Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á einu höggi yfir pari eftir fyrstu níu holurnar á Cambia Portland Class-mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni.
Mótið er það áttunda hjá Ólafíu á þessu sterkasta mótaröð heims en einungis einu sinni hefur Ólafía náð að komast í gegnum niðurskurðinn.
Ólafía byrjaði á tíundu holu og fékk par á fyrstu áttu holunum áður en hún fékk sinn fyrsta skolla. Hún kláraði svo fyrri níu holurnar á pari og er því einu höggi yfir pari eftir fyrri níu holurnar.
Reikna má með því að Ólafía klári holurnar átján í kringum níu í kvöld og Vísir mun þá færa fréttir af atvinnukylfingnum.
Átta pör og einn fugl á fyrri níu holunum hjá Ólafíu
