Svíi handtekinn vegna sprengingarinnar í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 13:35 Töluverðar skemmdir urðu á skrifstofum dönsku skattstofunnar þegar sprengja sprakk þar fyrir utan fyrir rúmri viku. Vísir/EPA Sænska lögreglan aðstoðaði þá dönsku við að handtaka 22 ára gamlan karlmann sem grunaður er um að hafa átt þátt í öflugri sprengingu fyrir utan skattstofu Danmerkur í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Maðurinn er nú í gæsluvarðhaldi og bíður framsals til Danmerkur. Nils Norling, talsmaður lögreglunnar, segir að maðurinn hafi verið handtekinn í Malmö klukkan 22:30 að staðartíma í gærkvöldi. Danska ríkisútvarpið segir að maðurinn búi með foreldrum sínum í úthverfi borgarinnar. Dönsk yfirvöld eru sögð ætla að krefjast framsals mannsins. Leggist hann gegn því þarf að rétta um framsalskröfur í Svíþjóð. Ekkert liggur fyrir um hvort að maðurinn eigi sakaferil að baki. Annar 23 ára gamall Svíi er eftirlýstur vegna sprengingarinnar sem lögreglan telur að mennirnir hafi borið ábyrgð á. Mennirnir eru ekki taldir tengjast Danmörku og ekki er vitað hvað þeim gekk til. Eins og er hafa þeir ekki verið tengdir við aðra sprengju sem sprakk við lögreglustöð á Norðurbrú. Tveir starfsmenn voru á skrifstofu skattstofunnar í Kaupmannahöfn þegar öflug sprengja sprakk fyrir utan á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Enginn slasaðist alvarlega í sprengingunni. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar. Níu sprengjur hafa sprungið í Kaupmannahöfn síðasta hálfa árið. Málin eru óupplýst en lögreglan telur þau tengjast. Danmörk Svíþjóð Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Birta myndskeið af tilræðismanninum í Kaupmannahöfn Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. 12. ágúst 2019 15:15 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Sænska lögreglan aðstoðaði þá dönsku við að handtaka 22 ára gamlan karlmann sem grunaður er um að hafa átt þátt í öflugri sprengingu fyrir utan skattstofu Danmerkur í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Maðurinn er nú í gæsluvarðhaldi og bíður framsals til Danmerkur. Nils Norling, talsmaður lögreglunnar, segir að maðurinn hafi verið handtekinn í Malmö klukkan 22:30 að staðartíma í gærkvöldi. Danska ríkisútvarpið segir að maðurinn búi með foreldrum sínum í úthverfi borgarinnar. Dönsk yfirvöld eru sögð ætla að krefjast framsals mannsins. Leggist hann gegn því þarf að rétta um framsalskröfur í Svíþjóð. Ekkert liggur fyrir um hvort að maðurinn eigi sakaferil að baki. Annar 23 ára gamall Svíi er eftirlýstur vegna sprengingarinnar sem lögreglan telur að mennirnir hafi borið ábyrgð á. Mennirnir eru ekki taldir tengjast Danmörku og ekki er vitað hvað þeim gekk til. Eins og er hafa þeir ekki verið tengdir við aðra sprengju sem sprakk við lögreglustöð á Norðurbrú. Tveir starfsmenn voru á skrifstofu skattstofunnar í Kaupmannahöfn þegar öflug sprengja sprakk fyrir utan á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Enginn slasaðist alvarlega í sprengingunni. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar. Níu sprengjur hafa sprungið í Kaupmannahöfn síðasta hálfa árið. Málin eru óupplýst en lögreglan telur þau tengjast.
Danmörk Svíþjóð Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Birta myndskeið af tilræðismanninum í Kaupmannahöfn Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. 12. ágúst 2019 15:15 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16
Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55
Birta myndskeið af tilræðismanninum í Kaupmannahöfn Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. 12. ágúst 2019 15:15