Innlent

Áttfaldi potturinn gekk út

Andri Eysteinsson skrifar
Mikið af krónum.
Mikið af krónum. Vísir/Vilhelm
Áttfaldur lottópottur sem nam rúmri 131 milljón króna skiptist jafnt milli fimm miðahafa sem höfðu heppnina með sér.

Um er að ræða stærsta lottópott í dágóðan tíma en samkvæmt tilkynningu frá Íslenskri Getspá voru vinningsmiðarnir seldir á ýmsum stöðum. Einn vinningshafa var í áskrift, annar keypti miðann sinn á lotto.is, sá þriðji var seldur í Hagkaup á Akureyri.

Fjórði vinningshafinn keypti sinn miða í Happahúsinu Kringlunni sem var svo sannarlega réttnefni í þetta skiptið. Síðasti miðinn var þá keyptur í versluninni Hjá Jóhönnu í Tálknafirði.

Stóri vinningurinn skiptist því í fimm hluta og fær hver miðahafi rúmar 26 milljónir í sinn hlut.

16 fengu bónusvinninginn 86.890 krónur á mann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×