Árið fyrirtaks sveppaár Davíð Stefánsson skrifar 13. ágúst 2019 07:15 Í íslenskri náttúru má finna fjölmarga matsveppi. Þessir eru þó útlenskir. Getty/ -Peter Schell „Árið í ár er fyrirtaks sveppaár. Það rignir vel og þá spretta upp sveppir,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sem verður í dag, þriðjudag, með fræðslu um sveppi á Amtsbókasafninu á Akureyri. Guðríður Gyða segir að venjulega fari lítið fyrir svepparíkinu þótt sveppir séu nánast alls staðar í ótrúlegu magni og fjölbreytileika. „Á sumrin birtast svo stundum aldin sveppa og sýna að þar er líkami svepps ofan í jörðinni eða inni í einhverju sem sveppurinn er að brjóta niður“. Að sögn Guðríðar Gyðu verður tínsla matsveppa sífellt algengari hér á landi. Íslenskar bækur um matsveppi hafa auðveldað fólki að safna og nýta sveppi til matargerðar. Hún segir að matsveppir af nokkrum tegundum séu ræktaðir í miklu magni víða um heim og að villtum matsveppum megi safna og nýta þá sem hráefni í matargerð. Í skógum vinna sveppir verk sín ansi víða. Svepprótarsveppir tengist rótum trjáa, útvega þeim vatn og áburðarefni og fá í staðinn hluta af því kolefni sem tréð bindur úr loftinu. „Svo eru aðrir sveppir sem brjóta niður dauðan við í skóginum og koma efnum úr honum aftur út í hringrás lífsins. Enn aðrir sjá um að brjóta niður dauð lauf eða lifa í jarðvegi og sjúga sér næringu úr honum. Stöku sveppir vaxa á skordýrum og lifa á kítíni meðan aðrir brjóta niður keratín, efnið í húð, ull, hári, hornum og klaufum,“ segir Guðríður Gyða.Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands.Guðríður Gyða er ein fárra sveppafræðinga hér á landi. „Ég er líkast til eini ríkisrekni sveppafræðingurinn í fullu starfi,“ segir hún brosandi. Hún segist vera fyrrverandi landbúnaðarverkamaður, ættuð úr Hrunamannahreppi. Hún nam líffræði með áherslu á grasafræði við Háskóla Íslands. Síðan sveppafræði (mycology) við grasafræðideild Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada og útskrifaðist þaðan með doktorsgráðu árið 1990. Hún sinnir rannsóknum á íslenskum sveppum hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hefur umsjón með vísindalegu sveppasafni stofnunarinnar. Guðríður Gyða nýtir Facebook-hóp sem ber heitið „Funga Íslands – sveppir séu ætir eður ei“ til að kynna íslenska sveppi og svara spurningum almennings um þá. Hún minnir á að aðeins stöku tegund er góður matsveppur og hina étur maður ekki. Sumir þeirra eru eitraðir en aðrir bragðvondir. „Líkt og á við um alla matvöru skiptir miklu að sveppir séu sem ferskastir við neyslu,“ segir hún. Aldin ýmissa sveppa síðsumars fanga athyglina þar sem form aldina, áferð og litur vekja athygli. „Á kynningunni í dag ætla ég að segja frá því hvernig maður greinir sveppi og taka hattsveppi sem dæmi. Ég mun sýna erlendar sveppagreiningarbækur, söfnunarbúnað og hvernig maður safnar sér matsveppum, verkar þá fyrir neyslu og til frystingar og þurrkunar,“ segir Guðríður Gyða. Sveppafræðsla undir umsjón Guðríðar Gyðu er í dag kl. 17.00 Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
„Árið í ár er fyrirtaks sveppaár. Það rignir vel og þá spretta upp sveppir,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sem verður í dag, þriðjudag, með fræðslu um sveppi á Amtsbókasafninu á Akureyri. Guðríður Gyða segir að venjulega fari lítið fyrir svepparíkinu þótt sveppir séu nánast alls staðar í ótrúlegu magni og fjölbreytileika. „Á sumrin birtast svo stundum aldin sveppa og sýna að þar er líkami svepps ofan í jörðinni eða inni í einhverju sem sveppurinn er að brjóta niður“. Að sögn Guðríðar Gyðu verður tínsla matsveppa sífellt algengari hér á landi. Íslenskar bækur um matsveppi hafa auðveldað fólki að safna og nýta sveppi til matargerðar. Hún segir að matsveppir af nokkrum tegundum séu ræktaðir í miklu magni víða um heim og að villtum matsveppum megi safna og nýta þá sem hráefni í matargerð. Í skógum vinna sveppir verk sín ansi víða. Svepprótarsveppir tengist rótum trjáa, útvega þeim vatn og áburðarefni og fá í staðinn hluta af því kolefni sem tréð bindur úr loftinu. „Svo eru aðrir sveppir sem brjóta niður dauðan við í skóginum og koma efnum úr honum aftur út í hringrás lífsins. Enn aðrir sjá um að brjóta niður dauð lauf eða lifa í jarðvegi og sjúga sér næringu úr honum. Stöku sveppir vaxa á skordýrum og lifa á kítíni meðan aðrir brjóta niður keratín, efnið í húð, ull, hári, hornum og klaufum,“ segir Guðríður Gyða.Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands.Guðríður Gyða er ein fárra sveppafræðinga hér á landi. „Ég er líkast til eini ríkisrekni sveppafræðingurinn í fullu starfi,“ segir hún brosandi. Hún segist vera fyrrverandi landbúnaðarverkamaður, ættuð úr Hrunamannahreppi. Hún nam líffræði með áherslu á grasafræði við Háskóla Íslands. Síðan sveppafræði (mycology) við grasafræðideild Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada og útskrifaðist þaðan með doktorsgráðu árið 1990. Hún sinnir rannsóknum á íslenskum sveppum hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hefur umsjón með vísindalegu sveppasafni stofnunarinnar. Guðríður Gyða nýtir Facebook-hóp sem ber heitið „Funga Íslands – sveppir séu ætir eður ei“ til að kynna íslenska sveppi og svara spurningum almennings um þá. Hún minnir á að aðeins stöku tegund er góður matsveppur og hina étur maður ekki. Sumir þeirra eru eitraðir en aðrir bragðvondir. „Líkt og á við um alla matvöru skiptir miklu að sveppir séu sem ferskastir við neyslu,“ segir hún. Aldin ýmissa sveppa síðsumars fanga athyglina þar sem form aldina, áferð og litur vekja athygli. „Á kynningunni í dag ætla ég að segja frá því hvernig maður greinir sveppi og taka hattsveppi sem dæmi. Ég mun sýna erlendar sveppagreiningarbækur, söfnunarbúnað og hvernig maður safnar sér matsveppum, verkar þá fyrir neyslu og til frystingar og þurrkunar,“ segir Guðríður Gyða. Sveppafræðsla undir umsjón Guðríðar Gyðu er í dag kl. 17.00
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira