Hefur heimsótt 70 sveitarfélög gangandi með hjólbörur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2019 19:30 Hugi Garðarsson, tuttugu og eins árs Reykvíkingur hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði því hann hefur gengið um landið með hjólbörur og heimsótt sjötíu sveitarfélög. Hugi hefur alltaf verið duglegur að ganga og hann ákvað fyrir löngu að hann vildi ganga til styrktar Krabbameinsfélaginu til minningar um ömmu sína, Guðrúnu Hall, sem lést úr krabbameini fyrir 5 árum. Hugi elskar að vera úti í náttúrunni og það hefur hann svo sannarlega verið í sumar því hann er búin að vera á gangi með hjólbörurnar sínar í þrjá mánuði. „Mér finnst mjög gaman að labba í Reykjavík, í vinnuna, í skóla eða hvað sem er. Mig langað að ýta þessu lengra, fara í næsta bæ, kringum Þingvallavatn og síðan ákvað ég bara að labba einn stóran hring í kringum þjóðveg númer eitt og svo núna þetta sumar ákvað ég að styrkja Krabbameinsfélagið með því að labba á sjötíu bæi, á hvern landshluta . Á Snæfellsnes, alla Vestfirði, Norðausturland, Norðurland, Austfirði, Suðurland og Reykjanes“, segir Hugi. Það er einnig hægt að styrkja Krabbameinsfélagið með því að leggja inn á þennan reikning.Magnús HlynurÞegar Hugi er spurður hvaða sveitarfélög hafi verið skemmtilegast að heimsækja stendur ekki á svarinu. „Ég myndi segja Austfirðirnir, bæirnir þar, Reyðarfjörður og Neskaupstaður. Annars voru Vestfirðirnir líka mjög skemmtilegir, ég hafði aldrei komið þangað, eins og Tálknafjörður, Bíldudalur, Patreksfjörður, þetta er allt svona mjög litlir, sætir og skemmtilegir bæir“. En af hverju er hann með hjólbörur með sér? „Nú til þess að hafa miklu meiri farangur en maður ætti að hafa. Annars er ég með gítar, kodda, helling af mat og kistu fulla af fötum, tölvu og öðru, sem ég þarf á að halda í hjólbörunum“.Hugi sem er landvörður í Skaftafelli stundar klassískan gítarleik og hefur notað tækifærið í göngu sumarsins að fara inn í kirkjur og spila á gítarinn. Hugi hefur nú þegar safnað um hálfri milljón fyrir Krabbameinsfélagið en hann vonast til að hann verði búin að ná mun hærri upphæð þegar göngunni lýkur við Þingvallavatn um miðjan mánuðinn. Hægt er að hringja í símanúmerið 908 – 1001 og styrkja gönguna hans Huga og þar með Krabbameinsfélagið með þúsund króna framlagi. Hugi er líka með Facebook síðuna „70 bæja hjólböruganga“ fyrir þá sem vilja fylgjast með honum. Hér má sjá Íslandskort og þær leiðir sem Hugi hefur gengið í sumar.Hugi Garðarsson Árborg Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Hugi Garðarsson, tuttugu og eins árs Reykvíkingur hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði því hann hefur gengið um landið með hjólbörur og heimsótt sjötíu sveitarfélög. Hugi hefur alltaf verið duglegur að ganga og hann ákvað fyrir löngu að hann vildi ganga til styrktar Krabbameinsfélaginu til minningar um ömmu sína, Guðrúnu Hall, sem lést úr krabbameini fyrir 5 árum. Hugi elskar að vera úti í náttúrunni og það hefur hann svo sannarlega verið í sumar því hann er búin að vera á gangi með hjólbörurnar sínar í þrjá mánuði. „Mér finnst mjög gaman að labba í Reykjavík, í vinnuna, í skóla eða hvað sem er. Mig langað að ýta þessu lengra, fara í næsta bæ, kringum Þingvallavatn og síðan ákvað ég bara að labba einn stóran hring í kringum þjóðveg númer eitt og svo núna þetta sumar ákvað ég að styrkja Krabbameinsfélagið með því að labba á sjötíu bæi, á hvern landshluta . Á Snæfellsnes, alla Vestfirði, Norðausturland, Norðurland, Austfirði, Suðurland og Reykjanes“, segir Hugi. Það er einnig hægt að styrkja Krabbameinsfélagið með því að leggja inn á þennan reikning.Magnús HlynurÞegar Hugi er spurður hvaða sveitarfélög hafi verið skemmtilegast að heimsækja stendur ekki á svarinu. „Ég myndi segja Austfirðirnir, bæirnir þar, Reyðarfjörður og Neskaupstaður. Annars voru Vestfirðirnir líka mjög skemmtilegir, ég hafði aldrei komið þangað, eins og Tálknafjörður, Bíldudalur, Patreksfjörður, þetta er allt svona mjög litlir, sætir og skemmtilegir bæir“. En af hverju er hann með hjólbörur með sér? „Nú til þess að hafa miklu meiri farangur en maður ætti að hafa. Annars er ég með gítar, kodda, helling af mat og kistu fulla af fötum, tölvu og öðru, sem ég þarf á að halda í hjólbörunum“.Hugi sem er landvörður í Skaftafelli stundar klassískan gítarleik og hefur notað tækifærið í göngu sumarsins að fara inn í kirkjur og spila á gítarinn. Hugi hefur nú þegar safnað um hálfri milljón fyrir Krabbameinsfélagið en hann vonast til að hann verði búin að ná mun hærri upphæð þegar göngunni lýkur við Þingvallavatn um miðjan mánuðinn. Hægt er að hringja í símanúmerið 908 – 1001 og styrkja gönguna hans Huga og þar með Krabbameinsfélagið með þúsund króna framlagi. Hugi er líka með Facebook síðuna „70 bæja hjólböruganga“ fyrir þá sem vilja fylgjast með honum. Hér má sjá Íslandskort og þær leiðir sem Hugi hefur gengið í sumar.Hugi Garðarsson
Árborg Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira