Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Jakob Bjarnar skrifar 27. ágúst 2019 11:08 Bjarnheiður furðar sig á því að RÚV skuli senda tónlist Auðar út á besta tíma eins siðspillandi og textar hans megi heita. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, fordæmir tónlistarmanninn Auðunn Lúthersson, sem gegnir listamannsnafninu Auður, með afgerandi hætti og sakar hann um að upphefja fíkniefnaneyslu. Þetta gerir Bjarnheiður í pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni og hefur hann vakið mikla athygli. Eru margir til að taka undir með Bjarnheiði sem greinir frá því að hún hafi verið að hlusta á tónlistarveislu Rásar 2 frá Arnarhóli. Þar hafi komið fram ungur maður sem kalli sig Auð og hefur honum, að sögn Bjarnheiðar, verið mikið hampað og hlaut hann meðal annars átta tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötu sína „Afsakanir“.Eðlilegt ástand að vera í vímu „Lagið sem ég sá hann syngja heitir „Freðinn“ og er víst hans stærsti „hittari“. Ég tek það fram að ég þekki ekkert til tónlistarmannsins eða hans sögu en það var eitthvað sem argaði innan í mér við að hlusta á textann sem hann söng. Þar er hann sem sagt „freðinn“ eða í dópvímu og túlkunin er þannig að það sé bara mjög eðlilegt ástand að vera í vímu,“ segir Bjarnheiður. Auður kom einnig fram í Garðpartý Bylgjunnar á Menningarnótt og flutti lagið þar eins og sjá má hér fyrir neðan.Klippa: Auður - Freðinn Formanni SAF er ekki skemmt og segir að fyrir börn, sem hún er sannfærð um að hlusti á þennan tónlistarmann, 13 ára gamall sonur hennar þekki hann í það minnsta, þá gæti þetta virkað eftirsóknarvert, skemmtilegt og eðlilegt. „Upphafning vímuástands. Því miður hafa alltof margir kynnst afleiðingum þess af því að vera reglulega „freðinn“ og óþarfi að fara nánar út það hér.“Doktor Arnar Þór gefur minna en ekkert fyrir gagnrýni Bjarnheiðar og skrifar það á tuð eldra fólks sem sé hvimleiður en trúr fylgifiskur mannlífsins.Bjarnheiður segist vera sér meðvituð um rit- og tjáningarfrelsi og viti vel að börn og unglingar hafa greiðan aðgang að hverju sem er á netinu. „En í gær var þessi eflaust ágæti listamaður að syngja snemma kvölds á fjölskylduskemmtun, sem var sjónvarpað beint á RUV, sem óneitanlega gefur atriðinu vægi og „normaliserar“ það á vissan hátt. Hvernig á að útskýra fyrir börnum að boðskapurinn sem þessi marglofaði og vinsæli listamaður flytur sé vondur? Hvernig samræmist þetta forvarnarstarfi? Eða finnst fólki þetta almennt bara allt í lagi?“ spyr Bjarnheiður og fær svörin á sinni síðu: Nei, segja flestir sem leggja orð í belg á síðu hennar.Arnar Eggert segir Bjarnheiði vaða villu og svíma Vísir reyndi að ná tali af Auði nú í morgun vegna þessa en hafði ekki erindi sem erfiði. Þannig að engar afsakanir eru í boði úr þeim ranni. Auður hefur reyndar þá stefnu að veita ekki viðtöl. Bjarnheiður vitnar í umræddan texta sem fór svo fyrir brjóstið á henni og öðrum.Þegar ég er freðinn (þegar ég er freðinn, þegar ég er freðinn)Hugsa til þín svona í miðri vímu (í miðri vímu, í miðri vímu)Ég hugsa alltaf um þig þegar ég er freðinn (þegar ég er freðinn, þegar ég er freðinn)Hugsa til þín svona í miðri vímu (í miðri vímu, í miðri vímu). Arnar Eggert Thoroddsen er hvorki meira né minna en doktor í dægurtónlistarfræðum. Hann gefur sannast sagna ekki mikið fyrir málflutning Bjarnheiðar í samtali við Vísi. Segir þetta nánast sögu dægurtónlistar, að fólk hafi verið að fárast yfir siðspillandi áhrifum hennar á ungdóminn.Fagnar því að RUV sendi út tónlist Auðar „Ég veit að á plötu sinni Afsakanir er hann sem listamaður að lýsa ákveðinni sögu, sem fjallar um jákvæða hluti og neikvæða hluti; hversdag ungs fólks. Hann er síst að hvetja ungt fólk til eiturlyfjaneyslu. Ef fólk myndi nú taka sig til og hlusta á þessa plötu hans myndi það líkast til komast að þeirri niðurstöðu að meiri líkur en minni eru á því að þeir sem hlusti hætti eiturlyfjaneyslu frekar en að það hefji hana. Ég fagna því að RUV hafi einmitt sent út frá tónlist þessa unga manns, ef eitthvað er er þetta þjóðþrifaverk og lýðheilsumál.“ Arnar Eggert segir einnig að fólk eigi það til að flækja sig of mikið í tali um fyrirmyndir, eins og einstaklingurinn sé gapandi einfeldningur sem taki öllu fyrirvaralaust. Og svo sé til, í allri frásagnarlist, nokkuð sem heitir sögumaður. Þó eitthvað sé sagt er ekki þar með sagt að það sé boðskapur höfundar. „Frelsi listamannsins til að spegla samfélagið og túlka það og tjá sig um það. Það verður að vera skýrt.“ Fráleitt að Auður sé að tala fyrir fíkniefnaneyslu Arnar Eggert segir að eitt sé víst að ekki breytist og það sé tuð í eldra fólki. „Það hefur alltaf verið og verður alltaf. Það er ljóst. Já, þetta getur verið þreytandi en fylgir þessu mannlífi. En, Auður kemur frá mjög flottum stað; platan öll kemur frá hárréttum vinkli með þetta allt saman. Og fráleitt að telja að hann sé að tala fyrir fíkniefnaneyslu.“Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri segir að popptextar hafi frá fyrstu tíð verið umdeildir.Dagskrárstjóri Rásar 2, sá sem ber meginábyrgð á því að útvarpa hinum meintu ósköpum, er Baldvin Þór Bergsson. Hann bendir á svipuð atriði og Arnar Eggert.Ekki hægt að ritskoða listamenn „Popptextar hafa frá fyrstu tíð verið umdeildir og oftar en ekki vakið hörð viðbrögð. Bubbi Morthens hefur til dæmis sungið mikið um vímu en að sama skapi hefur hann verið duglegur í seinni tíð að vekja athygli á skaðsemi neyslu. Margir af þeim listamönnum sem eru vinsælir í dag semja um neyslu og þann lífsstíl sem þeir velja,“ segir Baldvin Þór í samtali við Vísi. Hann segir að um leið og við samþykktum ekki þann lífsstíl getum við ekki heldur ritskoðað listamenn eða lokað augunum fyrir þessum veruleika. „Þess vegna fjöllum við reglulega um skaðsemi eiturlyfja í okkar þáttum. Þá má vekja sérstaka athygli á þáttunum Rabbabari á RÚV núll en þar tala vinsælustu listamenn unga fólksins mjög opinskátt um þessa hluti og vara mjög við afleiðingum neyslu.“ Fjölmiðlar Menning Tónlist Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, fordæmir tónlistarmanninn Auðunn Lúthersson, sem gegnir listamannsnafninu Auður, með afgerandi hætti og sakar hann um að upphefja fíkniefnaneyslu. Þetta gerir Bjarnheiður í pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni og hefur hann vakið mikla athygli. Eru margir til að taka undir með Bjarnheiði sem greinir frá því að hún hafi verið að hlusta á tónlistarveislu Rásar 2 frá Arnarhóli. Þar hafi komið fram ungur maður sem kalli sig Auð og hefur honum, að sögn Bjarnheiðar, verið mikið hampað og hlaut hann meðal annars átta tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötu sína „Afsakanir“.Eðlilegt ástand að vera í vímu „Lagið sem ég sá hann syngja heitir „Freðinn“ og er víst hans stærsti „hittari“. Ég tek það fram að ég þekki ekkert til tónlistarmannsins eða hans sögu en það var eitthvað sem argaði innan í mér við að hlusta á textann sem hann söng. Þar er hann sem sagt „freðinn“ eða í dópvímu og túlkunin er þannig að það sé bara mjög eðlilegt ástand að vera í vímu,“ segir Bjarnheiður. Auður kom einnig fram í Garðpartý Bylgjunnar á Menningarnótt og flutti lagið þar eins og sjá má hér fyrir neðan.Klippa: Auður - Freðinn Formanni SAF er ekki skemmt og segir að fyrir börn, sem hún er sannfærð um að hlusti á þennan tónlistarmann, 13 ára gamall sonur hennar þekki hann í það minnsta, þá gæti þetta virkað eftirsóknarvert, skemmtilegt og eðlilegt. „Upphafning vímuástands. Því miður hafa alltof margir kynnst afleiðingum þess af því að vera reglulega „freðinn“ og óþarfi að fara nánar út það hér.“Doktor Arnar Þór gefur minna en ekkert fyrir gagnrýni Bjarnheiðar og skrifar það á tuð eldra fólks sem sé hvimleiður en trúr fylgifiskur mannlífsins.Bjarnheiður segist vera sér meðvituð um rit- og tjáningarfrelsi og viti vel að börn og unglingar hafa greiðan aðgang að hverju sem er á netinu. „En í gær var þessi eflaust ágæti listamaður að syngja snemma kvölds á fjölskylduskemmtun, sem var sjónvarpað beint á RUV, sem óneitanlega gefur atriðinu vægi og „normaliserar“ það á vissan hátt. Hvernig á að útskýra fyrir börnum að boðskapurinn sem þessi marglofaði og vinsæli listamaður flytur sé vondur? Hvernig samræmist þetta forvarnarstarfi? Eða finnst fólki þetta almennt bara allt í lagi?“ spyr Bjarnheiður og fær svörin á sinni síðu: Nei, segja flestir sem leggja orð í belg á síðu hennar.Arnar Eggert segir Bjarnheiði vaða villu og svíma Vísir reyndi að ná tali af Auði nú í morgun vegna þessa en hafði ekki erindi sem erfiði. Þannig að engar afsakanir eru í boði úr þeim ranni. Auður hefur reyndar þá stefnu að veita ekki viðtöl. Bjarnheiður vitnar í umræddan texta sem fór svo fyrir brjóstið á henni og öðrum.Þegar ég er freðinn (þegar ég er freðinn, þegar ég er freðinn)Hugsa til þín svona í miðri vímu (í miðri vímu, í miðri vímu)Ég hugsa alltaf um þig þegar ég er freðinn (þegar ég er freðinn, þegar ég er freðinn)Hugsa til þín svona í miðri vímu (í miðri vímu, í miðri vímu). Arnar Eggert Thoroddsen er hvorki meira né minna en doktor í dægurtónlistarfræðum. Hann gefur sannast sagna ekki mikið fyrir málflutning Bjarnheiðar í samtali við Vísi. Segir þetta nánast sögu dægurtónlistar, að fólk hafi verið að fárast yfir siðspillandi áhrifum hennar á ungdóminn.Fagnar því að RUV sendi út tónlist Auðar „Ég veit að á plötu sinni Afsakanir er hann sem listamaður að lýsa ákveðinni sögu, sem fjallar um jákvæða hluti og neikvæða hluti; hversdag ungs fólks. Hann er síst að hvetja ungt fólk til eiturlyfjaneyslu. Ef fólk myndi nú taka sig til og hlusta á þessa plötu hans myndi það líkast til komast að þeirri niðurstöðu að meiri líkur en minni eru á því að þeir sem hlusti hætti eiturlyfjaneyslu frekar en að það hefji hana. Ég fagna því að RUV hafi einmitt sent út frá tónlist þessa unga manns, ef eitthvað er er þetta þjóðþrifaverk og lýðheilsumál.“ Arnar Eggert segir einnig að fólk eigi það til að flækja sig of mikið í tali um fyrirmyndir, eins og einstaklingurinn sé gapandi einfeldningur sem taki öllu fyrirvaralaust. Og svo sé til, í allri frásagnarlist, nokkuð sem heitir sögumaður. Þó eitthvað sé sagt er ekki þar með sagt að það sé boðskapur höfundar. „Frelsi listamannsins til að spegla samfélagið og túlka það og tjá sig um það. Það verður að vera skýrt.“ Fráleitt að Auður sé að tala fyrir fíkniefnaneyslu Arnar Eggert segir að eitt sé víst að ekki breytist og það sé tuð í eldra fólki. „Það hefur alltaf verið og verður alltaf. Það er ljóst. Já, þetta getur verið þreytandi en fylgir þessu mannlífi. En, Auður kemur frá mjög flottum stað; platan öll kemur frá hárréttum vinkli með þetta allt saman. Og fráleitt að telja að hann sé að tala fyrir fíkniefnaneyslu.“Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri segir að popptextar hafi frá fyrstu tíð verið umdeildir.Dagskrárstjóri Rásar 2, sá sem ber meginábyrgð á því að útvarpa hinum meintu ósköpum, er Baldvin Þór Bergsson. Hann bendir á svipuð atriði og Arnar Eggert.Ekki hægt að ritskoða listamenn „Popptextar hafa frá fyrstu tíð verið umdeildir og oftar en ekki vakið hörð viðbrögð. Bubbi Morthens hefur til dæmis sungið mikið um vímu en að sama skapi hefur hann verið duglegur í seinni tíð að vekja athygli á skaðsemi neyslu. Margir af þeim listamönnum sem eru vinsælir í dag semja um neyslu og þann lífsstíl sem þeir velja,“ segir Baldvin Þór í samtali við Vísi. Hann segir að um leið og við samþykktum ekki þann lífsstíl getum við ekki heldur ritskoðað listamenn eða lokað augunum fyrir þessum veruleika. „Þess vegna fjöllum við reglulega um skaðsemi eiturlyfja í okkar þáttum. Þá má vekja sérstaka athygli á þáttunum Rabbabari á RÚV núll en þar tala vinsælustu listamenn unga fólksins mjög opinskátt um þessa hluti og vara mjög við afleiðingum neyslu.“
Fjölmiðlar Menning Tónlist Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira