Hjólabrautin var ekki sett við Vesturbæjarlaugina í skjóli nætur Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2019 11:00 Hjólahreystibraut hefur verið komið fyrir við Vesturbæjarlaugina. Vísir/Vilhelm Hjólabraut sem skólastjórnendur Grandaskóla og íbúar við Sörlaskjól höfðu hafnað er komin á túnið við Vesturbæjarlaugina. Hugmyndin um þessa hjólabraut var upphaflega samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt við Grandaskóla en sem fyrr segir hefur tveimur staðsetningum verið hafnað. Nú er hún komin við Vesturbæjarlaugina en á því túni hafði verið samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt að hafa gerði þar sem íbúar eiga að geta sleppt hundum sínum lausum. Hefur þessi nýja staðsetning á hjólabrautinni því vakið athygli íbúa í Vesturbænum sem vonuðust eftir hundagerði á þessu túni en engar efndir hafa orðið á því hjá borginni. Lýstu margir áhyggjur af því í hópnum Vesturbærinn á Facebook að þessi hjólabraut hefði tekið yfir svæðið eftir að hún var sett þar upp í „skjóli nætur“. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, Jón Halldór Jónasson sem svarar fyrir framkvæmdir í borginni, segir það þó óþarfa áhyggjur.Hundargerðið þarf samþykki samkvæmt reglugerð Hundagerðið við Vesturbæjarlaug er sannarlega í vinnslu að hans sögn. Verið er að vinna teikningu sem á að fara fyrir umhverfis- og samgönguráð með umsögn heilbrigðisnefndar, eins og reglur um hundahald kveða á um. Bendir Jón Halldór á að í samþykkt um hundahald í Reykjavík sé heimilt að sleppa hundum lausum meðal annars innan hundheldra girðinga, hundaæfingasvæða og annarra svæða, sem hafa samþykkt verið af umhverfis- og samgönguráði að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Jón Halldór bendir á að borgin vinni úr 25 hugmyndum fyrir hvern borgarhluta og því séu um 250 álitamál fyrir hvert svæði sem þarf að vinna úr. Málin eru því mörg en tafirnar á hundagerðinu skýrist af því að leggja þarf tillöguna fyrir heilbrigðiseftirlit og síðan umhverfis- og samgönguráð.Óskuðu eftir tillögum á Facebook Hjólabrautinni hafi verið komið fyrir við Vesturbæjarlaugina eftir að verkefnisstjóri vefsins Hverfið mitt spurði einfaldlega í Vesturbæjargrúppunni á Facebook hvar í íbúar vildu fá þessa hjólabraut. Það var því ekki svo að henni hafi verið komið fyrir þar í skjóli nætur. Jón Halldór segir þessa hjólabraut einfalda í uppsetningu og því lítið mál að færa hana þegar endanleg útfærsla á svæðinu við Vesturbæjarlaug liggur fyrir.Svæðið er nokkuð stórt en hjólabrautinni var komið fyrir norðan við Vesturbæjarlaugina. Hundagerðið á að vera norðaustan við laugina. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina á vefnum Hverfið mitt er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs. Segir Jón Halldór að íbúar í Vesturbæ hafi kosið um að ráðstafa þeim fjármunum sem er varið í Hverfið mitt í þessa hjólabraut og borgaryfirvöld takið því alvarlega. Þess vegna hafi hjólabrautin verið keypt og nú sé búið að koma henni fyrir við Vesturbæjarlaugina. Reykjavík Skipulag Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Sjá meira
Hjólabraut sem skólastjórnendur Grandaskóla og íbúar við Sörlaskjól höfðu hafnað er komin á túnið við Vesturbæjarlaugina. Hugmyndin um þessa hjólabraut var upphaflega samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt við Grandaskóla en sem fyrr segir hefur tveimur staðsetningum verið hafnað. Nú er hún komin við Vesturbæjarlaugina en á því túni hafði verið samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt að hafa gerði þar sem íbúar eiga að geta sleppt hundum sínum lausum. Hefur þessi nýja staðsetning á hjólabrautinni því vakið athygli íbúa í Vesturbænum sem vonuðust eftir hundagerði á þessu túni en engar efndir hafa orðið á því hjá borginni. Lýstu margir áhyggjur af því í hópnum Vesturbærinn á Facebook að þessi hjólabraut hefði tekið yfir svæðið eftir að hún var sett þar upp í „skjóli nætur“. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, Jón Halldór Jónasson sem svarar fyrir framkvæmdir í borginni, segir það þó óþarfa áhyggjur.Hundargerðið þarf samþykki samkvæmt reglugerð Hundagerðið við Vesturbæjarlaug er sannarlega í vinnslu að hans sögn. Verið er að vinna teikningu sem á að fara fyrir umhverfis- og samgönguráð með umsögn heilbrigðisnefndar, eins og reglur um hundahald kveða á um. Bendir Jón Halldór á að í samþykkt um hundahald í Reykjavík sé heimilt að sleppa hundum lausum meðal annars innan hundheldra girðinga, hundaæfingasvæða og annarra svæða, sem hafa samþykkt verið af umhverfis- og samgönguráði að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Jón Halldór bendir á að borgin vinni úr 25 hugmyndum fyrir hvern borgarhluta og því séu um 250 álitamál fyrir hvert svæði sem þarf að vinna úr. Málin eru því mörg en tafirnar á hundagerðinu skýrist af því að leggja þarf tillöguna fyrir heilbrigðiseftirlit og síðan umhverfis- og samgönguráð.Óskuðu eftir tillögum á Facebook Hjólabrautinni hafi verið komið fyrir við Vesturbæjarlaugina eftir að verkefnisstjóri vefsins Hverfið mitt spurði einfaldlega í Vesturbæjargrúppunni á Facebook hvar í íbúar vildu fá þessa hjólabraut. Það var því ekki svo að henni hafi verið komið fyrir þar í skjóli nætur. Jón Halldór segir þessa hjólabraut einfalda í uppsetningu og því lítið mál að færa hana þegar endanleg útfærsla á svæðinu við Vesturbæjarlaug liggur fyrir.Svæðið er nokkuð stórt en hjólabrautinni var komið fyrir norðan við Vesturbæjarlaugina. Hundagerðið á að vera norðaustan við laugina. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina á vefnum Hverfið mitt er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs. Segir Jón Halldór að íbúar í Vesturbæ hafi kosið um að ráðstafa þeim fjármunum sem er varið í Hverfið mitt í þessa hjólabraut og borgaryfirvöld takið því alvarlega. Þess vegna hafi hjólabrautin verið keypt og nú sé búið að koma henni fyrir við Vesturbæjarlaugina.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Sjá meira