Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 31. ágúst 2019 23:12 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í Viðey í síðustu viku. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. Erna Solberg segir þetta vel geta farið saman enda sé olíuvinnsla Noregs með hærri umhverfiskröfum en annarra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Loftlagsmálin og norðurslóðir voru efst á blaði á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík í síðustu viku, einnig á fundi þeirra með Þýskalandskanslara í Viðey. Vinnslupallurinn Golíat vinnur olíu á nyrsta olíusvæði Noregs, sem er í Barentshafi norðan heimskautsbaugs. En á sama tíma og ráðherrarnir samþykkja nýja framtíðarsýn fyrir Norðurlöndin til næstu tíu ára með aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og sjálfbæra þróun í forgrunni fjölgar olíuborpöllum í lögsögu Noregs í Barentshafi. Gasvinnsla hófst þar árið 2007 og olíuvinnsla árið 2016 og undir forystu Ernu Solberg er norska ríkisstjórnin nú að stórauka olíuleit á svæðinu, og lætur ítrekuð mótmæli Grænfriðunga ekki hafa áhrif á þá stefnumörkun. Þannig buðu norsk stjórnvöld út 90 leitarblokkir í vor, þar af 46 í Barentshafi, en umsóknarfrestur um leitarleyfin rann út í þessari viku. Skip Greenpeace í mótmælaaðgerðum við norskan borpall í Barentshafi árið 2014.Mynd/Greenpeace. Við spurðum Ernu Solberg að loknum Viðeyjarfundinum hvort það gæti farið saman að tala hátíðlega um norðurslóðir og loftlagsmál en vera á sama tíma að stórauka olíuleit í Barentshafi? „Já,“ svarar hún. „Því það er fyrst og fremst notkunin sem ræður úrslitum en ekki framleiðslan. Því að ef það væri ekki hagkvæmt að framleiða þá yrði engin framleiðsla. Þannig að þetta eru helstu takmarkanirnar sem verða til staðar." Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í viðtali við Stöð 2 í Viðey.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Og svo er mikilvægt að við framleiðum olíu með miklu minni losun en tíðkast, með miklu hærri umhverfiskröfur en tíðkast, setjum meiri kröfur um minni losun í sjálfu framleiðsluferlinu,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Norðurslóðir Noregur Umhverfismál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Saka Norðmenn um að leika tveimur skjöldum í loftslagsbaráttunni Norðmenn hafa rekið metnaðarfulla loftslagsstefnu heima fyrir á sama tíma og þeir eru stærstu útflytjendur jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Í nýrri skýrslu sem stór náttúruverndarsamtök standa á bak við er bent á það sem er kallað „hugarmisræmi“ Norðmanna hvað þetta varðar. 10. ágúst 2017 11:16 Greenpeace tapaði dómsmáli gegn olíuleit á norðurslóðum Greenpeace og fleiri umhverfissamtök töpuðu í gær málssókn sinni gegn norska ríkinu vegna úthlutunar nýrra olíuvinnsluleyfa í Barentshafi. 5. janúar 2018 20:30 Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15 Stefna að því að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta svæði í heimi Leiðtogar Norðurlandanna og norrænna stórfyrirtækja undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu í dag. 20. ágúst 2019 12:00 Úthluta metfjölda sérleyfa en hætta við Drekasvæðið Ákvörðun norskra stjórnvalda um að draga ríkisolíufélagið Petoro út úr olíuleit á Drekasvæðinu var tekin daginn eftir að inn í ríkisstjórnina kom nýr flokkur, sem eindregið hefur barist gegn því að Jan Mayen-svæðið yrði opnað til olíuleitar. 23. janúar 2018 22:15 Kveðst vonbetri eftir fund ráðherranna Aðgerða er þörf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta sögðu forsætisráðherrar Norðurlandanna auk Þýskalandskanslara á blaðamannafundi í Viðey í gær. Forsætisráðherra Finna sagðist bjartsýnni í gær en fyrir fundinn. 21. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. Erna Solberg segir þetta vel geta farið saman enda sé olíuvinnsla Noregs með hærri umhverfiskröfum en annarra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Loftlagsmálin og norðurslóðir voru efst á blaði á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík í síðustu viku, einnig á fundi þeirra með Þýskalandskanslara í Viðey. Vinnslupallurinn Golíat vinnur olíu á nyrsta olíusvæði Noregs, sem er í Barentshafi norðan heimskautsbaugs. En á sama tíma og ráðherrarnir samþykkja nýja framtíðarsýn fyrir Norðurlöndin til næstu tíu ára með aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og sjálfbæra þróun í forgrunni fjölgar