Ríkisráð Íslands kom saman á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Á fundinum í dag fóru meðal annars fram ráðherraskipti þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra af flokkssystur sinni Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur.
Lyklaskiptin sjálf fara svo fram í dómsmálaráðuneytinu klukkan 17:45.
Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var á svæðinu og tók ráðherra tali.

