Undrast ummæli bæjarstjóra um komur skemmtiferðaskipa Sveinn Arnarsson skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Mikill fjöldi ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum heimsækir Akureyri á sumrin. Fréttablaðið/Valli Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar, Gunnar Gíslason, undrast þau orð bæjarstjórans í bænum að til greina komi að takmarka skipakomur í bæinn. Segir hann það undarlegt í ljósi þess að sveitarfélagið rói að því öllum árum að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir það hins vegar ekki sína skoðun að það þurfi að fækka skipakomum. Ásthildur sagði í viðtali við ríkisútvarpið í fyrrakvöld að það sé eðlilegt að Íslendingar horfi til þess að draga úr komum skemmtiferðaskipa til landsins vegna mengunar sem af þessum ferðum hljótist. Þessi ummæli gagnrýnir Gunnar og segir enga umræðu hafa farið fram í stjórnkerfinu um skemmtiferðaskip og mögulegar takmarkanir á komum þeirra.Gunnar Gíslason fræðslustjóri Akureyri „Ég skil ekki þessi ummæli. Það hefur aldrei komið fram sú umræða hér í bæ að hér séu of mörg skip og að það þurfi að takmarka komur þeirra,“ segir Gunnar. „Við erum á hinn bóginn að tala um að fjölga ferðamönnum með beinu flugi norður og að auka vægi ferðaþjónustu á Norðurlandi svo þetta skýtur skökku við verð ég að segja.“ Hann segir einnig að sú umræða sem skapast hefur vegna mælinga dansks umhverfisverkfræðings sé á villigötum. „Það er alveg ljóst að það þarf að skoða þessa hluti og rannsaka mun betur til að taka einhverjar afdrifaríkar ákvarðanir. Við ættum að flýta okkur hægt og safna mun meiri mælingum. Ég hef ekki orðið var við það að bæjarbúar hafi kvartað mikið yfir mengun af völdum skemmtiferðaskipa hér í bæ,“ bætir Gunnar við. Gunnar óskar þess að umræðan fari fram í bæjarráði á morgun um þessi ummæli bæjarstjóra. Ásthildur segir það af og frá að hún vilji takmarka skipakomur skemmtiferðaskipa. „Ég er alls ekki að boða fækkun á komum skemmtiferðaskipa til Akureyrar. Það eina sem ég hef sagt er að við ættum að læra af því hvernig nágrannaþjóðir okkar vinna að þessum málum með umhverfisvernd í huga,“ segir Ásthildur. „Hvort og þá hvernig ræðst í samráði þeirra sem eiga hagsmuna að gæta.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar, Gunnar Gíslason, undrast þau orð bæjarstjórans í bænum að til greina komi að takmarka skipakomur í bæinn. Segir hann það undarlegt í ljósi þess að sveitarfélagið rói að því öllum árum að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir það hins vegar ekki sína skoðun að það þurfi að fækka skipakomum. Ásthildur sagði í viðtali við ríkisútvarpið í fyrrakvöld að það sé eðlilegt að Íslendingar horfi til þess að draga úr komum skemmtiferðaskipa til landsins vegna mengunar sem af þessum ferðum hljótist. Þessi ummæli gagnrýnir Gunnar og segir enga umræðu hafa farið fram í stjórnkerfinu um skemmtiferðaskip og mögulegar takmarkanir á komum þeirra.Gunnar Gíslason fræðslustjóri Akureyri „Ég skil ekki þessi ummæli. Það hefur aldrei komið fram sú umræða hér í bæ að hér séu of mörg skip og að það þurfi að takmarka komur þeirra,“ segir Gunnar. „Við erum á hinn bóginn að tala um að fjölga ferðamönnum með beinu flugi norður og að auka vægi ferðaþjónustu á Norðurlandi svo þetta skýtur skökku við verð ég að segja.“ Hann segir einnig að sú umræða sem skapast hefur vegna mælinga dansks umhverfisverkfræðings sé á villigötum. „Það er alveg ljóst að það þarf að skoða þessa hluti og rannsaka mun betur til að taka einhverjar afdrifaríkar ákvarðanir. Við ættum að flýta okkur hægt og safna mun meiri mælingum. Ég hef ekki orðið var við það að bæjarbúar hafi kvartað mikið yfir mengun af völdum skemmtiferðaskipa hér í bæ,“ bætir Gunnar við. Gunnar óskar þess að umræðan fari fram í bæjarráði á morgun um þessi ummæli bæjarstjóra. Ásthildur segir það af og frá að hún vilji takmarka skipakomur skemmtiferðaskipa. „Ég er alls ekki að boða fækkun á komum skemmtiferðaskipa til Akureyrar. Það eina sem ég hef sagt er að við ættum að læra af því hvernig nágrannaþjóðir okkar vinna að þessum málum með umhverfisvernd í huga,“ segir Ásthildur. „Hvort og þá hvernig ræðst í samráði þeirra sem eiga hagsmuna að gæta.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira