Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, lék fyrsta hringinn á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina, þá sterkustu í heimi, á pari. Leikið er á Dinah Shore-vellinum í Kaliforníu.
Valdís fékk þrjá fugla og þrjá skolla á hringnum í dag.
Þegar þetta er skrifað er Valdís í 34. sæti af þeim kylfingum sem hafa lokið leik á fyrsta keppnisdegi.
Leikið er á þremur völlum í Kaliforníu. Allir kylfingarnir leika einn hring á hverjum velli.
Skorið verður niður eftir þrjá hringi á mótinu og lokahringurinn verður svo leikinn á Dinah Shore-vellinum. Þar berjast þeir sem komust í gegnum niðurskurðinn um a.m.k. 60 laus sæti á næsta stigi.
Valdís Þóra í fínni stöðu eftir fyrsta hring
