Alonso stefnir á Dakar rallið Bragi Þórðarson skrifar 22. ágúst 2019 17:45 Alonso stefnir á þátttöku í sögufræga eyðimekrurrallinu á næsta ári á hinum sigursæla Toyota Hilux. Getty Tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn Fernando Alonso stefnir á að taka þátt í Dakar rallinu Janúar 2020. Hann hefur verið að prófa Toyota Hilux jeppann og er undirbúningur fyrir rallið kominn á fullt skrið. Spánverjinn setti Formúlu hanskana á hilluna í lok síðasta árs og hefur verið að prófa hinar ýmsu gerðir akstursíþrótta í ár. Hann varði titill sinn í þolakstri meðal annars með sigri í hinum sögufræga 24. stunda Le Mans kappakstri með Toyota. Nú hefur áhugi hans á rallakstri kviknað og kemur sér því vel fyrir Spánverjann að vera partur af Toyota liðinu. Það var einmitt Toyota sem stóð uppi sem sigurvegari í Dakar rallinu í Janúar síðastliðin. Nasser Al-Attyah kom í mark sem öruggur sigurvegari á sínum Hilux til að tryggja Toyota sinn fyrsta sigur í sögufræga rallinu. Alonso langar að vinna í eins mörgum tegundum akstursíþrótta og hægt er. ,,Eftir sigra í Formúlu 1, Le Mans og Daytona, þá er þetta stórt skref fyrir mig að færa mig af malbiki yfir á möl'' sagði Fernando við Sky Sports. Undirbúningur fyrir rallið er kominn á fullt og stefnir Alonso á að taka þátt í Harrismith 400 rallinu í Suður-Afríku núna í september. Formúla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn Fernando Alonso stefnir á að taka þátt í Dakar rallinu Janúar 2020. Hann hefur verið að prófa Toyota Hilux jeppann og er undirbúningur fyrir rallið kominn á fullt skrið. Spánverjinn setti Formúlu hanskana á hilluna í lok síðasta árs og hefur verið að prófa hinar ýmsu gerðir akstursíþrótta í ár. Hann varði titill sinn í þolakstri meðal annars með sigri í hinum sögufræga 24. stunda Le Mans kappakstri með Toyota. Nú hefur áhugi hans á rallakstri kviknað og kemur sér því vel fyrir Spánverjann að vera partur af Toyota liðinu. Það var einmitt Toyota sem stóð uppi sem sigurvegari í Dakar rallinu í Janúar síðastliðin. Nasser Al-Attyah kom í mark sem öruggur sigurvegari á sínum Hilux til að tryggja Toyota sinn fyrsta sigur í sögufræga rallinu. Alonso langar að vinna í eins mörgum tegundum akstursíþrótta og hægt er. ,,Eftir sigra í Formúlu 1, Le Mans og Daytona, þá er þetta stórt skref fyrir mig að færa mig af malbiki yfir á möl'' sagði Fernando við Sky Sports. Undirbúningur fyrir rallið er kominn á fullt og stefnir Alonso á að taka þátt í Harrismith 400 rallinu í Suður-Afríku núna í september.
Formúla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira