Dusty komið í úrslitakeppni Norðurlandsmótsins í League of Legends Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2019 18:51 Liðin í úrslitakeppninni skipta með sér peningaverðlaunum Vísir/Dustyiceland League of Legends liðið Dusty er komið í úrslitakeppni Norðurlandamótsins í leiknum eftir að hafa endað í 6. sæti í deildinni. Mótið er haldið tvisvar á ári en á því keppa tvö bestu lið Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands og Íslands. Liðin í úrslitakeppninni skipta með sér peningaverðlaunum ásamt því að efstu tvö liðin fá sæti á EU Masters mótinu sem er næst stærsta LoL mót í Evrópu og með tugi milljóna í verðlaunafé. Strákarnir í Dusty er að ná árangri.Mynd/DustyicelandAndstæðingar Dusty í úrslitakeppninni er liðið Ventus Esports frá Danmörku en Ventus vann Dusty naumlega í síðasta leik deildarkeppninnar. Til gamans má geta að Ventus Esports vann Norðurlandamótið núna síðast og komust alla leið í úrslitakeppni EU Masters. Þannig það gefur auga leið að andstæðingar Dusty eru engin lömb að leika sér við. Sigurvegarinn í viðureigninni leikur svo á móti sænska liðinu Falkn sem endaði í efsta sæti í deildinni. Leikurinn er fimmtudaginn 15. ágúst klukkan 19:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Twitchsíðu Dreamhack. Lið Dusty samanstendur af þeim Mikael Degi Hallssyni, Arnari Snæland, Aroni Gabríel Guðmundssyni, Marteini Gíslassyni og Dananum Tobias Jensen. Sá síðastnefndi er eitt mesta efni Dana í leiknum og hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína á mótinu og eru nokkur stærri lið með augastað á honum. Frekari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu Dreamhack Nordic. Einnig er hægt að fylgjast með liði Dusty á samfélagsmiðlum undir heitinu „dustyiceland“. Leikjavísir Tengdar fréttir Skyggnst bakvið tjöldin hjá Dusty Riðlakeppni Lenovo deildarinnar í tölvuleikjunum League of Legends og Counter Strike: Global Offensive er nú lokið eftir sex vikur af baráttu við tölvuskjáinn. Á meðan að á riðlakeppni stóð var skyggnst bak við tjöldin hjá einu besta LOL liði landsins, Dusty og fylgst með undirbúningi þeirra fyrir leik gegn toppliðinu Frozt. 12. júní 2019 14:50 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
League of Legends liðið Dusty er komið í úrslitakeppni Norðurlandamótsins í leiknum eftir að hafa endað í 6. sæti í deildinni. Mótið er haldið tvisvar á ári en á því keppa tvö bestu lið Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands og Íslands. Liðin í úrslitakeppninni skipta með sér peningaverðlaunum ásamt því að efstu tvö liðin fá sæti á EU Masters mótinu sem er næst stærsta LoL mót í Evrópu og með tugi milljóna í verðlaunafé. Strákarnir í Dusty er að ná árangri.Mynd/DustyicelandAndstæðingar Dusty í úrslitakeppninni er liðið Ventus Esports frá Danmörku en Ventus vann Dusty naumlega í síðasta leik deildarkeppninnar. Til gamans má geta að Ventus Esports vann Norðurlandamótið núna síðast og komust alla leið í úrslitakeppni EU Masters. Þannig það gefur auga leið að andstæðingar Dusty eru engin lömb að leika sér við. Sigurvegarinn í viðureigninni leikur svo á móti sænska liðinu Falkn sem endaði í efsta sæti í deildinni. Leikurinn er fimmtudaginn 15. ágúst klukkan 19:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Twitchsíðu Dreamhack. Lið Dusty samanstendur af þeim Mikael Degi Hallssyni, Arnari Snæland, Aroni Gabríel Guðmundssyni, Marteini Gíslassyni og Dananum Tobias Jensen. Sá síðastnefndi er eitt mesta efni Dana í leiknum og hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína á mótinu og eru nokkur stærri lið með augastað á honum. Frekari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu Dreamhack Nordic. Einnig er hægt að fylgjast með liði Dusty á samfélagsmiðlum undir heitinu „dustyiceland“.
Leikjavísir Tengdar fréttir Skyggnst bakvið tjöldin hjá Dusty Riðlakeppni Lenovo deildarinnar í tölvuleikjunum League of Legends og Counter Strike: Global Offensive er nú lokið eftir sex vikur af baráttu við tölvuskjáinn. Á meðan að á riðlakeppni stóð var skyggnst bak við tjöldin hjá einu besta LOL liði landsins, Dusty og fylgst með undirbúningi þeirra fyrir leik gegn toppliðinu Frozt. 12. júní 2019 14:50 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Skyggnst bakvið tjöldin hjá Dusty Riðlakeppni Lenovo deildarinnar í tölvuleikjunum League of Legends og Counter Strike: Global Offensive er nú lokið eftir sex vikur af baráttu við tölvuskjáinn. Á meðan að á riðlakeppni stóð var skyggnst bak við tjöldin hjá einu besta LOL liði landsins, Dusty og fylgst með undirbúningi þeirra fyrir leik gegn toppliðinu Frozt. 12. júní 2019 14:50