Elliði hefur áhyggjur af framtíð Garðyrkjuskólans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2019 12:30 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi brosir þrátt fyrir áhyggjur af starfsemi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi og óttast um framtíð garðyrkjudeildar skólans, sem tilheyrir Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá hafa bæjaryfirvöld í Hveragerði líka áhyggjur af starfsemi skólans og framtíð hans. Bæjarráð Hveragerðisbæjar sendi frá sér ályktun fyrr í sumar þar sem ráðið lýsir fyrir hönd Hveragerðisbæjar áhyggjum sínum af nýrri stefnu Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem lagðar til breytingar á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann. Garðyrkjuskólinn er í túnfæti Hveragerðisbæjar en þó í Sveitarfélaginu Ölfuss. Þar hafa menn líka áhyggjur af framtíð skólans, Elliði Vignisson er bæjarstjóri þar. „Málið snýst um það að Garðyrkjuskólinn, eða þessi deild Landbúnaðarháskólans hér í Ölfusi að hún er ein af undirstöðu menntastofnunum þessa svæðis. Það runnu á okkur tvær grímur þegar okkur fannst vera að vinna stefnumótun fyrir þessa deild án aðkomu okkar íbúa hér á svæðinu. Þar teljum við ekki rétt með farið og höfum komið því áleiðis og höfum trú á því beiðni okkar verði mætt, við viljum vera þátttakendur“, segir Elliði. Á hverju ári er opið hús á sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum. Hér er skálað í kaffi, sem ræktað er í hitabeltisgróðurhúsi skólans. Á myndinni sem var tekin 24. apríl 2014 eru ráðherrarnir Illugi Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Ágústi Sigurðssyni, sem var rektor skólans á þeim tíma en er í dag sveitarstjóri Rangárþings ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Elliði segist ekki geta hugsað til þess verði dregið verði úr starfsemi Garðyrkjuskólans eða honum lokað því starfsemin á Reykjum sé undirstaða garðyrkju í landinu. „Inn í framtíðina á garðyrkja gríðarlega mikil tækifæri. Mannkynið er að fara úr sex og hálfum milljarði í tíu milljarða. Á næstum þrjátíu árum þarf mannkynið að búa til jafn mikið af mat og það hefur gert síðustu átta þúsund árin. Það verður ekki gert nema að við tökum þátt í að mennta fólk og Ísland á hér gríðarlega mikilvæg tækifæri og Ölfusið og nærsveitir þar með“. En ef það verður lokað, hvað gera bændur þá? „Ég hef ekki trú á því að það reyni nokkurn tímann á það. Þeir sem hafa séð reiða sunnlenska bændur þeir vita að þeir vilja ekki að sú staða komi upp“, segir Elliði. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum í Ölfusi.Úr myndasafni.Þegar Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands var spurð út í starfsemi Garðyrkjuskólans og hugsanlegar breytingar þar segir hún að það hafi ekkert verið rætt um að gera breytingar á náminu á Reykjum og það séu heldur engar breytingar lagðar til á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann í nýrri stefnu Landbúnaðarháskólans. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum og hefur umsjón með náminu og starfsemi staðarins. Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Ölfus Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi og óttast um framtíð garðyrkjudeildar skólans, sem tilheyrir Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá hafa bæjaryfirvöld í Hveragerði líka áhyggjur af starfsemi skólans og framtíð hans. Bæjarráð Hveragerðisbæjar sendi frá sér ályktun fyrr í sumar þar sem ráðið lýsir fyrir hönd Hveragerðisbæjar áhyggjum sínum af nýrri stefnu Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem lagðar til breytingar á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann. Garðyrkjuskólinn er í túnfæti Hveragerðisbæjar en þó í Sveitarfélaginu Ölfuss. Þar hafa menn líka áhyggjur af framtíð skólans, Elliði Vignisson er bæjarstjóri þar. „Málið snýst um það að Garðyrkjuskólinn, eða þessi deild Landbúnaðarháskólans hér í Ölfusi að hún er ein af undirstöðu menntastofnunum þessa svæðis. Það runnu á okkur tvær grímur þegar okkur fannst vera að vinna stefnumótun fyrir þessa deild án aðkomu okkar íbúa hér á svæðinu. Þar teljum við ekki rétt með farið og höfum komið því áleiðis og höfum trú á því beiðni okkar verði mætt, við viljum vera þátttakendur“, segir Elliði. Á hverju ári er opið hús á sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum. Hér er skálað í kaffi, sem ræktað er í hitabeltisgróðurhúsi skólans. Á myndinni sem var tekin 24. apríl 2014 eru ráðherrarnir Illugi Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Ágústi Sigurðssyni, sem var rektor skólans á þeim tíma en er í dag sveitarstjóri Rangárþings ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Elliði segist ekki geta hugsað til þess verði dregið verði úr starfsemi Garðyrkjuskólans eða honum lokað því starfsemin á Reykjum sé undirstaða garðyrkju í landinu. „Inn í framtíðina á garðyrkja gríðarlega mikil tækifæri. Mannkynið er að fara úr sex og hálfum milljarði í tíu milljarða. Á næstum þrjátíu árum þarf mannkynið að búa til jafn mikið af mat og það hefur gert síðustu átta þúsund árin. Það verður ekki gert nema að við tökum þátt í að mennta fólk og Ísland á hér gríðarlega mikilvæg tækifæri og Ölfusið og nærsveitir þar með“. En ef það verður lokað, hvað gera bændur þá? „Ég hef ekki trú á því að það reyni nokkurn tímann á það. Þeir sem hafa séð reiða sunnlenska bændur þeir vita að þeir vilja ekki að sú staða komi upp“, segir Elliði. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum í Ölfusi.Úr myndasafni.Þegar Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands var spurð út í starfsemi Garðyrkjuskólans og hugsanlegar breytingar þar segir hún að það hafi ekkert verið rætt um að gera breytingar á náminu á Reykjum og það séu heldur engar breytingar lagðar til á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann í nýrri stefnu Landbúnaðarháskólans. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum og hefur umsjón með náminu og starfsemi staðarins.
Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Ölfus Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira