Handalaus táningur tekur þátt í þríþrautarkeppni í Chicago Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 12:30 Tim Bannon. Skjámynd/Shriners Hospitals for Children — Chicago Hinn fjórtán ára gamli Tim Bannon ætlar ekki að láta neitt stoppa sig og er staðráðinn að prófa sem flestar íþróttir þrátt fyrir að glíma við mótlæti sem myndi stöðva flesta. Tim Bannon fæddist án beggja handa og vakti mikla athygli á dögunum þegar myndband með honum fór á flug á netinu. Tim Bannon komst þar yfir ótta sinn og tókst að stökkva upp á háan kassa eftir mikla dramatík. Það ævintýri allt saman virðist einungis hafa kveikt áhuga hjá honum að fara enn lengra út fyrir þægindarammann. Tim Bannon ætlar nefnilega að keppa í þríþrautarkeppninni í Chicago um komandi helgi.Tim Bannon was born without arms. He’ll compete in this weekend’s Chicago Triathlon. And then, he’s trying out to be Proviso West’s kicker.https://t.co/mGnxoan6Kj via @_phil_thompsonpic.twitter.com/hWzQAgLRD3 — Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) August 21, 2019Það er ekkert grín fyrir venjulegan mann að keppa í þríþraut hvað þá mann sem hefur engar hendur. Í þríþrautarkeppninni þarf hann bæði að synda og hjóla en endar svo á því að hlaupa. Tim Bannon tekur lítið þríþrautarskref að þessu sinni og keppir „bara“ í barnahlaupinu á þríþrautarhátíðinni í Chicago sem kallast Life Time Tri Kids. Hann þarf þar samt að synda 200 metra, hjóla 6,4 kílómetra og hlaupa 2 kílómetra. Tim telur að hjólið sé hann sterkasti hluti í keppninni. „Ég er ekki hrifinn af sundinu. Mér líkar við vatnið en er bara ekki hrifinn af því að hamast í vatninu,“ sagði Tim við Chicago Sports. Aðstandendur hans hafa þó engar áhyggjur af því að hann geti ekki klárað þessa 200 metra í vatninu. Móðir hans, Linda Bannon, sem er fæddist einnig handalaus vegna Holt-Oram sjúkdómsins, mun keppa í þríþrautarkeppni sunnudagsins. Tim hefur þegar skipulagt næsta ævintýri á eftir þríþrautinni því hann ætlar að reyna sig sem sparkari í amerískum fótbolta. Það er eitthvað sem menn verða að sjá til að trúa. Tim er ekki hræddur við líkamlegu átökin enda segir hann að sparkarar lendi sjaldnast í slíku. „Allir vinir mínir voru að hlæja að mér. Ætlar þú að gera þetta? Ég hef ekki áhyggjur af því að vera tæklaður. Mig langar bara að prófa það að verða sparkari,“ sagði Tim Bannon. Tim Bannon segist þó ekki vera mikill íþróttamaður sem slíkur eða að hann stefni á afreki í einhverri sérstakri íþróttagrein. Hann vill hins vegar fá tækifæri til að prófa sem flestar og sýna um leið heiminum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Íþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Hinn fjórtán ára gamli Tim Bannon ætlar ekki að láta neitt stoppa sig og er staðráðinn að prófa sem flestar íþróttir þrátt fyrir að glíma við mótlæti sem myndi stöðva flesta. Tim Bannon fæddist án beggja handa og vakti mikla athygli á dögunum þegar myndband með honum fór á flug á netinu. Tim Bannon komst þar yfir ótta sinn og tókst að stökkva upp á háan kassa eftir mikla dramatík. Það ævintýri allt saman virðist einungis hafa kveikt áhuga hjá honum að fara enn lengra út fyrir þægindarammann. Tim Bannon ætlar nefnilega að keppa í þríþrautarkeppninni í Chicago um komandi helgi.Tim Bannon was born without arms. He’ll compete in this weekend’s Chicago Triathlon. And then, he’s trying out to be Proviso West’s kicker.https://t.co/mGnxoan6Kj via @_phil_thompsonpic.twitter.com/hWzQAgLRD3 — Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) August 21, 2019Það er ekkert grín fyrir venjulegan mann að keppa í þríþraut hvað þá mann sem hefur engar hendur. Í þríþrautarkeppninni þarf hann bæði að synda og hjóla en endar svo á því að hlaupa. Tim Bannon tekur lítið þríþrautarskref að þessu sinni og keppir „bara“ í barnahlaupinu á þríþrautarhátíðinni í Chicago sem kallast Life Time Tri Kids. Hann þarf þar samt að synda 200 metra, hjóla 6,4 kílómetra og hlaupa 2 kílómetra. Tim telur að hjólið sé hann sterkasti hluti í keppninni. „Ég er ekki hrifinn af sundinu. Mér líkar við vatnið en er bara ekki hrifinn af því að hamast í vatninu,“ sagði Tim við Chicago Sports. Aðstandendur hans hafa þó engar áhyggjur af því að hann geti ekki klárað þessa 200 metra í vatninu. Móðir hans, Linda Bannon, sem er fæddist einnig handalaus vegna Holt-Oram sjúkdómsins, mun keppa í þríþrautarkeppni sunnudagsins. Tim hefur þegar skipulagt næsta ævintýri á eftir þríþrautinni því hann ætlar að reyna sig sem sparkari í amerískum fótbolta. Það er eitthvað sem menn verða að sjá til að trúa. Tim er ekki hræddur við líkamlegu átökin enda segir hann að sparkarar lendi sjaldnast í slíku. „Allir vinir mínir voru að hlæja að mér. Ætlar þú að gera þetta? Ég hef ekki áhyggjur af því að vera tæklaður. Mig langar bara að prófa það að verða sparkari,“ sagði Tim Bannon. Tim Bannon segist þó ekki vera mikill íþróttamaður sem slíkur eða að hann stefni á afreki í einhverri sérstakri íþróttagrein. Hann vill hins vegar fá tækifæri til að prófa sem flestar og sýna um leið heiminum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Íþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira