Lán Íbúðalánasjóðs í boði allsstaðar á landinu á köldu markaðssvæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 26. ágúst 2019 20:30 Íbúðalánasjóði er nú heimilt að veita lán til byggingar á markaðssvæðum þar sem misvægi er í byggingarkostnaði og markaðsvirði. Félags- og barnamálaráðherra undirritaði reglugerðarbreytinguna á nýjum húsgrunni í einu minnsta þorpi landsins. Breytingin þýðir að sveitarfélög, einstaklingar og félög sem ekki eru drifin af hagnaðarsjónarmiði geta nú sótt um lán til sjóðsins og getur lánsfjárhæðin numið allt að 90% af markaðsvirði. Ásmundur Einar Daðason, undirritaði reglugerðarbreytinguna hér á Drangsnesi á Kaldrananesi. Breyting reglugerðarinnar á sér aðdraganda en sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði, með það að markmiði að styrkja húsnæðismarkaðinn á kaldari markaðssvæðum. Reglugerðarbreytingin nú nær til allra sveitarfélaga á landsbyggðinni. „Þetta er bara lánaflokkur sem er bundinn því skilyrði að sveitarfélög sem fá höfnun á lánsfjármögnun eða einstaklingar sem búa í sveitarfélögum sem fá höfnun á lánsfjármögnun vegna þess að þeir búa á köldu markaðssvæði eða að vaxtakjör séu hærri af þeim sökum og fá höfnun,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Það sem hefur einkennt byggingamarkaðinn sérstaklega í smærri bæjarfélögum er, til að mynda, hár byggingarkostnaður og erfitt aðgengi að lánsfé. Með nýrri lánaleið Íbúðarlánasjóðs er fólki gert kleift að ráðast í byggingu leigu- eða eignaríbúða á svæðum sem erfitt hefur reynst að fá fjármögnun. Lán Íbúðalánasjóðs geta verið til allt að 35 ára og bera lánin vexti samkvæmt ákvörðun stjórnar en skulu þó ekki vera lægri en markaðsvextir á almennum fasteignalánum á virkari markaðssvæðum.Geta allir sem vilja byggja á köldum markaðssvæðum ráðist í það núna og fengið lán hjá Íbúðalánasjóði?„Að því gefnu að það sé skortur á húsnæði og sveitarfélag hafi kortlagt húsnæðisþörfina og skilað inn húsnæðisáætlun og fengið hana staðfesta og að því gefnu að það sé eftirspurn eftir húsnæði þá er það hagur þjóðfélagsins í heild að þar sé byggt,“ bætir Ásmundur við.Markmiðið með reglugerðarbreytingunni er að tryggja eðlilega fjölgun íbúða á þessum svæðum og aukið húsnæðisöryggi óháð búsetu.Hvenær áttu von á því að sjá árangur af þessari vinnu?„Ég á von á því til dæmis að húsgrunnurinn hér sem stendur fyrir aftan okkur, ég veit að sveitarstjórnin hér hefur þrýst mjög á að við komum þessum lánaflokki af stað og kannski farið af stað í trausti þess að það myndi gerast. Ég á von á því að við séum þegar að byrja að sjá árangurinn og við munum sjá það á næstu vikum og mánuðum og einu-tveimur árum að þetta aftri ekki atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni að það vanti húsnæði,“ sagði Ásmundur Einar. Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps, segir sveitarfélagið vera stórhuga og verið sé að ráðast í framkvæmdir á byggingu parhúss, búið sé að leggja götu og útdeila götunni þremur lóðum. Framkvæmdir í götunni nýju eru þegar byrjaðar. „Núna kíkti félagsmálaráðherra til okkar og við vorum rosalega ánægð með heimsóknina hjá honum og með fréttirnar sem hann hafði okkur að færa.“ Finnur segir það ekki leyndarmál að markaðsbrestur sé víða á landsbyggðinni og fagnar því að verið sé að reyna að vinna bug á honum. Hann vonast til að þetta þýði að frekari uppbygging verði möguleg. „Byggingakostnaðurinn er alltaf sá sami í kring um landið og ef eitthvað er frekar óhagsstæður vegna flutnings en þetta leggst allt á eitt: þegar er góður vilji er hægt að gera góða hluti. Ég vona innilega að hús muni rísa í hverju þorpi í kring um landið út af því að það er frábært að vera úti á landi,“ segir Finnur. Félagsmál Húsnæðismál Kaldrananeshreppur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Íbúðalánasjóði er nú heimilt að veita lán til byggingar á markaðssvæðum þar sem misvægi er í byggingarkostnaði og markaðsvirði. Félags- og barnamálaráðherra undirritaði reglugerðarbreytinguna á nýjum húsgrunni í einu minnsta þorpi landsins. Breytingin þýðir að sveitarfélög, einstaklingar og félög sem ekki eru drifin af hagnaðarsjónarmiði geta nú sótt um lán til sjóðsins og getur lánsfjárhæðin numið allt að 90% af markaðsvirði. Ásmundur Einar Daðason, undirritaði reglugerðarbreytinguna hér á Drangsnesi á Kaldrananesi. Breyting reglugerðarinnar á sér aðdraganda en sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði, með það að markmiði að styrkja húsnæðismarkaðinn á kaldari markaðssvæðum. Reglugerðarbreytingin nú nær til allra sveitarfélaga á landsbyggðinni. „Þetta er bara lánaflokkur sem er bundinn því skilyrði að sveitarfélög sem fá höfnun á lánsfjármögnun eða einstaklingar sem búa í sveitarfélögum sem fá höfnun á lánsfjármögnun vegna þess að þeir búa á köldu markaðssvæði eða að vaxtakjör séu hærri af þeim sökum og fá höfnun,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Það sem hefur einkennt byggingamarkaðinn sérstaklega í smærri bæjarfélögum er, til að mynda, hár byggingarkostnaður og erfitt aðgengi að lánsfé. Með nýrri lánaleið Íbúðarlánasjóðs er fólki gert kleift að ráðast í byggingu leigu- eða eignaríbúða á svæðum sem erfitt hefur reynst að fá fjármögnun. Lán Íbúðalánasjóðs geta verið til allt að 35 ára og bera lánin vexti samkvæmt ákvörðun stjórnar en skulu þó ekki vera lægri en markaðsvextir á almennum fasteignalánum á virkari markaðssvæðum.Geta allir sem vilja byggja á köldum markaðssvæðum ráðist í það núna og fengið lán hjá Íbúðalánasjóði?„Að því gefnu að það sé skortur á húsnæði og sveitarfélag hafi kortlagt húsnæðisþörfina og skilað inn húsnæðisáætlun og fengið hana staðfesta og að því gefnu að það sé eftirspurn eftir húsnæði þá er það hagur þjóðfélagsins í heild að þar sé byggt,“ bætir Ásmundur við.Markmiðið með reglugerðarbreytingunni er að tryggja eðlilega fjölgun íbúða á þessum svæðum og aukið húsnæðisöryggi óháð búsetu.Hvenær áttu von á því að sjá árangur af þessari vinnu?„Ég á von á því til dæmis að húsgrunnurinn hér sem stendur fyrir aftan okkur, ég veit að sveitarstjórnin hér hefur þrýst mjög á að við komum þessum lánaflokki af stað og kannski farið af stað í trausti þess að það myndi gerast. Ég á von á því að við séum þegar að byrja að sjá árangurinn og við munum sjá það á næstu vikum og mánuðum og einu-tveimur árum að þetta aftri ekki atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni að það vanti húsnæði,“ sagði Ásmundur Einar. Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps, segir sveitarfélagið vera stórhuga og verið sé að ráðast í framkvæmdir á byggingu parhúss, búið sé að leggja götu og útdeila götunni þremur lóðum. Framkvæmdir í götunni nýju eru þegar byrjaðar. „Núna kíkti félagsmálaráðherra til okkar og við vorum rosalega ánægð með heimsóknina hjá honum og með fréttirnar sem hann hafði okkur að færa.“ Finnur segir það ekki leyndarmál að markaðsbrestur sé víða á landsbyggðinni og fagnar því að verið sé að reyna að vinna bug á honum. Hann vonast til að þetta þýði að frekari uppbygging verði möguleg. „Byggingakostnaðurinn er alltaf sá sami í kring um landið og ef eitthvað er frekar óhagsstæður vegna flutnings en þetta leggst allt á eitt: þegar er góður vilji er hægt að gera góða hluti. Ég vona innilega að hús muni rísa í hverju þorpi í kring um landið út af því að það er frábært að vera úti á landi,“ segir Finnur.
Félagsmál Húsnæðismál Kaldrananeshreppur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira