Borgarstjóra blöskrar umræða um stam Seðlabankastjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2019 13:05 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, getur ekki orða bundist yfir því hve margir leggja lykkju á leið sinni í umræðu um nýjan Seðlabankastjóra til að gera lítið úr þeirri staðreynd að hann stami. Borgarstjóri skrifar pistil í tilefni þessa en Ásgeir tók við starfinu í vikunni. „Ég ólst upp við það að Gauti bróðir stamaði. Mjög illa. Frá frumbernsku man ég eftir kvíðanum og angistinni sem fylgdi þessu og ég man eftir umræðum við foreldra okkar um mikilvægi þolinmæði, bíða, ekki grípa frammí og ekki gera óþarfa mál úr þessu. Það þurfti varla að hafa orð á því að stríðni eða háð væri útilokað,“ segir Dagur. „Ég gat hins vegar orðið mjög reiður ef ég fann fyrir háði eða stríðni í garð bróður míns út af þessu. Stamið eltist af honum og ég veit fyrir víst að Ásgeir hefur með mikilli vinnu unnið mjög úr sínu málhelti.“ Hann segir að síðar á ævinni hafi hann kynnst því að margt kjarkmesta fólk sem hann hafi kynnst hafi þá reynslu að hafa þurft að glíma við stam.Heiðar Helguson var kjörinn íþróttamaður ársins 2011. Dagur segir hann mikla fyrirmynd þegar komi að stami.Fréttablaðið/pjetur„Ég vona að Heiðar Helguson knattspyrnumaður fyrirgefi mér að ég nefni hann sem sérstaka fyrirmynd í þessu efni. Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag og bið allt fullorðið fólk að hugleiða þessi orð. Ef við krakkarnir gátum tekið tillit og sýnt stuðning fjögurra, fimm ára gömul, hljótum við öll að geta gert það.“ Fleiri virðast hafa tekið eftir þessari umræðu og leggja orð í belg. Þeirra á meðal Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. „Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvað fullorðið fólk hefur talað um málhelti seðlabankastjóra með ljótum og stórum orðum. Ég veit að Ásgeir getur tekist á við það en það er bara svo vont að verða vitni að svona miklum andstyggilegheitum, maður verður ekkert sérlega bjartsýnn á samfélagið.“ Umræðan sem Dagur nefnir virðist hins vegar koma Illuga Jökulssyni og fleirum í opna skjöldu. Sumir gerðu sér ekki grein fyrir að Ásgeir stamaði og aðrir segjast ekki hafa orðið varir við neina umræðu hvað þetta varði. „Þetta er fínn pistill en ég hef hlustað á Ásgeir Jónsson tala í 12-13 ár og hafði ekki hugmynd um að hann stamaði og hef hvorki fyrr né síðar séð neinn skamma hann fyrir það. Ég vissi ekki af þessu fyrr en það var farið að skamma einhverja ónafngreinda menn fyrir að gera lítið úr honum vegna þessa.“ „Vel mælt. Tek hér undir hvert orð!“ segir Jakob Frímann Magnússon. Reykjavík Seðlabankinn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, getur ekki orða bundist yfir því hve margir leggja lykkju á leið sinni í umræðu um nýjan Seðlabankastjóra til að gera lítið úr þeirri staðreynd að hann stami. Borgarstjóri skrifar pistil í tilefni þessa en Ásgeir tók við starfinu í vikunni. „Ég ólst upp við það að Gauti bróðir stamaði. Mjög illa. Frá frumbernsku man ég eftir kvíðanum og angistinni sem fylgdi þessu og ég man eftir umræðum við foreldra okkar um mikilvægi þolinmæði, bíða, ekki grípa frammí og ekki gera óþarfa mál úr þessu. Það þurfti varla að hafa orð á því að stríðni eða háð væri útilokað,“ segir Dagur. „Ég gat hins vegar orðið mjög reiður ef ég fann fyrir háði eða stríðni í garð bróður míns út af þessu. Stamið eltist af honum og ég veit fyrir víst að Ásgeir hefur með mikilli vinnu unnið mjög úr sínu málhelti.“ Hann segir að síðar á ævinni hafi hann kynnst því að margt kjarkmesta fólk sem hann hafi kynnst hafi þá reynslu að hafa þurft að glíma við stam.Heiðar Helguson var kjörinn íþróttamaður ársins 2011. Dagur segir hann mikla fyrirmynd þegar komi að stami.Fréttablaðið/pjetur„Ég vona að Heiðar Helguson knattspyrnumaður fyrirgefi mér að ég nefni hann sem sérstaka fyrirmynd í þessu efni. Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag og bið allt fullorðið fólk að hugleiða þessi orð. Ef við krakkarnir gátum tekið tillit og sýnt stuðning fjögurra, fimm ára gömul, hljótum við öll að geta gert það.“ Fleiri virðast hafa tekið eftir þessari umræðu og leggja orð í belg. Þeirra á meðal Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. „Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvað fullorðið fólk hefur talað um málhelti seðlabankastjóra með ljótum og stórum orðum. Ég veit að Ásgeir getur tekist á við það en það er bara svo vont að verða vitni að svona miklum andstyggilegheitum, maður verður ekkert sérlega bjartsýnn á samfélagið.“ Umræðan sem Dagur nefnir virðist hins vegar koma Illuga Jökulssyni og fleirum í opna skjöldu. Sumir gerðu sér ekki grein fyrir að Ásgeir stamaði og aðrir segjast ekki hafa orðið varir við neina umræðu hvað þetta varði. „Þetta er fínn pistill en ég hef hlustað á Ásgeir Jónsson tala í 12-13 ár og hafði ekki hugmynd um að hann stamaði og hef hvorki fyrr né síðar séð neinn skamma hann fyrir það. Ég vissi ekki af þessu fyrr en það var farið að skamma einhverja ónafngreinda menn fyrir að gera lítið úr honum vegna þessa.“ „Vel mælt. Tek hér undir hvert orð!“ segir Jakob Frímann Magnússon.
Reykjavík Seðlabankinn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent