hana í brúnni en Áslaug Arna er þó sannfærð um að hún muni setja sitt mark á embættið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti fjölmiðlum að loknum þingflokksfundi í gær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir væri næsti dómsmálaráðherra. Það er stór dagur framundan hjá Áslaugu Örnu en ríkisráð kemur saman að Bessastöðum klukkan fjögur en þar mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, formlega láta af embætti. Að loknum ríkisráðsfundi halda þær Þórdís og Áslaug Arna halda upp í dómsmálaráðuneyti þar sem lyklaskipti fara fram. „Ég er mjög spennt fyrir þessum komandi verkefnum sem bíða mín og að starfa með þessu góða fólki í þessu ráðuneyti að öllum þessum fjölmörgu verkefnum.“ Aðspurð hvort hún muni gera miklar breytingar í ráðuneytinu segir Áslaug Arna að of snemmt sé að segja til um það. „Ég er að ganga inn í ákveðna ríkisstjórn og við vinum eftir ákveðnum sáttmála en ég mun alveg setja mitt mark á embættið eins og flestir ráðherrar gera og það verður auðvitað að koma í ljós. Þetta bar mjög brátt að. Ég er auðvitað bara að taka við núna á eftir.“ Hún segist þó hafa sínar hugmyndir og mikinn metnað fyrir embættinu. „Já, þetta eru auðvitað margir málaflokkar sem fara þarna undir. Og ég hef mikinn áhuga á þeim. Ég starfaði sem lögreglumaður og þekki svona þá hlið vel og er auðvitað menntaður lögfræðingur líka. Ég er auðvitað bara spennt að takast á við þær ýmsu áskoranir sem eru þarna undir.“ Nú velta margir fyrir sér hvort hin nýja skipan muni þýða stefnubreyting í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. „Bara eins og ég sagði áðan þá er ég auðvitað að ganga inn í ákveðna ríkisstjórn og svo verð ég bara að fá tíma til að koma mér inn í málaflokkana og ráðuneytið og svo kemur það bara í ljós,“ segir Áslaug Arna sem tekur við embættinu í dag. Það kemur í ljós á þriðjudag hvort efri deild mannréttindadómstóls Evrópu taki fyrir Landsréttarmálið. Áslaug Arna segir að ríkisstjórnin sé viðbúin niðurstöðunni.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30
Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19
Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00
Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26