olíuborpöllum í lögsögu Noregs í Barentshafi. Gasvinnsla hófst þar árið 2007 og olíuvinnsla árið 2016 og undir forystu Ernu Solberg er norska ríkisstjórnin nú að stórauka olíuleit á svæðinu, og lætur ítrekuð mótmæli Grænfriðunga ekki hafa áhrif á þá stefnumörkun. Þannig buðu norsk stjórnvöld út 90 leitarblokkir í vor, þar af 46 í Barentshafi, en umsóknarfrestur um leitarleyfin rann út í þessari viku. Skip Greenpeace í mótmælaaðgerðum við norskan borpall í Barentshafi árið 2014.Mynd/Greenpeace. Við spurðum Ernu Solberg að loknum Viðeyjarfundinum hvort það gæti farið saman að tala hátíðlega um norðurslóðir og loftlagsmál en vera á sama tíma að stórauka olíuleit í Barentshafi? „Já,“ svarar hún. „Því það er fyrst og fremst notkunin sem ræður úrslitum en ekki framleiðslan. Því að ef það væri ekki hagkvæmt að framleiða þá yrði engin framleiðsla. Þannig að þetta eru helstu takmarkanirnar sem verða til staðar." Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í viðtali við Stöð 2 í Viðey.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Og svo er mikilvægt að við framleiðum olíu með miklu minni losun en tíðkast, með miklu hærri umhverfiskröfur en tíðkast, setjum meiri kröfur um minni losun í sjálfu framleiðsluferlinu,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Norðurslóðir Noregur Umhverfismál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Saka Norðmenn um að leika tveimur skjöldum í loftslagsbaráttunni Norðmenn hafa rekið metnaðarfulla loftslagsstefnu heima fyrir á sama tíma og þeir eru stærstu útflytjendur jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Í nýrri skýrslu sem stór náttúruverndarsamtök standa á bak við er bent á það sem er kallað „hugarmisræmi“ Norðmanna hvað þetta varðar. 10. ágúst 2017 11:16 Greenpeace tapaði dómsmáli gegn olíuleit á norðurslóðum Greenpeace og fleiri umhverfissamtök töpuðu í gær málssókn sinni gegn norska ríkinu vegna úthlutunar nýrra olíuvinnsluleyfa í Barentshafi. 5. janúar 2018 20:30 Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15 Stefna að því að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta svæði í heimi Leiðtogar Norðurlandanna og norrænna stórfyrirtækja undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu í dag. 20. ágúst 2019 12:00 Úthluta metfjölda sérleyfa en hætta við Drekasvæðið Ákvörðun norskra stjórnvalda um að draga ríkisolíufélagið Petoro út úr olíuleit á Drekasvæðinu var tekin daginn eftir að inn í ríkisstjórnina kom nýr flokkur, sem eindregið hefur barist gegn því að Jan Mayen-svæðið yrði opnað til olíuleitar. 23. janúar 2018 22:15 Kveðst vonbetri eftir fund ráðherranna Aðgerða er þörf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta sögðu forsætisráðherrar Norðurlandanna auk Þýskalandskanslara á blaðamannafundi í Viðey í gær. Forsætisráðherra Finna sagðist bjartsýnni í gær en fyrir fundinn. 21. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Saka Norðmenn um að leika tveimur skjöldum í loftslagsbaráttunni Norðmenn hafa rekið metnaðarfulla loftslagsstefnu heima fyrir á sama tíma og þeir eru stærstu útflytjendur jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Í nýrri skýrslu sem stór náttúruverndarsamtök standa á bak við er bent á það sem er kallað „hugarmisræmi“ Norðmanna hvað þetta varðar. 10. ágúst 2017 11:16
Greenpeace tapaði dómsmáli gegn olíuleit á norðurslóðum Greenpeace og fleiri umhverfissamtök töpuðu í gær málssókn sinni gegn norska ríkinu vegna úthlutunar nýrra olíuvinnsluleyfa í Barentshafi. 5. janúar 2018 20:30
Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15
Stefna að því að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta svæði í heimi Leiðtogar Norðurlandanna og norrænna stórfyrirtækja undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu í dag. 20. ágúst 2019 12:00
Úthluta metfjölda sérleyfa en hætta við Drekasvæðið Ákvörðun norskra stjórnvalda um að draga ríkisolíufélagið Petoro út úr olíuleit á Drekasvæðinu var tekin daginn eftir að inn í ríkisstjórnina kom nýr flokkur, sem eindregið hefur barist gegn því að Jan Mayen-svæðið yrði opnað til olíuleitar. 23. janúar 2018 22:15
Kveðst vonbetri eftir fund ráðherranna Aðgerða er þörf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta sögðu forsætisráðherrar Norðurlandanna auk Þýskalandskanslara á blaðamannafundi í Viðey í gær. Forsætisráðherra Finna sagðist bjartsýnni í gær en fyrir fundinn. 21. ágúst 2019 09:00