Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 20. ágúst 2019 20:10 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, umkringdur fréttamönnum á leiðtogafundi Norðurlandanna í Hörpu í dag. Hér svarar hann spurningum fréttamanns Stöðvar 2. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. Kim Kielsen, leiðtogi Grænlendinga, ítrekaði það hins vegar í viðtali við Stöð 2 í Reykjavík í dag að Grænland væri ekki til sölu. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiDonald Trump heldur áfram að halda Grænlandi í heimspressunni, nú síðast með þessu tísti þar sem búið er að setja Trump-turn inn í grænlenskt þorp og segist hann lofa því að gera þetta ekki á Grænlandi. Leiðtogi Grænlendinga fundaði í Reykjavík í dag með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda og hans skilaboð til Trumps eru skýr: „Ég hef sagt það margoft: Grænland er ekki til sölu. Grænland er ekki til sölu.“ -Útrætt mál? „Grænland er ekki til sölu,“ endurtók Kim Kielsen í samtali við fréttamann Stöðvar 2.Nokkur dæmi um fyrirsagnir heimsfjölmiðla síðustu daga um Trump og Grænland,Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Sjaldan eða aldrei hefur Grænland fengið jafnmikla athygli og undanfarna viku en allir stærstu fjölmiðlar heims hafa ítarlega fjallað um Grænland og Trump. „Ég hef sagt að við séum opin fyrir viðskiptum, það er að segja, það eru möguleikar á annars konar samvinnu. Við getum tekið á móti fleiri ferðamönnum frá Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn geta komið inn og tekið meiri þátt í hráefnisvinnslu. Og það er hægt að fjárfesta í fleiru á Grænlandi, þar eru möguleikar. En þetta er okkar ákvörðun, það er ríkisstjórn okkar og þingið okkar sem ákveður hvaða kröfur verða settar fram,“ sagði Kim Kielsen.Kim Kielsen á spjalli við Mette Frederiksen og Katrínu Jakobsdóttur í Hörpu í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kim fundar með Trump í Kaupmannahöfn eftir tvær vikur ásamt Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Þegar hann var spurður hvaða boðskap hann hyggðist færa Trump frá Grænlendingum sagði hann að vinnuhópur grænlenskra stjórnvalda væri nú að fara yfir það hvaða mál yrðu borin upp. „Það verður að sjálfsögðu það sem er gott fyrir Grænland. Það er markmið okkar og við munum vinna það með dönsku nefndinni,“ svaraði forsætisráðherra Grænlands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. Kim Kielsen, leiðtogi Grænlendinga, ítrekaði það hins vegar í viðtali við Stöð 2 í Reykjavík í dag að Grænland væri ekki til sölu. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiDonald Trump heldur áfram að halda Grænlandi í heimspressunni, nú síðast með þessu tísti þar sem búið er að setja Trump-turn inn í grænlenskt þorp og segist hann lofa því að gera þetta ekki á Grænlandi. Leiðtogi Grænlendinga fundaði í Reykjavík í dag með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda og hans skilaboð til Trumps eru skýr: „Ég hef sagt það margoft: Grænland er ekki til sölu. Grænland er ekki til sölu.“ -Útrætt mál? „Grænland er ekki til sölu,“ endurtók Kim Kielsen í samtali við fréttamann Stöðvar 2.Nokkur dæmi um fyrirsagnir heimsfjölmiðla síðustu daga um Trump og Grænland,Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Sjaldan eða aldrei hefur Grænland fengið jafnmikla athygli og undanfarna viku en allir stærstu fjölmiðlar heims hafa ítarlega fjallað um Grænland og Trump. „Ég hef sagt að við séum opin fyrir viðskiptum, það er að segja, það eru möguleikar á annars konar samvinnu. Við getum tekið á móti fleiri ferðamönnum frá Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn geta komið inn og tekið meiri þátt í hráefnisvinnslu. Og það er hægt að fjárfesta í fleiru á Grænlandi, þar eru möguleikar. En þetta er okkar ákvörðun, það er ríkisstjórn okkar og þingið okkar sem ákveður hvaða kröfur verða settar fram,“ sagði Kim Kielsen.Kim Kielsen á spjalli við Mette Frederiksen og Katrínu Jakobsdóttur í Hörpu í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kim fundar með Trump í Kaupmannahöfn eftir tvær vikur ásamt Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Þegar hann var spurður hvaða boðskap hann hyggðist færa Trump frá Grænlendingum sagði hann að vinnuhópur grænlenskra stjórnvalda væri nú að fara yfir það hvaða mál yrðu borin upp. „Það verður að sjálfsögðu það sem er gott fyrir Grænland. Það er markmið okkar og við munum vinna það með dönsku nefndinni,“ svaraði forsætisráðherra Grænlands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38
Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent