Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. ágúst 2019 09:45 Hundagerðinu var ætlaður staður rétt ofan við Fossvogskóla, þar sem stígar mætast og byggðin er hvað þéttust í Fossvogsdal. Fréttablaðiið/Ernir „Við getum átt von á stanslaust geltandi hundum allan sólarhringinn,“ segir í einu mótmælabréfi vegna áforma hjá Kópavogsbæ um að setja upp hundagerði í Fossvogsdal neðan íbúagötunnar Álfatúns og ofan Fossvogsskóla. Eins og kom fram í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag hættu bæjaryfirvöld í Kópavogi við að koma fyrir hundagerði með tíu bílastæðum á umræddum stað vegna athugasemda íbúa í dalnum við tillöguna. Finna á nýjan stað fyrir gerðið. Alls skrifa 183 undir mótmælaskjöl. Þar af eru f lestir í Álfatúni. Eitt mótmælabréf barst frá íbúum í Haðalandi sem er Reykjavíkurmegin í Fossvogsdal. Meginstefin í athugasemdunum eru ónæði vegna aukinnar umferðar og ónæði vegna hávaða og óþrifnaðar frá hundunum sjálfum. Miðað við gagnrýni íbúanna myndi litlu breyta þótt hundasvæðinu yrði valinn staður annar staðar í dalnum „Við mótmælum öll,“ segir í samþykkt húsfélagsins Álfatún 17-25. „Við ætlumst til að bæjaryfirvöld finni slíkri hundagirðingu annan stað en á hlaðvarpanum okkar eða annarra íbúa bæjarins.“ Því sé andmælt að nokkrir íbúar beri hitann og þungann af sérstöku hundasvæði með tilheyrandi ónæði og óþrifnaði. Þrenn hjón við Haðaland segja í sínu bréfi að ljóst sé að umferð að hundagerðinu muni að miklu leyti verða um Haðaland að bílastæðum við Fossvogsskóla. Hundgá muni valda ónæði og óþrifnaður og smitsjúkdómahætta fylgja. „Hundagerðið mun því þjóna litlum hluta íbúa en verða mörgum til ama,“ segja þau. Umferð gangandi og hjólandi verði torvelduð og vistumhverfi dalsins rofið. Íbúi í Álfatúni lýsir áhyggjum af því að hundagerðinu eigi að fylgja tíu bílastæði neðan götunnar sem sé rólegur botnlangi. Viðbótarumferð muni skapa hættu, sérstaklega fyrir börn. „Önnur ástæða þess að ég vil mótmæla þessum aðgerðum er sóðaskapurinn og lætin sem stafa af hundum og ég kæri mig ekki um að búa hér við stanslaust gelt og köll allan sólarhringinn,“ segir þessi íbúi. „Gildi Fossvogsdalsins sem útivistarsvæðis fyrir börn minnkar og sömuleiðis torveldar það aðgengi hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda um Dalinn þar sem aðalsamgöngukerfi Dalsins – göngustígakerf i – verður rof ið með hundagerðinu svo tilheyrandi sveigjur og beygjur koma til og skerða lífsgæði íbúa við Dalinn,“ segir í einu bréfanna sem barst í mörgum eintökum og fjölmargir undirrita. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kópavogur Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
„Við getum átt von á stanslaust geltandi hundum allan sólarhringinn,“ segir í einu mótmælabréfi vegna áforma hjá Kópavogsbæ um að setja upp hundagerði í Fossvogsdal neðan íbúagötunnar Álfatúns og ofan Fossvogsskóla. Eins og kom fram í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag hættu bæjaryfirvöld í Kópavogi við að koma fyrir hundagerði með tíu bílastæðum á umræddum stað vegna athugasemda íbúa í dalnum við tillöguna. Finna á nýjan stað fyrir gerðið. Alls skrifa 183 undir mótmælaskjöl. Þar af eru f lestir í Álfatúni. Eitt mótmælabréf barst frá íbúum í Haðalandi sem er Reykjavíkurmegin í Fossvogsdal. Meginstefin í athugasemdunum eru ónæði vegna aukinnar umferðar og ónæði vegna hávaða og óþrifnaðar frá hundunum sjálfum. Miðað við gagnrýni íbúanna myndi litlu breyta þótt hundasvæðinu yrði valinn staður annar staðar í dalnum „Við mótmælum öll,“ segir í samþykkt húsfélagsins Álfatún 17-25. „Við ætlumst til að bæjaryfirvöld finni slíkri hundagirðingu annan stað en á hlaðvarpanum okkar eða annarra íbúa bæjarins.“ Því sé andmælt að nokkrir íbúar beri hitann og þungann af sérstöku hundasvæði með tilheyrandi ónæði og óþrifnaði. Þrenn hjón við Haðaland segja í sínu bréfi að ljóst sé að umferð að hundagerðinu muni að miklu leyti verða um Haðaland að bílastæðum við Fossvogsskóla. Hundgá muni valda ónæði og óþrifnaður og smitsjúkdómahætta fylgja. „Hundagerðið mun því þjóna litlum hluta íbúa en verða mörgum til ama,“ segja þau. Umferð gangandi og hjólandi verði torvelduð og vistumhverfi dalsins rofið. Íbúi í Álfatúni lýsir áhyggjum af því að hundagerðinu eigi að fylgja tíu bílastæði neðan götunnar sem sé rólegur botnlangi. Viðbótarumferð muni skapa hættu, sérstaklega fyrir börn. „Önnur ástæða þess að ég vil mótmæla þessum aðgerðum er sóðaskapurinn og lætin sem stafa af hundum og ég kæri mig ekki um að búa hér við stanslaust gelt og köll allan sólarhringinn,“ segir þessi íbúi. „Gildi Fossvogsdalsins sem útivistarsvæðis fyrir börn minnkar og sömuleiðis torveldar það aðgengi hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda um Dalinn þar sem aðalsamgöngukerfi Dalsins – göngustígakerf i – verður rof ið með hundagerðinu svo tilheyrandi sveigjur og beygjur koma til og skerða lífsgæði íbúa við Dalinn,“ segir í einu bréfanna sem barst í mörgum eintökum og fjölmargir undirrita.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kópavogur Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira