Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. ágúst 2019 09:45 Hundagerðinu var ætlaður staður rétt ofan við Fossvogskóla, þar sem stígar mætast og byggðin er hvað þéttust í Fossvogsdal. Fréttablaðiið/Ernir „Við getum átt von á stanslaust geltandi hundum allan sólarhringinn,“ segir í einu mótmælabréfi vegna áforma hjá Kópavogsbæ um að setja upp hundagerði í Fossvogsdal neðan íbúagötunnar Álfatúns og ofan Fossvogsskóla. Eins og kom fram í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag hættu bæjaryfirvöld í Kópavogi við að koma fyrir hundagerði með tíu bílastæðum á umræddum stað vegna athugasemda íbúa í dalnum við tillöguna. Finna á nýjan stað fyrir gerðið. Alls skrifa 183 undir mótmælaskjöl. Þar af eru f lestir í Álfatúni. Eitt mótmælabréf barst frá íbúum í Haðalandi sem er Reykjavíkurmegin í Fossvogsdal. Meginstefin í athugasemdunum eru ónæði vegna aukinnar umferðar og ónæði vegna hávaða og óþrifnaðar frá hundunum sjálfum. Miðað við gagnrýni íbúanna myndi litlu breyta þótt hundasvæðinu yrði valinn staður annar staðar í dalnum „Við mótmælum öll,“ segir í samþykkt húsfélagsins Álfatún 17-25. „Við ætlumst til að bæjaryfirvöld finni slíkri hundagirðingu annan stað en á hlaðvarpanum okkar eða annarra íbúa bæjarins.“ Því sé andmælt að nokkrir íbúar beri hitann og þungann af sérstöku hundasvæði með tilheyrandi ónæði og óþrifnaði. Þrenn hjón við Haðaland segja í sínu bréfi að ljóst sé að umferð að hundagerðinu muni að miklu leyti verða um Haðaland að bílastæðum við Fossvogsskóla. Hundgá muni valda ónæði og óþrifnaður og smitsjúkdómahætta fylgja. „Hundagerðið mun því þjóna litlum hluta íbúa en verða mörgum til ama,“ segja þau. Umferð gangandi og hjólandi verði torvelduð og vistumhverfi dalsins rofið. Íbúi í Álfatúni lýsir áhyggjum af því að hundagerðinu eigi að fylgja tíu bílastæði neðan götunnar sem sé rólegur botnlangi. Viðbótarumferð muni skapa hættu, sérstaklega fyrir börn. „Önnur ástæða þess að ég vil mótmæla þessum aðgerðum er sóðaskapurinn og lætin sem stafa af hundum og ég kæri mig ekki um að búa hér við stanslaust gelt og köll allan sólarhringinn,“ segir þessi íbúi. „Gildi Fossvogsdalsins sem útivistarsvæðis fyrir börn minnkar og sömuleiðis torveldar það aðgengi hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda um Dalinn þar sem aðalsamgöngukerfi Dalsins – göngustígakerf i – verður rof ið með hundagerðinu svo tilheyrandi sveigjur og beygjur koma til og skerða lífsgæði íbúa við Dalinn,“ segir í einu bréfanna sem barst í mörgum eintökum og fjölmargir undirrita. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kópavogur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
„Við getum átt von á stanslaust geltandi hundum allan sólarhringinn,“ segir í einu mótmælabréfi vegna áforma hjá Kópavogsbæ um að setja upp hundagerði í Fossvogsdal neðan íbúagötunnar Álfatúns og ofan Fossvogsskóla. Eins og kom fram í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag hættu bæjaryfirvöld í Kópavogi við að koma fyrir hundagerði með tíu bílastæðum á umræddum stað vegna athugasemda íbúa í dalnum við tillöguna. Finna á nýjan stað fyrir gerðið. Alls skrifa 183 undir mótmælaskjöl. Þar af eru f lestir í Álfatúni. Eitt mótmælabréf barst frá íbúum í Haðalandi sem er Reykjavíkurmegin í Fossvogsdal. Meginstefin í athugasemdunum eru ónæði vegna aukinnar umferðar og ónæði vegna hávaða og óþrifnaðar frá hundunum sjálfum. Miðað við gagnrýni íbúanna myndi litlu breyta þótt hundasvæðinu yrði valinn staður annar staðar í dalnum „Við mótmælum öll,“ segir í samþykkt húsfélagsins Álfatún 17-25. „Við ætlumst til að bæjaryfirvöld finni slíkri hundagirðingu annan stað en á hlaðvarpanum okkar eða annarra íbúa bæjarins.“ Því sé andmælt að nokkrir íbúar beri hitann og þungann af sérstöku hundasvæði með tilheyrandi ónæði og óþrifnaði. Þrenn hjón við Haðaland segja í sínu bréfi að ljóst sé að umferð að hundagerðinu muni að miklu leyti verða um Haðaland að bílastæðum við Fossvogsskóla. Hundgá muni valda ónæði og óþrifnaður og smitsjúkdómahætta fylgja. „Hundagerðið mun því þjóna litlum hluta íbúa en verða mörgum til ama,“ segja þau. Umferð gangandi og hjólandi verði torvelduð og vistumhverfi dalsins rofið. Íbúi í Álfatúni lýsir áhyggjum af því að hundagerðinu eigi að fylgja tíu bílastæði neðan götunnar sem sé rólegur botnlangi. Viðbótarumferð muni skapa hættu, sérstaklega fyrir börn. „Önnur ástæða þess að ég vil mótmæla þessum aðgerðum er sóðaskapurinn og lætin sem stafa af hundum og ég kæri mig ekki um að búa hér við stanslaust gelt og köll allan sólarhringinn,“ segir þessi íbúi. „Gildi Fossvogsdalsins sem útivistarsvæðis fyrir börn minnkar og sömuleiðis torveldar það aðgengi hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda um Dalinn þar sem aðalsamgöngukerfi Dalsins – göngustígakerf i – verður rof ið með hundagerðinu svo tilheyrandi sveigjur og beygjur koma til og skerða lífsgæði íbúa við Dalinn,“ segir í einu bréfanna sem barst í mörgum eintökum og fjölmargir undirrita.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kópavogur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira