Tímapantanir í skimun vegna krabbameins margfaldast Sighvatur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 12:00 Deildarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu segir að aukin notkun samfélagsmiðla við markaðsstarf hafi þau áhrif að fleiri konur en áður óska eftir skoðun. Getty/Dan Kitwood Tímapantanir í skimun vegna krabbameins hafa margfaldast hjá Krabbameinsfélaginu. Deildarstjóri leitarstöðvar félagsins segir að tilraunaverkefni sé að skila árangri, þar sem konum sem koma í fyrsta sinn er boðin gjaldfrjáls skoðun. Krabbameinsfélag Íslands boðar konur á aldrinum 23-65 ára í leghálsskimun á þriggja ára fresti. 40-69 ára konur eru boðaðar í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að 800 tölvupóstar hafi beðið starfsmanna eftir fjögurra vikna sumarfrí, stærstur hluti þeirra hafi verið vegna tímapantana. Vanalega hafi póstar vegna tímapantana verið á bilinu 2-300 eftir sumarfrí starfsmanna. Halldóra segir þetta vera í takti við að þátttaka í skimun hafi verið betri síðustu mánuði en áður.Konur eru greinilega að taka við sér og átta sig á því hvað það er mikilvægt að mæta í skimun. „Það hefur verið heilmikil umfjöllun í fjölmiðlum um starfið hér og annað slíkt. Við höfum líka verið að auglýsa grimmt. Það virðist vera að skila sér. Hann hefur margfaldast fjöldinn þar sem konur eru að óska eftir tímum í skimun hjá okkur.“Boð um gjaldfrjálsa skoðun skilar árangri Tilraunaverkefni var sett á laggirnar fyrr á árinu til að bregðast við því að yngri konur mættu síður í skoðun en þær eldri. Fyrstu árgöngum er boðið upp á gjaldfrjálsa skoðun. Annars vegar er konum sem verða 23 ára á árinu boðið í sína fyrstu leghálsskimun og hins vegar er konum sem verða fertugar á árinu boðið í fyrstu brjóstamyndatökuna. „Við sjáum það strax, án þess að geta tekið það algjörlega út, en svo sannarlega hefur fjöldi skoðana kvenna í þessum árgöngum aukist mikið frá því sem hefur verið,“ segir Halldóra.Eruð þið farin að nálgast fólk með öðrum hætti en með gömlu góðu bréfunum? „Já, boðsbréfin eru ennþá send út í bréfpósti. Hins vegar erum við farin að nota samfélagsmiðla miklu meira en verið hefur áður til þess að auglýsa okkur. Konur sem eru á þessum ákveðna aldri fá skilaboð inn á samfélagsmiðlana sína.“ Um þriggja vikna bið er eftir leghálsskimun. Lengri bið er yfirleitt eftir brjóstamyndatöku. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að reynt verði að bæta við tímum eftir þörfum. Hún bendir konum á að hafa samband til að kanna hvort tímar losni fyrr. Heilbrigðismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Tímapantanir í skimun vegna krabbameins hafa margfaldast hjá Krabbameinsfélaginu. Deildarstjóri leitarstöðvar félagsins segir að tilraunaverkefni sé að skila árangri, þar sem konum sem koma í fyrsta sinn er boðin gjaldfrjáls skoðun. Krabbameinsfélag Íslands boðar konur á aldrinum 23-65 ára í leghálsskimun á þriggja ára fresti. 40-69 ára konur eru boðaðar í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að 800 tölvupóstar hafi beðið starfsmanna eftir fjögurra vikna sumarfrí, stærstur hluti þeirra hafi verið vegna tímapantana. Vanalega hafi póstar vegna tímapantana verið á bilinu 2-300 eftir sumarfrí starfsmanna. Halldóra segir þetta vera í takti við að þátttaka í skimun hafi verið betri síðustu mánuði en áður.Konur eru greinilega að taka við sér og átta sig á því hvað það er mikilvægt að mæta í skimun. „Það hefur verið heilmikil umfjöllun í fjölmiðlum um starfið hér og annað slíkt. Við höfum líka verið að auglýsa grimmt. Það virðist vera að skila sér. Hann hefur margfaldast fjöldinn þar sem konur eru að óska eftir tímum í skimun hjá okkur.“Boð um gjaldfrjálsa skoðun skilar árangri Tilraunaverkefni var sett á laggirnar fyrr á árinu til að bregðast við því að yngri konur mættu síður í skoðun en þær eldri. Fyrstu árgöngum er boðið upp á gjaldfrjálsa skoðun. Annars vegar er konum sem verða 23 ára á árinu boðið í sína fyrstu leghálsskimun og hins vegar er konum sem verða fertugar á árinu boðið í fyrstu brjóstamyndatökuna. „Við sjáum það strax, án þess að geta tekið það algjörlega út, en svo sannarlega hefur fjöldi skoðana kvenna í þessum árgöngum aukist mikið frá því sem hefur verið,“ segir Halldóra.Eruð þið farin að nálgast fólk með öðrum hætti en með gömlu góðu bréfunum? „Já, boðsbréfin eru ennþá send út í bréfpósti. Hins vegar erum við farin að nota samfélagsmiðla miklu meira en verið hefur áður til þess að auglýsa okkur. Konur sem eru á þessum ákveðna aldri fá skilaboð inn á samfélagsmiðlana sína.“ Um þriggja vikna bið er eftir leghálsskimun. Lengri bið er yfirleitt eftir brjóstamyndatöku. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að reynt verði að bæta við tímum eftir þörfum. Hún bendir konum á að hafa samband til að kanna hvort tímar losni fyrr.
Heilbrigðismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira