Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. ágúst 2019 10:26 Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. vísir/friðrik þór Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. Þetta staðfesti Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður annars af kaupendunum, í samtali við fréttastofu í morgun. Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. Í gærkvöldi var hins vegar fundað langt fram á kvöld til þess að reyna að ná sátt í málinu. Áfram verður fundað í dag og reynt að ná samningum. „Aðilar hafa verið að ræða hvort það sé einhver grundvöllur til sátta og það er að skýrast á næstunni hvort sá grundvöllur sé til staðar eða ekki. Það liggur ekki endanlega fyrir á þessu stigi,“ segir Sigrún Ingibjörg en kveðst ekki vilja tjá sig um það sem felst í viðræðunum. Hún býst við að þær taki ekki langan tíma. Sigrún segir umbjóðendur sína ekki enn hafa fengið lyklana að íbúð sinni afhenta. „Þetta er auðvitað atriði sem hefur verulega þýðingu í þessum viðræðum og umbjóðendur mínir eru ósáttir. Þeir hefðu talið eðlilegast að fá lyklana afhenta og síðan ræða einhverjar útfærslur en það hefur ekki verið svoleiðis.“Hver er þá staðan núna? „Þau eru bara enn þá á götunni og hafa verið á götunni frá því að þau afhentu húsið sitt í lok júlí þegar þau áttu von á því að fá íbúðina afhenta,“ segir Sigrún. Hún segir engan vafa á því í sínum huga að kaupsamningurinn standi. „Og ef það á að semja þá er verið að semja algjörlega umfram skyldu vegna þess að fólkið er í þessari stöðu og vill fá íbúðina afhenta. En svo þarf að koma í ljós hversu langt fólk er tilbúið að ganga til þess.“Fréttin var uppfærð klukkan 10:55 með viðtali við Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur. Húsnæðismál Tengdar fréttir Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. Þetta staðfesti Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður annars af kaupendunum, í samtali við fréttastofu í morgun. Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. Í gærkvöldi var hins vegar fundað langt fram á kvöld til þess að reyna að ná sátt í málinu. Áfram verður fundað í dag og reynt að ná samningum. „Aðilar hafa verið að ræða hvort það sé einhver grundvöllur til sátta og það er að skýrast á næstunni hvort sá grundvöllur sé til staðar eða ekki. Það liggur ekki endanlega fyrir á þessu stigi,“ segir Sigrún Ingibjörg en kveðst ekki vilja tjá sig um það sem felst í viðræðunum. Hún býst við að þær taki ekki langan tíma. Sigrún segir umbjóðendur sína ekki enn hafa fengið lyklana að íbúð sinni afhenta. „Þetta er auðvitað atriði sem hefur verulega þýðingu í þessum viðræðum og umbjóðendur mínir eru ósáttir. Þeir hefðu talið eðlilegast að fá lyklana afhenta og síðan ræða einhverjar útfærslur en það hefur ekki verið svoleiðis.“Hver er þá staðan núna? „Þau eru bara enn þá á götunni og hafa verið á götunni frá því að þau afhentu húsið sitt í lok júlí þegar þau áttu von á því að fá íbúðina afhenta,“ segir Sigrún. Hún segir engan vafa á því í sínum huga að kaupsamningurinn standi. „Og ef það á að semja þá er verið að semja algjörlega umfram skyldu vegna þess að fólkið er í þessari stöðu og vill fá íbúðina afhenta. En svo þarf að koma í ljós hversu langt fólk er tilbúið að ganga til þess.“Fréttin var uppfærð klukkan 10:55 með viðtali við Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01
Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49
Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55