Seltirningar eru nýliðar í Inkasso-deildinni eftir að hafa komist upp úr 2. deildinni í fyrra en þeir töpuðu 3-2 gegn Leikni þann 24. maí.
Eftir það tók við 15 leikja hrina þar sem Gróttumenn töpuðu ekki leik áður en hinir nýliðarnir í Aftureldingu mættu á Vivaldi-völlinn í gærkvöldi.
Það liðu því tæplega þrír mánuðir frá því að Gróttumenn töpuðu leik, nákvæmlega 88 dagar.
Fyrr í gær fóru Fjölnismenn norður yfir heiðar og niðurlægðu Þórsara, 7-1, einnig í baráttunni um sæti í Pepsi Max-deild karla. Magnamenn unnu svo mikilvægan 1-0 sigur á Víkingi og settu heldur betur spennu í botnbaráttuna.
Þegar tvær umferðir eru eftir er rosaleg barátta á bæði botni og toppi. Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni og þá leiki sem liðin eiga eftir en tvö efstu liðin fara upp í Pepsi Max-deildina. Tvö neðstu liðin falla niður í 2. deild.
Sæti - stig - markatala - leikir eftir:
1. Fjölnir 41 stig (+28) - Leiknir heima og Keflavík úti
2. Grótta 37 stig (+9) - Njarðvík úti og Haukar heima
3. Leiknir R. 36 stig (+8) - Fjölnir úti og Fram heima
4. Þór (+4) 33 stig - Fram úti og Magni heima
5. Keflavík (+5) 31 stig - Haukar úti og Fjölnir heima
6. Fram (-1) 30 stig - Þór heima og Leiknir úti
7. Víkingur Ólafsvík 28 sig - (+5) - Afturelding úti og Njarðvík heima
8. Afturelding (-6) 22 stig - Víkingur úti og Njarðví heima
9. Þróttur (-2) 21 stig - Magni úti og Afturelding heima
10. Haukar (-8) 19 stig - Keflavík heima og Grótta úti
11. Magni (-24) 19 stig - Þróttur heima og Þór úti
12. Njarðvík (-18) 15 stig - Grótta heima og Víkingur Ólafsvík úti