Landgræðsla innan þjóðgarðs hefur staðið yfir í tvo áratugi Sveinn Arnarsson skrifar 23. ágúst 2019 06:15 Herðubreiðarlindir eru að margra mati einn fegursti staður hálendisins. Fréttablaðið/GVA Endurheimt gróðurs innan Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið stunduð síðan árið 1998 þó að þjóðgarðurinn sé friðaður. Uppbygging þjóðgarðs stöðvar þannig ekki að illa farið land sé endurheimt. Landgræðslan og Skógræktin hafa sent inn umsögn vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um að setja á laggirnar hálendisþjóðgarð. Hafa stofnanirnar sagt að mikilvægt væri að þjóðgarður myndi ekki festa í sessi illa farið land heldur að hægt væri að græða upp hálendið og endurheimta þar með fokið land. Guðmundur Ingi Guðbrandsson lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið í gær að eitt af tækifærum við miðhálendisþjóðgarð væri að endurheimta gróður og jarðveg og að slíka endurheimt mætti til dæmis sjá í Vatnajökulsþjóðgarði. Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir það einmitt vera eitt af markmiðunum garðsins. „Landgræðsla og endurheimt landgæða er ekki bönnuð innan Vatnajökulsþjóðgarðs heldur er frekar hvatt til slíks. Í stjórnunar og verndaráætlun þjóðgarðsins stendur að stöðva eigi gróður- og jarðvegseyðingu og stuðla að vistheimt raskaðra vistkerfa,“ segir Magnús. Í verndaráætlun þjóðgarðsins er jafnframt bent á þetta og fullyrt að mikil jarðvegseyðing hafi átt sér stað. „Gróður- og jarðvegseyðing hefur víða leitt til landhnignunar innan marka þjóðgarðsins. Brýnt er að stöðva landeyðingu þar sem þess er kostur og stuðla að vistheimt illa farins lands. Stuðlað verður að vistheimt raskaðra vistkerfa á þeim svæðum sem þjóðgarðsyfirvöld, í samráði við Landgræðsluna, telja nauðsynlegt. Inngripum í náttúrulega framvinduferla skal haldið í lágmarki,“ segir í verndaráætluninni. Í áætluninni eru einnig talin upp landgræðslusvæði á Norðurlandi þar sem ákjósanlegt er að græða upp land. Frá árinu 1998 hafa landgræðslan og þjóðgarðurinn staðið að árlegum landgræðsluaðgerðum. Sex árum síðar, árið 2004, var verkefnið tekið út og það talið hafa skilað ágætum árangri. Landgræðslusvæði eru einnig innan austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, nálægt Kárahnjúkavirkjun. Starfsfólk þjóðgarðsins er þar í góðu samstarfi við landgræðsluna varðandi uppgræðslu á því svæði. Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Endurheimt gróðurs innan Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið stunduð síðan árið 1998 þó að þjóðgarðurinn sé friðaður. Uppbygging þjóðgarðs stöðvar þannig ekki að illa farið land sé endurheimt. Landgræðslan og Skógræktin hafa sent inn umsögn vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um að setja á laggirnar hálendisþjóðgarð. Hafa stofnanirnar sagt að mikilvægt væri að þjóðgarður myndi ekki festa í sessi illa farið land heldur að hægt væri að græða upp hálendið og endurheimta þar með fokið land. Guðmundur Ingi Guðbrandsson lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið í gær að eitt af tækifærum við miðhálendisþjóðgarð væri að endurheimta gróður og jarðveg og að slíka endurheimt mætti til dæmis sjá í Vatnajökulsþjóðgarði. Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir það einmitt vera eitt af markmiðunum garðsins. „Landgræðsla og endurheimt landgæða er ekki bönnuð innan Vatnajökulsþjóðgarðs heldur er frekar hvatt til slíks. Í stjórnunar og verndaráætlun þjóðgarðsins stendur að stöðva eigi gróður- og jarðvegseyðingu og stuðla að vistheimt raskaðra vistkerfa,“ segir Magnús. Í verndaráætlun þjóðgarðsins er jafnframt bent á þetta og fullyrt að mikil jarðvegseyðing hafi átt sér stað. „Gróður- og jarðvegseyðing hefur víða leitt til landhnignunar innan marka þjóðgarðsins. Brýnt er að stöðva landeyðingu þar sem þess er kostur og stuðla að vistheimt illa farins lands. Stuðlað verður að vistheimt raskaðra vistkerfa á þeim svæðum sem þjóðgarðsyfirvöld, í samráði við Landgræðsluna, telja nauðsynlegt. Inngripum í náttúrulega framvinduferla skal haldið í lágmarki,“ segir í verndaráætluninni. Í áætluninni eru einnig talin upp landgræðslusvæði á Norðurlandi þar sem ákjósanlegt er að græða upp land. Frá árinu 1998 hafa landgræðslan og þjóðgarðurinn staðið að árlegum landgræðsluaðgerðum. Sex árum síðar, árið 2004, var verkefnið tekið út og það talið hafa skilað ágætum árangri. Landgræðslusvæði eru einnig innan austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, nálægt Kárahnjúkavirkjun. Starfsfólk þjóðgarðsins er þar í góðu samstarfi við landgræðsluna varðandi uppgræðslu á því svæði.
Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira