214 gerðir rafmagns- og tengiltvinnbíla verða í boði árið 2021 Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2019 09:00 Rafmagnsbíll í hleðslu. Stöð 2 Svo hröð er þróun rafmagns- og tengiltvinnbíla sem að hluta eru drifnir áfram af rafmagni að búist er við því að bílkaupendur geti valið á milli 214 gerða slíkra bíla árið 2021. Það er 60% meira úrval en við lok síðasta árs. Þessar tölur koma frá European Federation for Transport and Environment og eru byggðar á rannsóknum frá IHS Markit. Ef þessi könnun er nærri lagi getur fólk í bílahugleiðingum valið á milli 92 hreinræktaðra rafmagnsbíla og 118 tengiltvinnbíla árið 2021. Enn fremur sýnir þessi könnun að árið 2025 verða 22% nýrra bílgerða með rafmagnstengi. Mesta framleiðsla þessara bíla í Evrópu verður í Þýskalandi, Frakklandi, á Spáni og Ítalíu, en það kemur ef til vill ekki á óvart þar sem þau eru stærstu lönd álfunnar, reyndar ásamt Bretlandi. Árið 2023 er líka búist við að 16 stórar rafhlöðuverksmiðjur verði starfræktar í Evrópu. Lúxusbílamerkin taka ekki síður þátt í þessari rafbílavæðingu og sífellt fjölgar þeim bílamerkjum sem bætast í hóp þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent
Svo hröð er þróun rafmagns- og tengiltvinnbíla sem að hluta eru drifnir áfram af rafmagni að búist er við því að bílkaupendur geti valið á milli 214 gerða slíkra bíla árið 2021. Það er 60% meira úrval en við lok síðasta árs. Þessar tölur koma frá European Federation for Transport and Environment og eru byggðar á rannsóknum frá IHS Markit. Ef þessi könnun er nærri lagi getur fólk í bílahugleiðingum valið á milli 92 hreinræktaðra rafmagnsbíla og 118 tengiltvinnbíla árið 2021. Enn fremur sýnir þessi könnun að árið 2025 verða 22% nýrra bílgerða með rafmagnstengi. Mesta framleiðsla þessara bíla í Evrópu verður í Þýskalandi, Frakklandi, á Spáni og Ítalíu, en það kemur ef til vill ekki á óvart þar sem þau eru stærstu lönd álfunnar, reyndar ásamt Bretlandi. Árið 2023 er líka búist við að 16 stórar rafhlöðuverksmiðjur verði starfræktar í Evrópu. Lúxusbílamerkin taka ekki síður þátt í þessari rafbílavæðingu og sífellt fjölgar þeim bílamerkjum sem bætast í hóp þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent