Búkmyndavélar lögreglu séu til bóta við rannsókn mála Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2019 08:15 Sebastian Kunz er réttarmeinafræðingur. Hluti af starfi hans er að meta ákverka eftir átök. Fréttablaðið/Valli Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur á Landspítalanum, fagnar því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið í notkun svokallaðar búkmyndavélar. Hann segir að um sé að ræða mikið framfaraskref enda geti þær bæði flýtt og auðveldað rannsóknir mála. „Hluti af mínu starfi sem réttarmeinafræðingur er að meta áverka sem verða til eftir átök tveggja eða fleiri aðila. Í flestum tilvikum er það skortur á sönnunargögnum eða ósamræmi í vitnisburði sem gerir starf mitt krefjandi, því þó að krufning eða rannsókn sýni nokkurn veginn hvað gerðist, þá er alltaf svigrúm til annarra túlkunaratriða. Í þeim tilvikum er myndbandsupptaka besta leiðin til þess að tryggja rannsóknina,” segir Sebastian. Sebastian nefnir nýlegt dæmi um unga konu sem lést eftir að hafa farið í svokallað æsingsóráð, sem er ástand sem fólk getur farið í ef það veitir viðnám eða mótspyrnu við handtökur. „Í því tilviki hefði upptaka með sjónarhorni lögreglumannsins hjálpað til við að greina ástæðu andlátsins og hefði getað komið í veg fyrir misræmi í framburði,” segir hann. „Þegar lögreglumenn standa frammi fyrir erfiðum verkefnum eins og þessum þá er það þjálfun, fræðsla og reynsla sem mestu máli skiptir, frekar en sú hugmynd um að fólk sé meðvitað um að það sé verið að taka upp,” bætir Sebastian við, aðspurður hvort myndavél hefði getað breytt einhverju í tilfelli konunnar. Þá bendir Sebastian á að öll gögn sýni fram á mikilvægi myndavéla á lögreglumönnum og því sé eðlilegt að lögreglan hér á landi bregðist við því. „Það hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á þessu sviði. Það skiptir engu máli til hvaða landa er litið, útkoman er alltaf sú sama: búkmyndavélar bæta samskipti lögreglu og almennra borgara.” Myndavélarnar fjörutíu, sem lögreglan keypti nýverið, voru teknar í notkun um þar síðustu helgi. Tíu myndavélar voru keyptar í tilraunaskyni árið 2016 og í framhaldinu var ákveðið að kaupa fleiri vélar með það að markmiði að afla betri sönnunargagna. Fimmtíu lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu bera nú myndavélar við skyldustörf. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur á Landspítalanum, fagnar því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið í notkun svokallaðar búkmyndavélar. Hann segir að um sé að ræða mikið framfaraskref enda geti þær bæði flýtt og auðveldað rannsóknir mála. „Hluti af mínu starfi sem réttarmeinafræðingur er að meta áverka sem verða til eftir átök tveggja eða fleiri aðila. Í flestum tilvikum er það skortur á sönnunargögnum eða ósamræmi í vitnisburði sem gerir starf mitt krefjandi, því þó að krufning eða rannsókn sýni nokkurn veginn hvað gerðist, þá er alltaf svigrúm til annarra túlkunaratriða. Í þeim tilvikum er myndbandsupptaka besta leiðin til þess að tryggja rannsóknina,” segir Sebastian. Sebastian nefnir nýlegt dæmi um unga konu sem lést eftir að hafa farið í svokallað æsingsóráð, sem er ástand sem fólk getur farið í ef það veitir viðnám eða mótspyrnu við handtökur. „Í því tilviki hefði upptaka með sjónarhorni lögreglumannsins hjálpað til við að greina ástæðu andlátsins og hefði getað komið í veg fyrir misræmi í framburði,” segir hann. „Þegar lögreglumenn standa frammi fyrir erfiðum verkefnum eins og þessum þá er það þjálfun, fræðsla og reynsla sem mestu máli skiptir, frekar en sú hugmynd um að fólk sé meðvitað um að það sé verið að taka upp,” bætir Sebastian við, aðspurður hvort myndavél hefði getað breytt einhverju í tilfelli konunnar. Þá bendir Sebastian á að öll gögn sýni fram á mikilvægi myndavéla á lögreglumönnum og því sé eðlilegt að lögreglan hér á landi bregðist við því. „Það hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á þessu sviði. Það skiptir engu máli til hvaða landa er litið, útkoman er alltaf sú sama: búkmyndavélar bæta samskipti lögreglu og almennra borgara.” Myndavélarnar fjörutíu, sem lögreglan keypti nýverið, voru teknar í notkun um þar síðustu helgi. Tíu myndavélar voru keyptar í tilraunaskyni árið 2016 og í framhaldinu var ákveðið að kaupa fleiri vélar með það að markmiði að afla betri sönnunargagna. Fimmtíu lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu bera nú myndavélar við skyldustörf.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15