Daimler sektað um 140 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2019 08:00 Mercedes Benz C350e. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes-Benz, á yfir höfði sér háa sekt fyrir dísilvélasvindl og gæti sektarupphæðin numið 1 milljarði evra, eða um 140 milljörðum króna. Það eru saksóknarar í Stuttgart, heimaborg Mercedes-Benz, sem munu leggja fram sektina á hendur Daimler. Mun sektarupphæðin að líkindum nema 5.000 evrum á hvern þann bíl sem Mercedes-Benz seldi með svindlhugbúnaði og því gæti sektarupphæðin jafnvel orðið hærri en 1 milljarður evra. Rannsóknin á svindli Mercedes-Benz stendur enn yfir og verða lyktir hennar ekki ljósar fyrr en við enda þessa árs. Samkvæmt rannsókninni er líklega um að ræða 280.000 Benz-bíla af gerðunum C-Class og E-Class og hefur Mercedes-Benz verið gert að innkalla alla þessa bíla og lagfæra þá svo búnaður þeirra falli að lögum. Líklega verður Daimler einnig ákært af bandarískum yfirvöldum af sömu ástæðu. Þýsk yfirvöld hafa þegar lagt sektir á Volkswagen upp á 1 milljarð evra, Audi 800 milljónir evra, Porsche 535 milljónir evra og Bosch, sem hannaði svindlhugbúnaðinn, upp á 90 milljónir evra. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes-Benz, á yfir höfði sér háa sekt fyrir dísilvélasvindl og gæti sektarupphæðin numið 1 milljarði evra, eða um 140 milljörðum króna. Það eru saksóknarar í Stuttgart, heimaborg Mercedes-Benz, sem munu leggja fram sektina á hendur Daimler. Mun sektarupphæðin að líkindum nema 5.000 evrum á hvern þann bíl sem Mercedes-Benz seldi með svindlhugbúnaði og því gæti sektarupphæðin jafnvel orðið hærri en 1 milljarður evra. Rannsóknin á svindli Mercedes-Benz stendur enn yfir og verða lyktir hennar ekki ljósar fyrr en við enda þessa árs. Samkvæmt rannsókninni er líklega um að ræða 280.000 Benz-bíla af gerðunum C-Class og E-Class og hefur Mercedes-Benz verið gert að innkalla alla þessa bíla og lagfæra þá svo búnaður þeirra falli að lögum. Líklega verður Daimler einnig ákært af bandarískum yfirvöldum af sömu ástæðu. Þýsk yfirvöld hafa þegar lagt sektir á Volkswagen upp á 1 milljarð evra, Audi 800 milljónir evra, Porsche 535 milljónir evra og Bosch, sem hannaði svindlhugbúnaðinn, upp á 90 milljónir evra.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent