Höfn í Hornafirði gott dæmi um áhrif loftslagsbreytinga Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. ágúst 2019 06:00 Páll Einarsson prófessor emiritus í jarðeðlisfræði. Fréttablaðið/Eyþór. „Þetta eru mjög áþreifanlegar breytingar, sérstaklega í kringum Vatnajökul,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði, um landris í tengslum við jöklabreytingar. Ein mesta váin í tengslum við hlýnun jarðar og bráðnun jökla í heiminum er hækkandi sjávarmál. Talið er að láglendi á meginlöndum og litlum eyjum standi mikil ógn af að verða drekkt í sjó. Hér rís landið hins vegar vegna þess bráðnunarinnar. „Þetta hefur þegar haft veruleg áhrif á Höfn í Hornafirði. Þar er landrisið um einn sentimetri á ári,“ segir Páll. Í tvo áratugi hafa staðið yfir kostnaðarsamar framkvæmdir til þess að sporna við þróuninni. „Hornafjörður er skínandi dæmi um áhrif loftslagsbreytinga. Á Höfn er þetta spurning upp á líf og dauða þorpsins. Ef land rís mikið fer að verða ófært að sigla inn í fjörðinn.“ Hornafjörður varð skipfær í kringum 1930, þegar land hafði sigið nógu mikið. Áður var kaupstaður við Papós í Lóni en hann lagðist af þegar Höfn byggðist upp. Jarðfræðistofnun mælir landris og -sig á öllu landinu en það er mismikið eftir svæðum. „Þegar jöklarnir bráðna og léttast þá rís jarðskorpan,“ segir Páll. „Undirlagið, neðri hluti skorpunnar og möttullinn, undir Íslandi er lint og gefur eftir. Þetta var mest áberandi í lok ísaldar fyrir 10 til 18 þúsund árum. Núna er landið að svara jöklabreytingum sem eru nægilega stórar til þess að þær mælist.“ Langmest er landrisið á Sprengisandi. Undanfarna áratugi hefur það verið um þrír sentimetrar á ári og fer vaxandi. Á suðvesturhorninu, sem er langt frá öllum jöklum, er landið að síga. Páll segir skort á eldvirkni þar mestu skipta. „Reykjanesið stendur á flekaskilum þar sem land gliðnar í sundur. Það hefur ekki verið nein eldvirkni í um það bil 800 ár sem þýðir að flekaskilin síga, það vantar efni,“ segir Páll. Það mun hins vegar breytast eftir tugi eða hundruð ára þegar virkni eykst á nýjan leik. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að bregðast við landsigi með dýrum sjóvörnum, til dæmis á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Stærð Grænlandsjökuls hefur áhrif á Ísland á tvennan hátt, en hann hefur verið að minnka mikið vegna hlýnandi loftslags. „Massi Grænlandsjökuls dregur að sér sjó og myndar eins konar kúlu. Heilmikill massi jökulsins er að hverfa og aðdráttaraflið minnkar sem hefur áhrif á sjávarstöðuna,“ segir Páll. Grænland rís vegna bráðnunar jökla, rétt eins og Ísland, og það hefur einnig áhrif á Ísland. Efni í möttlinum streymir í áttina að Grænlandi sem þýðir að landið undir Íslandi sígur. Páll segir að áhrif jöklabreytinga á Íslandi sjálfu hafi hins vegar mun meiri áhrif hér. Samkvæmt líkönum sem byggð eru á því að núverandi hitastig haldist verða allir íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár. Jöklar eru lengi að bregðast við hitabreytingum en ef það fer að kólna munu þeir vaxa á nýjan leik. „Eins og málin standa virðist hitastigið vera að hækka í heiminum,“ segir Páll. „Þá mun bráðnunin taka skemmri tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
„Þetta eru mjög áþreifanlegar breytingar, sérstaklega í kringum Vatnajökul,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði, um landris í tengslum við jöklabreytingar. Ein mesta váin í tengslum við hlýnun jarðar og bráðnun jökla í heiminum er hækkandi sjávarmál. Talið er að láglendi á meginlöndum og litlum eyjum standi mikil ógn af að verða drekkt í sjó. Hér rís landið hins vegar vegna þess bráðnunarinnar. „Þetta hefur þegar haft veruleg áhrif á Höfn í Hornafirði. Þar er landrisið um einn sentimetri á ári,“ segir Páll. Í tvo áratugi hafa staðið yfir kostnaðarsamar framkvæmdir til þess að sporna við þróuninni. „Hornafjörður er skínandi dæmi um áhrif loftslagsbreytinga. Á Höfn er þetta spurning upp á líf og dauða þorpsins. Ef land rís mikið fer að verða ófært að sigla inn í fjörðinn.“ Hornafjörður varð skipfær í kringum 1930, þegar land hafði sigið nógu mikið. Áður var kaupstaður við Papós í Lóni en hann lagðist af þegar Höfn byggðist upp. Jarðfræðistofnun mælir landris og -sig á öllu landinu en það er mismikið eftir svæðum. „Þegar jöklarnir bráðna og léttast þá rís jarðskorpan,“ segir Páll. „Undirlagið, neðri hluti skorpunnar og möttullinn, undir Íslandi er lint og gefur eftir. Þetta var mest áberandi í lok ísaldar fyrir 10 til 18 þúsund árum. Núna er landið að svara jöklabreytingum sem eru nægilega stórar til þess að þær mælist.“ Langmest er landrisið á Sprengisandi. Undanfarna áratugi hefur það verið um þrír sentimetrar á ári og fer vaxandi. Á suðvesturhorninu, sem er langt frá öllum jöklum, er landið að síga. Páll segir skort á eldvirkni þar mestu skipta. „Reykjanesið stendur á flekaskilum þar sem land gliðnar í sundur. Það hefur ekki verið nein eldvirkni í um það bil 800 ár sem þýðir að flekaskilin síga, það vantar efni,“ segir Páll. Það mun hins vegar breytast eftir tugi eða hundruð ára þegar virkni eykst á nýjan leik. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að bregðast við landsigi með dýrum sjóvörnum, til dæmis á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Stærð Grænlandsjökuls hefur áhrif á Ísland á tvennan hátt, en hann hefur verið að minnka mikið vegna hlýnandi loftslags. „Massi Grænlandsjökuls dregur að sér sjó og myndar eins konar kúlu. Heilmikill massi jökulsins er að hverfa og aðdráttaraflið minnkar sem hefur áhrif á sjávarstöðuna,“ segir Páll. Grænland rís vegna bráðnunar jökla, rétt eins og Ísland, og það hefur einnig áhrif á Ísland. Efni í möttlinum streymir í áttina að Grænlandi sem þýðir að landið undir Íslandi sígur. Páll segir að áhrif jöklabreytinga á Íslandi sjálfu hafi hins vegar mun meiri áhrif hér. Samkvæmt líkönum sem byggð eru á því að núverandi hitastig haldist verða allir íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár. Jöklar eru lengi að bregðast við hitabreytingum en ef það fer að kólna munu þeir vaxa á nýjan leik. „Eins og málin standa virðist hitastigið vera að hækka í heiminum,“ segir Páll. „Þá mun bráðnunin taka skemmri tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira