Sá eini sem vildi í viðtal eftir sýningu Héraðsins á Sauðárkróki var bóndi sem aldrei hefur reitt sig á kaupfélagið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2019 19:15 Eini bíógesturinn sem gaf kost á viðtali eftir að kvikmyndin Héraðið var frumsýnd á Sauðárkróki í gær var eldri bóndi sem segist aldrei hafa þurft að reiða sig á Kaupfélag Skagfirðinga.Skagfirðingar virðast vera nokkuð spenntir fyrir myndinni sem að sögn leikstjórans er byggð á Kaupfélagi Skagfirðinga og sögum úr Skagafirði. Sigurbjörn Björnsson, framkvæmdastjóri Króksbíó var í það minnsta sáttur við viðtökurnar þegar fréttamaður ræddi við hann um sýninguna í gærkvöldi. „Þær hafa verið mjög góðar. Það var uppselt, við erum með sölu í gegnum síma og það var uppselt á fyrstu tvær sýningarnar og komið á þriðju sýninguna sem verður á sunnudaginn,“ sagði Sigurbjörn.Sigurbjörn Björnsson rekur Króksbíó með fjölskyldu sinni.Vísir/Tryggvi PállHéraðið segir af baráttu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Upphaflega átti myndin að vera heimildarmynd um Kaupfélag Skagfirðinga, en erfiðlega gekk að fá heimamenn að tjá sig opinberlega um félagið.Erfiðlega gekk að fá bíógesti í viðtal eftir sýninguna Það var sami veggur og fréttamaður rak sig á eftir sýninguna í gær, en glögglega mátti þó heyra að bíógestir könnuðust við ýmis atriði úr myndinni. Sá eini sem vildi tala við fréttamann var Margeir Björnsson, bóndi í Skagafirði, sem segir myndina lýsa Skagafirði nokkuð vel. „Landbúnaðurinn hér í Skagafirði er til dæmis þannig að fé er flutt utan á Fljótum, 100 kílómetra upp á fjöll og þar ber almenningur fyrir það á kostnað Landgræðslunnar. Þetta er kallaður hagvöxtur,“Hverjir bera ábyrgð á því?Margeir Björnsson, bóndi í Skagafirði.Vísir/Tryggvi Páll„Nú þeir sem stjórna Skagafirði.“Hverjir eru það?„Nú það var verið að draga það fram í myndinni hverjir stjórna honum,“ sagði Margeir í spjalli við fréttamenn skömmu eftir að sýningunni lauk.Hann segist þó ekki hafa kynnst raunum söguhetju myndarinnar á eigin skinni.„Í sjálfu sér ekki því að ég hef aldrei verið þannig settur að þurfa á stórfyrirgreiðslu Kaupfélagsins að halda. Og ég er þannig skoðunar að atvinnurekstur eigi vera þannig að skila eigandanum en ekki þjónustuaðilanum.“Klippa: Héraðið - sýnishorn Bíó og sjónvarp Skagafjörður Tengdar fréttir Uppselt á fyrstu tvær sýningar Héraðsins á Sauðárkróki Mér finnst þessi mynd alls ekki leggjast illa í fólk, segir rekstrarstjóri Króksbíós. 19. ágúst 2019 12:56 Miðaldra kúabóndi gerir uppreisn gegn kaupfélaginu í Héraðinu Hér má sjá glænýja stiklu úr Héraðinu, nýrri íslenskri kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér hina margverðlaunuðu kvikmynd Hrúta. 22. júlí 2019 12:33 Héraðið tekur þátt á Toronto kvikmyndahátíðinni Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. 13. ágúst 2019 14:45 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Eini bíógesturinn sem gaf kost á viðtali eftir að kvikmyndin Héraðið var frumsýnd á Sauðárkróki í gær var eldri bóndi sem segist aldrei hafa þurft að reiða sig á Kaupfélag Skagfirðinga.Skagfirðingar virðast vera nokkuð spenntir fyrir myndinni sem að sögn leikstjórans er byggð á Kaupfélagi Skagfirðinga og sögum úr Skagafirði. Sigurbjörn Björnsson, framkvæmdastjóri Króksbíó var í það minnsta sáttur við viðtökurnar þegar fréttamaður ræddi við hann um sýninguna í gærkvöldi. „Þær hafa verið mjög góðar. Það var uppselt, við erum með sölu í gegnum síma og það var uppselt á fyrstu tvær sýningarnar og komið á þriðju sýninguna sem verður á sunnudaginn,“ sagði Sigurbjörn.Sigurbjörn Björnsson rekur Króksbíó með fjölskyldu sinni.Vísir/Tryggvi PállHéraðið segir af baráttu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Upphaflega átti myndin að vera heimildarmynd um Kaupfélag Skagfirðinga, en erfiðlega gekk að fá heimamenn að tjá sig opinberlega um félagið.Erfiðlega gekk að fá bíógesti í viðtal eftir sýninguna Það var sami veggur og fréttamaður rak sig á eftir sýninguna í gær, en glögglega mátti þó heyra að bíógestir könnuðust við ýmis atriði úr myndinni. Sá eini sem vildi tala við fréttamann var Margeir Björnsson, bóndi í Skagafirði, sem segir myndina lýsa Skagafirði nokkuð vel. „Landbúnaðurinn hér í Skagafirði er til dæmis þannig að fé er flutt utan á Fljótum, 100 kílómetra upp á fjöll og þar ber almenningur fyrir það á kostnað Landgræðslunnar. Þetta er kallaður hagvöxtur,“Hverjir bera ábyrgð á því?Margeir Björnsson, bóndi í Skagafirði.Vísir/Tryggvi Páll„Nú þeir sem stjórna Skagafirði.“Hverjir eru það?„Nú það var verið að draga það fram í myndinni hverjir stjórna honum,“ sagði Margeir í spjalli við fréttamenn skömmu eftir að sýningunni lauk.Hann segist þó ekki hafa kynnst raunum söguhetju myndarinnar á eigin skinni.„Í sjálfu sér ekki því að ég hef aldrei verið þannig settur að þurfa á stórfyrirgreiðslu Kaupfélagsins að halda. Og ég er þannig skoðunar að atvinnurekstur eigi vera þannig að skila eigandanum en ekki þjónustuaðilanum.“Klippa: Héraðið - sýnishorn
Bíó og sjónvarp Skagafjörður Tengdar fréttir Uppselt á fyrstu tvær sýningar Héraðsins á Sauðárkróki Mér finnst þessi mynd alls ekki leggjast illa í fólk, segir rekstrarstjóri Króksbíós. 19. ágúst 2019 12:56 Miðaldra kúabóndi gerir uppreisn gegn kaupfélaginu í Héraðinu Hér má sjá glænýja stiklu úr Héraðinu, nýrri íslenskri kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér hina margverðlaunuðu kvikmynd Hrúta. 22. júlí 2019 12:33 Héraðið tekur þátt á Toronto kvikmyndahátíðinni Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. 13. ágúst 2019 14:45 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Uppselt á fyrstu tvær sýningar Héraðsins á Sauðárkróki Mér finnst þessi mynd alls ekki leggjast illa í fólk, segir rekstrarstjóri Króksbíós. 19. ágúst 2019 12:56
Miðaldra kúabóndi gerir uppreisn gegn kaupfélaginu í Héraðinu Hér má sjá glænýja stiklu úr Héraðinu, nýrri íslenskri kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér hina margverðlaunuðu kvikmynd Hrúta. 22. júlí 2019 12:33
Héraðið tekur þátt á Toronto kvikmyndahátíðinni Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. 13. ágúst 2019 14:45